Hovland endaði tímabilið með sigri í FedEx-bikarnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 08:00 Viktor Hovland tryggði sér sigur á Tour Championship og um leið í FedEx-bikarnum í gær. Jason Allen/ISI Photos/Getty Images Norðmaðurinn Viktor Hovland tryggði sér sigur í FedEx-bikarnum í golfi með sigri á lokamóti tímabilsins á PGA-mótaröðinni, Tour Championship, í gær. Hovland hafði sex högga forystu fyrir lokadaginn, en Xander Schauffele lék sinn lokahring á 62 höggum og var því búinn að minnka muninn niður í tvö högg þegar Norðmaðurinn átti enn sex holu eftir. Hovland hélt þó ró sinni, náði þrem fuglum á síðustu sex holunum og tryggði sér sigur með fimm högga forystu og um leið sigur í FedEx-bikarnum. Sigurinn skilaði Hovland 18 milljónum bandaríkjadala sem samsvarar tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna. Þetta var sjötti sigur Noðrmannsins á PGA-móti á ferlinum og sá annar á aðeins tveimur vikur eftir að hann vann tveggja högga sigur á BMW Championship fyrir rúmri viku. The #FedExCup Champion by the numbers. 👏 pic.twitter.com/Xo60Sfj7ef— TOUR Championship (@TOURChamp) August 28, 2023 Hovland endaði á samtals 27 höggum undir pari, fimm höggum á undan Xander Schauffele sem hafnaði annar. Wyndham Clark hafnaði þriðji á 16 höggum undir pari og Rory McIlroy fjórði á 14 höggum undir pari. Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hovland hafði sex högga forystu fyrir lokadaginn, en Xander Schauffele lék sinn lokahring á 62 höggum og var því búinn að minnka muninn niður í tvö högg þegar Norðmaðurinn átti enn sex holu eftir. Hovland hélt þó ró sinni, náði þrem fuglum á síðustu sex holunum og tryggði sér sigur með fimm högga forystu og um leið sigur í FedEx-bikarnum. Sigurinn skilaði Hovland 18 milljónum bandaríkjadala sem samsvarar tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna. Þetta var sjötti sigur Noðrmannsins á PGA-móti á ferlinum og sá annar á aðeins tveimur vikur eftir að hann vann tveggja högga sigur á BMW Championship fyrir rúmri viku. The #FedExCup Champion by the numbers. 👏 pic.twitter.com/Xo60Sfj7ef— TOUR Championship (@TOURChamp) August 28, 2023 Hovland endaði á samtals 27 höggum undir pari, fimm höggum á undan Xander Schauffele sem hafnaði annar. Wyndham Clark hafnaði þriðji á 16 höggum undir pari og Rory McIlroy fjórði á 14 höggum undir pari.
Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira