Karabatic lætur gott heita eftir tímabilið Aron Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 14:52 Karabatic í baráttunni við íslenska landsliðið á EM 2022 Franska handboltagoðsögnin Nikola Karabatic leggur skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Frá þessu greinir Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna Paris Saint-Germain í dag. Hinn 40 ára gamli Karabatic er einn sá besti, ef ekki besti handboltamaður sem hefur nokkru sinni stigið fæti inn á handboltavöllinn og hefur hann á sínum ferli reynst afar sigursæll. Með franska landsliðinu hefur hann þrisvar sinnum unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, fjórum sinnum orðið heimsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari. Karabatic hefur átt ótrúlegan feril með franska landsliðinu.vísir/getty Í félagsliða boltanum hefur hann þrisvar sinnum verið í sigurliði í Meistaradeild Evrópu og getur á þessu tímabili bætt við sínum sextánda Frakklandsmeistaratitli. Þá hefur hann einnig unnið alla helstu titla í Þýskalandi og á Spáni og mun nú enda feril sinn þar sem að hann hófst, í heimalandi sínu Frakklandi. „Lífið gefur okkur stundum fallegar gjafir, eins og að geta klárað ákveðna vegferð þar sem að hún byrjaði,“ skrifar Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna PSG. „Í dag held ég inn í 22. og síðasta tímabil mitt sem atvinnumaður, í treyju Paris Saint-Germain. Félags sem á sérstakan stað í hjarta mínu.“ Hann segir að í gegnum sinn feril í atvinnumennsku hafi hann lagt allt sitt í vegferðina. „Hjarta og sál í þessa íþrótt sem ég ann svo mikið og meiri virðingu fyrir en allt annað.“ Karabatic hefur háð nokkrar rimmurnar við íslenska landsliðið. Meðal annars í úrslitaleik Ólympíuleikanna 2008 í Peking. Þá hafi hann á þessum árum kynnst yndislegu fólki sem hefur haft mikil áhrif á hans líf. „Og sú sem stendur þar fremri öðrum er er Géraldine, maki minn, og þökk sé henni hef ég notið þess að geta spilað fyrir framan börnin okkar undanfarin ár. Þau eru mitt stærsta afrek.“ Fólk geti treyst á að það sem eftir lifi af hans atvinnumannaferli mun Karabatic leggja sig 200% fram. Það geri hann í þakklætisskyni fyrir stuðninginn. „Nostalgían kemur seinna.“ Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Sjá meira
Hinn 40 ára gamli Karabatic er einn sá besti, ef ekki besti handboltamaður sem hefur nokkru sinni stigið fæti inn á handboltavöllinn og hefur hann á sínum ferli reynst afar sigursæll. Með franska landsliðinu hefur hann þrisvar sinnum unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, fjórum sinnum orðið heimsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari. Karabatic hefur átt ótrúlegan feril með franska landsliðinu.vísir/getty Í félagsliða boltanum hefur hann þrisvar sinnum verið í sigurliði í Meistaradeild Evrópu og getur á þessu tímabili bætt við sínum sextánda Frakklandsmeistaratitli. Þá hefur hann einnig unnið alla helstu titla í Þýskalandi og á Spáni og mun nú enda feril sinn þar sem að hann hófst, í heimalandi sínu Frakklandi. „Lífið gefur okkur stundum fallegar gjafir, eins og að geta klárað ákveðna vegferð þar sem að hún byrjaði,“ skrifar Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna PSG. „Í dag held ég inn í 22. og síðasta tímabil mitt sem atvinnumaður, í treyju Paris Saint-Germain. Félags sem á sérstakan stað í hjarta mínu.“ Hann segir að í gegnum sinn feril í atvinnumennsku hafi hann lagt allt sitt í vegferðina. „Hjarta og sál í þessa íþrótt sem ég ann svo mikið og meiri virðingu fyrir en allt annað.“ Karabatic hefur háð nokkrar rimmurnar við íslenska landsliðið. Meðal annars í úrslitaleik Ólympíuleikanna 2008 í Peking. Þá hafi hann á þessum árum kynnst yndislegu fólki sem hefur haft mikil áhrif á hans líf. „Og sú sem stendur þar fremri öðrum er er Géraldine, maki minn, og þökk sé henni hef ég notið þess að geta spilað fyrir framan börnin okkar undanfarin ár. Þau eru mitt stærsta afrek.“ Fólk geti treyst á að það sem eftir lifi af hans atvinnumannaferli mun Karabatic leggja sig 200% fram. Það geri hann í þakklætisskyni fyrir stuðninginn. „Nostalgían kemur seinna.“
Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Sjá meira