„Hvers vegna ætti annað að gilda um útlendinga?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. ágúst 2023 16:12 Guðrún Hafsteinsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í júní. vísir/arnar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur svarað gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda í útlendingamálum í aðsendri grein á Vísi. Nánar tiltekið tekur hún pistil Láru Pálsdóttur í Heimildinni fyrir og kallar innlegg hennar í umræðuna „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. Segir Lára í pistli sínum að fólk í neyð sé „sett út á guð og gaddinn og ráðamenn virðast vonast til þess að þetta fólk sökkvi og hverfi á flæðiskerinu sem því hefur verið úthlutað.“ Yfir tuttugu félagasamtök hafa lýst þungum áhyggjum af mjög alvarlegri stöðu sem upp sé komin í málefnum fólks á flótta. Samtökin boða til samráðsfundar á morgun. Guðrún segir grein Láru dæmigerðan málflutning margra þeirra sem vilji ekki una niðursöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. „Þessar stofnanir hafa komist að þeirri ítarlega rökstuddu niðurstöðu að ákveðnir umsækjendur um alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði þess að teljast flóttamenn samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og íslenskum lögum og að þeim sé ekki nein sérstök hætta búin í heimalandinu,“ segir Guðrún. Hún bendir á að fólki sem hafi fengið synjun standi til boða að fá stuðning við heimför og fjárstyrk til að koma sér fyrir í heimalandinu. Slík fyrirgreiðsla sé þó ekki í boði ef fólk kjósi að virða að vettugi niðurstöður réttra stjórnvalda. „Þetta segir Lára að sé „illvirki“ af hálfu hins opinbera og hún fullyrðir að viðkomandi einstaklingar eigi ekki í nein hús að venda. Það er rangt. Fólkinu gefst kostur á því að fá margháttaðan og mikinn stuðning af hálfu hins opinbera til að snúa aftur til síns heima eftir að niðurstaða er fengin að lokinni málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum,“ skrifar Guðrún. Ótækt að líkja kerfinu við helförina Lára segir bæði Guðrúnu og Katrínu Jakobsdóttur forstætisráðherra „fela sig á bak við lagabókstafinn“ og líkir því við réttarhöld yfir Adolf Eichmann, einn af helstu skipuleggjendum helfararinnar. Eichmann hafi falið sig á bak við lagabókstafinn og reynt að firra sig ábyrgð með því að halda því fram að hann hefði einungis hlýtt skipunum yfirboða. „Þær svipta sjálfar sig mennskunni í nafni lagabókstafs sem þær hafa sjálfar átt þátt í smíða,“ skrifar Lára. „Þetta er auðvitað ótækur málflutningur,“ segir Guðrún í grein sinni. „Lára gefur sér forsendur sem eru ekki í samræmi við staðreyndir. Á grundvelli þeirra forsendna gerir hún mér upp skoðanir og líkir þeim við málsvörn ábyrgðarmanna einhverra verstu glæpa í sögu mannkyns.“ Þá bendir Guðrún á að Ísland sé ekki með opin landamæri og eigi aðild að alþjóðlegu verndarkerfi sem feli í sér veigamikla undantekningu frá almennum lögum um dvöl í landinu. Þá kallar hún innlegg Láru og annarra sem eru henni ósammála „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. „Í hverri viku þurfa íslenskir ríkisborgarar að sæta þungbærum en lögmætum aðgerðum yfirvalda. Það er þungbært að missa húseign á uppboði, horfa á eftir barni í forræðisdeilu eða mæta til að taka út refsivist í fangelsi. Fáum dettur í hug að hefja opinbera umræðu um það hverjum beri að styðja þá einstaklinga til þess að óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. Hvers vegna ætti annað að gilda um þá útlendinga sem fengið hafa lögmæta synjun á sinni umsókn um alþjóðlega vernd?,“ spyr Guðrún í grein sinni og heldur áfram: „Ætlum við virkilega að láta geðþótta ráða því hvenær íslensk lög gilda og hvenær ekki? Enginn sem fengið hefur endanlega synjun um umsókn um vernd þarf að hafast við í tjaldi eða á götum borgarinnar. Það eina sem viðkomandi þarf að gera er að gefa sig fram við lögreglu og starfa með yfirvöldum að farsælli heimferð,“ skrifar Guðrún að lokum. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
Segir Lára í pistli sínum að fólk í neyð sé „sett út á guð og gaddinn og ráðamenn virðast vonast til þess að þetta fólk sökkvi og hverfi á flæðiskerinu sem því hefur verið úthlutað.“ Yfir tuttugu félagasamtök hafa lýst þungum áhyggjum af mjög alvarlegri stöðu sem upp sé komin í málefnum fólks á flótta. Samtökin boða til samráðsfundar á morgun. Guðrún segir grein Láru dæmigerðan málflutning margra þeirra sem vilji ekki una niðursöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. „Þessar stofnanir hafa komist að þeirri ítarlega rökstuddu niðurstöðu að ákveðnir umsækjendur um alþjóðlega vernd uppfylli ekki skilyrði þess að teljast flóttamenn samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og íslenskum lögum og að þeim sé ekki nein sérstök hætta búin í heimalandinu,“ segir Guðrún. Hún bendir á að fólki sem hafi fengið synjun standi til boða að fá stuðning við heimför og fjárstyrk til að koma sér fyrir í heimalandinu. Slík fyrirgreiðsla sé þó ekki í boði ef fólk kjósi að virða að vettugi niðurstöður réttra stjórnvalda. „Þetta segir Lára að sé „illvirki“ af hálfu hins opinbera og hún fullyrðir að viðkomandi einstaklingar eigi ekki í nein hús að venda. Það er rangt. Fólkinu gefst kostur á því að fá margháttaðan og mikinn stuðning af hálfu hins opinbera til að snúa aftur til síns heima eftir að niðurstaða er fengin að lokinni málsmeðferð á tveimur stjórnsýslustigum,“ skrifar Guðrún. Ótækt að líkja kerfinu við helförina Lára segir bæði Guðrúnu og Katrínu Jakobsdóttur forstætisráðherra „fela sig á bak við lagabókstafinn“ og líkir því við réttarhöld yfir Adolf Eichmann, einn af helstu skipuleggjendum helfararinnar. Eichmann hafi falið sig á bak við lagabókstafinn og reynt að firra sig ábyrgð með því að halda því fram að hann hefði einungis hlýtt skipunum yfirboða. „Þær svipta sjálfar sig mennskunni í nafni lagabókstafs sem þær hafa sjálfar átt þátt í smíða,“ skrifar Lára. „Þetta er auðvitað ótækur málflutningur,“ segir Guðrún í grein sinni. „Lára gefur sér forsendur sem eru ekki í samræmi við staðreyndir. Á grundvelli þeirra forsendna gerir hún mér upp skoðanir og líkir þeim við málsvörn ábyrgðarmanna einhverra verstu glæpa í sögu mannkyns.“ Þá bendir Guðrún á að Ísland sé ekki með opin landamæri og eigi aðild að alþjóðlegu verndarkerfi sem feli í sér veigamikla undantekningu frá almennum lögum um dvöl í landinu. Þá kallar hún innlegg Láru og annarra sem eru henni ósammála „lofsöng um lygina“ því hún styðjist ekki við staðreyndir. „Í hverri viku þurfa íslenskir ríkisborgarar að sæta þungbærum en lögmætum aðgerðum yfirvalda. Það er þungbært að missa húseign á uppboði, horfa á eftir barni í forræðisdeilu eða mæta til að taka út refsivist í fangelsi. Fáum dettur í hug að hefja opinbera umræðu um það hverjum beri að styðja þá einstaklinga til þess að óhlýðnast lögmætum fyrirmælum yfirvalda. Hvers vegna ætti annað að gilda um þá útlendinga sem fengið hafa lögmæta synjun á sinni umsókn um alþjóðlega vernd?,“ spyr Guðrún í grein sinni og heldur áfram: „Ætlum við virkilega að láta geðþótta ráða því hvenær íslensk lög gilda og hvenær ekki? Enginn sem fengið hefur endanlega synjun um umsókn um vernd þarf að hafast við í tjaldi eða á götum borgarinnar. Það eina sem viðkomandi þarf að gera er að gefa sig fram við lögreglu og starfa með yfirvöldum að farsælli heimferð,“ skrifar Guðrún að lokum.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira