Ísfirðingar útvega lóð undir lendingarstað fyrir geimverur Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2023 08:00 Elísabet Gunnarsdóttir hjá ArtsIceland hefur unnið að því að koma upp verki hins þýska Björn Dahlem á Ísafirði í samstarfi við listamanninn. Vonast er til að verkið verði komið upp á næstu mánuðum. Aðsendar Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu nefndar um stofnun lóðar undir listaverkið Lendingarstað fyrir geimskip á Seljalandsdal fyrir ofan bæinn. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs, en um er að ræða sex metra hátt listaverk þýska listamannsins Björn Dahlem sem til stendur að reisa á bílastæði við gamla skíðaskálann á næstu mánuðum. Elísabet Gunnarsdóttir hjá ArtsIceland hefur verið tengiliður Dahlem sem starfar við Bauhaus-háskólann í Weimar, og unnið að því að láta verkið verða að veruleika í firðinum. „Björn Dahlem var hjá okkur á Ísafirði skömmu fyrir Covid og varð strax hrifinn og sá fyrir sér að verkið gæti sæmt sér vel á Seljalandsdal. Hann er búinn að fjármagna verkið og stefnir að því að setja upp svona verk víðs vegar um heim, meðal annars í Japan.“ „Drulluhrædd“ Elísabet segir staðsetninguna vera alveg frábæra þarna fyrir ofan bæinn. „Það er góður vegur þangað upp að gönguskíðasvæðinu. En hugsunin er að verkið verði þarna tímabundið í nokkur ár, kannski þrjú til fimm. Við ætluðum í þetta núna í ágúst eða september en það er möguleiki að þetta dragist fram á vor. Það þarf að byggja pall og koma skúlptúrnum svo ofan á.“ Hún segir þó einhverja „drulluhrædda“ við hugmyndir um að koma upp slíkum lendingarstað fyrir geimverur. „Ég fæ alls konar skemmtilegar athugasemdir, eins og hvernig eigi að verjast geimverunum ef þær koma, hvort þetta verði eins með skemmtiferðaskipin, að geimverurnar flæði yfir bæinn eins og ferðamennirnir. Fólk er nú samt yfirleitt brosandi þegar það kemur með þessar athugasemdir,“ segir Elísabet. Hún segir um sex metra turn að ræða með speglum á. „Þannig að hann sést langt að. Þetta er líka hugsað sem íhugunarstaður þar sem fólk gæti sest niður, velt fyrir sér öðrum víddum og komist út úr hversdeginum. Það er hugsunin á bakvið þetta.“ Mikið aðdráttarafl Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist sömuleiðis mjög spennt fyrir því að fá listaverkið til bæjarins. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og kallast kannski svolítið á við útsýnispallinn í Bolungarvík. Þetta er hugsað bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og verður auðvitað staðsett á miklu útivistarsvæði í Seljalandsdal. Ég held að þetta verði mikið aðdráttarafl, hvort sem það verður fyrir geimverur eða aðra,“ segir Arna Lára létt í bragði. Styttur og útilistaverk Ísafjarðarbær Geimurinn Menning Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs, en um er að ræða sex metra hátt listaverk þýska listamannsins Björn Dahlem sem til stendur að reisa á bílastæði við gamla skíðaskálann á næstu mánuðum. Elísabet Gunnarsdóttir hjá ArtsIceland hefur verið tengiliður Dahlem sem starfar við Bauhaus-háskólann í Weimar, og unnið að því að láta verkið verða að veruleika í firðinum. „Björn Dahlem var hjá okkur á Ísafirði skömmu fyrir Covid og varð strax hrifinn og sá fyrir sér að verkið gæti sæmt sér vel á Seljalandsdal. Hann er búinn að fjármagna verkið og stefnir að því að setja upp svona verk víðs vegar um heim, meðal annars í Japan.“ „Drulluhrædd“ Elísabet segir staðsetninguna vera alveg frábæra þarna fyrir ofan bæinn. „Það er góður vegur þangað upp að gönguskíðasvæðinu. En hugsunin er að verkið verði þarna tímabundið í nokkur ár, kannski þrjú til fimm. Við ætluðum í þetta núna í ágúst eða september en það er möguleiki að þetta dragist fram á vor. Það þarf að byggja pall og koma skúlptúrnum svo ofan á.“ Hún segir þó einhverja „drulluhrædda“ við hugmyndir um að koma upp slíkum lendingarstað fyrir geimverur. „Ég fæ alls konar skemmtilegar athugasemdir, eins og hvernig eigi að verjast geimverunum ef þær koma, hvort þetta verði eins með skemmtiferðaskipin, að geimverurnar flæði yfir bæinn eins og ferðamennirnir. Fólk er nú samt yfirleitt brosandi þegar það kemur með þessar athugasemdir,“ segir Elísabet. Hún segir um sex metra turn að ræða með speglum á. „Þannig að hann sést langt að. Þetta er líka hugsað sem íhugunarstaður þar sem fólk gæti sest niður, velt fyrir sér öðrum víddum og komist út úr hversdeginum. Það er hugsunin á bakvið þetta.“ Mikið aðdráttarafl Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segist sömuleiðis mjög spennt fyrir því að fá listaverkið til bæjarins. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og kallast kannski svolítið á við útsýnispallinn í Bolungarvík. Þetta er hugsað bæði fyrir ferðamenn og heimamenn og verður auðvitað staðsett á miklu útivistarsvæði í Seljalandsdal. Ég held að þetta verði mikið aðdráttarafl, hvort sem það verður fyrir geimverur eða aðra,“ segir Arna Lára létt í bragði.
Styttur og útilistaverk Ísafjarðarbær Geimurinn Menning Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Sjá meira