Fjarvera Xi vekur athygli og spurningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2023 08:21 Xi er staddur í Suður-Afríku en mætti ekki til að flytja opnunarræðu sína. AP Það hefur vakið nokkra athygli að Xi Jinping, forseti Kína, var fjarri góðu gamni þegar hann átti að flytja ræðu á fundi leiðtoga BRICS-ríkjanna í Suður-Afríku í gær. Forsetinn var hvergi sjáanlegur en ræða hans flutt af viðskiptaráðherranum Wang Wentao. Xi mætti til Jóhannesarborgar á mánudagskvöld og fundaði með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, í gærmorgun. Þá mætti hann til kvöldverðar í gærkvöldi, eftir ræðuhöldin. Engar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna Xi flutti ekki ræðuna sjálfur en svo virðist sem ákvörðunin um að láta Wang flytja ræðuna hafi verið tekin á síðustu stundu þar sem færslur á opinberum samfélagsmiðlum Kína gerðu ráð fyrir að forsetinn hefði flutt hana. Menn velta því nú fyrir sér hvort eitthvað dularfullt búi að baki eða hvort Xi hafi veikst skyndilega. Bill Bishop, höfundur fréttaritsins Sinocism, bendir á að lítið hafi farið fyrir Xi í ágúst og að ákvörðunin um að flytja ekki ræðuna sjálfur sé stórundarleg. China Global South Project segir fjarveru Xi afar sérstaka, þar sem leiðtogar Kína séu ekki vanir að stíga út fyrir rammann á þaulskipulögðum viðburðum sem þessum. Þá hefur athygli verið vakin á því að um sé að ræða aðra eftirtektarverða fjarveru kínversks embættismanns á skömmum tíma en Qin Gang, nú fyrrverandi utanríkisráðherra Kína, var ekki viðstaddur fund utanríkisráðherra BRICS-ríkjanna í júlí. Qin hefur raunar ekki sést opinberlega í marga mánuði og var skipt út á dögunum. Um það bil 40 prósent jarðarbúa búa í BRICS-ríkjunum; Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku. Leiðtogar allra ríkjanna eru á fundinum sem nú stendur yfir, nema Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Hann situr heima vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar. Kína Suður-Afríka Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Xi mætti til Jóhannesarborgar á mánudagskvöld og fundaði með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, í gærmorgun. Þá mætti hann til kvöldverðar í gærkvöldi, eftir ræðuhöldin. Engar skýringar hafa verið gefnar á því hvers vegna Xi flutti ekki ræðuna sjálfur en svo virðist sem ákvörðunin um að láta Wang flytja ræðuna hafi verið tekin á síðustu stundu þar sem færslur á opinberum samfélagsmiðlum Kína gerðu ráð fyrir að forsetinn hefði flutt hana. Menn velta því nú fyrir sér hvort eitthvað dularfullt búi að baki eða hvort Xi hafi veikst skyndilega. Bill Bishop, höfundur fréttaritsins Sinocism, bendir á að lítið hafi farið fyrir Xi í ágúst og að ákvörðunin um að flytja ekki ræðuna sjálfur sé stórundarleg. China Global South Project segir fjarveru Xi afar sérstaka, þar sem leiðtogar Kína séu ekki vanir að stíga út fyrir rammann á þaulskipulögðum viðburðum sem þessum. Þá hefur athygli verið vakin á því að um sé að ræða aðra eftirtektarverða fjarveru kínversks embættismanns á skömmum tíma en Qin Gang, nú fyrrverandi utanríkisráðherra Kína, var ekki viðstaddur fund utanríkisráðherra BRICS-ríkjanna í júlí. Qin hefur raunar ekki sést opinberlega í marga mánuði og var skipt út á dögunum. Um það bil 40 prósent jarðarbúa búa í BRICS-ríkjunum; Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku. Leiðtogar allra ríkjanna eru á fundinum sem nú stendur yfir, nema Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Hann situr heima vegna alþjóðlegrar handtökuskipunar.
Kína Suður-Afríka Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira