„Afrekshugur” Nínu Sæmundsson kominn á Hvolsvöll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. ágúst 2023 19:31 Afsteypa af verki Nínu Sæmundsson, „Afrekshugur“ hefur nú verið komið fyrir í miðbæjargarðinum á Hvolsvelli en það var forseti Íslands, ásamt leikskólabörnum, sem afhjúpuðu verkið. Frumgerð verksins prýðir innganginn að Waldorf Astoria hótelinu í New York en sjálf er Nína er úr Fljótshlíðinni. Fjölmenni safnaðist saman í miðbænum á Hvolsvelli í gær í blíðskaparveðri í sérstakri athöfn þar sem verk Nínu, “Afrekshugur” var afhjúpað formlega af Guðna Th. forseta Íslands og leikskólabörnum á Hvolsvelli. Nokkrar ræður voru haldnar og sönghópurinn Öðlingarnir sungu, ásamt leikskólabörnunum. Nína fæddist á bænum Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 22. ágúst 1892 en systkinin voru fimmtán. Öðlingarnir undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar sungu tvö lög við athöfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hún er einn frægasti Rangæingur, sem við eigum og við heiðrum minningu hennar og hennar afreka í lífi og starfi með því að setja þessa styttu upp hér. Við vonum að styttan verði hvatning til að kveikja afrekshugann hjá fólki, sem þarf að horfast í augu við mótlæti í sínu lífi. Hingað getur það sótt styrkinn til þess að takast á við það,” segir Friðrik Erlingsson, formaður stjórnar „Afrekshuga“ Forseti Íslands, ásamt Friðriki Erlingssyni og Antoni Kára Halldórssyni, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Með þeim eru sonur Friðriks, Hjalti Kiljan og Héðinn Bjarni, sonur Antons Kára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Afrekshugur” er eitt magnaðasta listaverk Íslendings og sómir sér vel hér í hjarta bæjarins og er minnisvarði og áminning og vitnisburður um það, sem hægt er að gera ef fólki er gert kleift að elta sína drauma, láta þá rætast,” segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Eftir athöfnina var öllum gestum boðið til kaffisamsætis í umsjón kvenfélagsins á Hvolsvelli, sannkallað veisluborð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkið er glæsilegt og sómir sér vel á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Fjölmenni safnaðist saman í miðbænum á Hvolsvelli í gær í blíðskaparveðri í sérstakri athöfn þar sem verk Nínu, “Afrekshugur” var afhjúpað formlega af Guðna Th. forseta Íslands og leikskólabörnum á Hvolsvelli. Nokkrar ræður voru haldnar og sönghópurinn Öðlingarnir sungu, ásamt leikskólabörnunum. Nína fæddist á bænum Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 22. ágúst 1892 en systkinin voru fimmtán. Öðlingarnir undir stjórn Guðjóns Halldórs Óskarssonar sungu tvö lög við athöfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hún er einn frægasti Rangæingur, sem við eigum og við heiðrum minningu hennar og hennar afreka í lífi og starfi með því að setja þessa styttu upp hér. Við vonum að styttan verði hvatning til að kveikja afrekshugann hjá fólki, sem þarf að horfast í augu við mótlæti í sínu lífi. Hingað getur það sótt styrkinn til þess að takast á við það,” segir Friðrik Erlingsson, formaður stjórnar „Afrekshuga“ Forseti Íslands, ásamt Friðriki Erlingssyni og Antoni Kára Halldórssyni, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Með þeim eru sonur Friðriks, Hjalti Kiljan og Héðinn Bjarni, sonur Antons Kára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Afrekshugur” er eitt magnaðasta listaverk Íslendings og sómir sér vel hér í hjarta bæjarins og er minnisvarði og áminning og vitnisburður um það, sem hægt er að gera ef fólki er gert kleift að elta sína drauma, láta þá rætast,” segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Eftir athöfnina var öllum gestum boðið til kaffisamsætis í umsjón kvenfélagsins á Hvolsvelli, sannkallað veisluborð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkið er glæsilegt og sómir sér vel á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira