Sannkallaður Hollywood-endir hjá Hollywood-liðinu í Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 22:46 Elliott Lee fagnar en hann sá til þess að Wrexham fékk stig í dag. Twitter@Wrexham_AFC Wrexham í ensku D-deildinni í knattspyrnu heldur áfram að vekja athygli en liðið skaust upp á sjónarsviðið þegar Ryan Reynolds og Rob McElhenney festu kaup á liðinu. Í dag gerði liðið 5-5 jafntefli við Swindon Town eftir að vera tveimur mörkum undir þegar venjulegum leiktíma var lokið. Wrexham hefur ekki byrjað lífið í D-deildinni jafnvel og vonast var til. Liðið tapaði 3-5 á heimavelli fyrir MK Dons í 1. umferð, gerði 1-1 jafntefli við AFC Wimbledon í 2. umferð og vann svo loks Walsall 4-2 í þeirri þriðju. Wrexham have played four games in League Two this season:LDWD 13 goals scored 13 goals conceded6.5 goals per game. https://t.co/4EVdu68Byl— Squawka (@Squawka) August 19, 2023 Í dag var því fullkominn tími til að hamra járnið meðan það var heitt og vinna annan leikinn í röð, það virtist þó aldrei í myndinni. Gestirnir komust yfir á 17. mínútu og tíu mínútum síðar var staðan orðin 0-2. Jake Bickerstaff minnkaði muninn í 1-2 en Swindon svaraði með tveimur mörkum og var 4-1 yfir í hálfleik. Phil Parkinson, þjálfari Wrexham, hefur eitthvað sagt við sína menn í hálfleik því Elliott Lee og James Jones minnkuðu muninn 3-4 í upphafi síðari hálfleiks. Þegar tuttugu mínútur tæplega lifðu leiks skoruðu gestirnir fimmta mark sitt og voru 5-3 yfir þegar venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það virtist stefna í annað 3-5 tap Wrexham á heimavelli en annað kom á daginn. Jones skoraði sitt annað mark á 92. mínútu og gaf heimamönnum þannig líflínu. Hana greip Lee og jafnaði metin þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 5-5 í hreint út sagt ótrúlegum leik og eðlilega tjáðu eigendurnir sig strax og leik lauk. „Útskýra fyrir Bandaríkjamönnum hvernig jafntefli er í raun sigur (Þáttur 3, þáttaröð 3),“ sagði McElhenney á Twitter-síðu sinni en reikna má með að leikur dagsins verði gerð góð skil í raunveruleikaþáttunum um liðið. Explaining to Americans when a tie is actually a win (episode 3 season 3) pic.twitter.com/Ranu6CCSRV— Rob McElhenney (@RMcElhenney) August 19, 2023 „Svo mikið hjarta #AldreiFaraSnemmaAfWrexhamLeik,“ sagði Reynolds einfaldlega á Twitter-síðu sinni. So much heart. #NeverLeaveAWrexhamMatchEarly https://t.co/CSZT4KUC8L— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) August 19, 2023 Wrexham, sem setur stefnuna án efa á að komast upp um deild, er sem stendur með 5 stig í 15. sæti að loknum 4 leikjum. Gillingham trónir á toppi D-deildarinnar með 12 stig en MK Dons er í 2. sæti með 9 stig. Fótbolti Enski boltinn Hollywood Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira
Wrexham hefur ekki byrjað lífið í D-deildinni jafnvel og vonast var til. Liðið tapaði 3-5 á heimavelli fyrir MK Dons í 1. umferð, gerði 1-1 jafntefli við AFC Wimbledon í 2. umferð og vann svo loks Walsall 4-2 í þeirri þriðju. Wrexham have played four games in League Two this season:LDWD 13 goals scored 13 goals conceded6.5 goals per game. https://t.co/4EVdu68Byl— Squawka (@Squawka) August 19, 2023 Í dag var því fullkominn tími til að hamra járnið meðan það var heitt og vinna annan leikinn í röð, það virtist þó aldrei í myndinni. Gestirnir komust yfir á 17. mínútu og tíu mínútum síðar var staðan orðin 0-2. Jake Bickerstaff minnkaði muninn í 1-2 en Swindon svaraði með tveimur mörkum og var 4-1 yfir í hálfleik. Phil Parkinson, þjálfari Wrexham, hefur eitthvað sagt við sína menn í hálfleik því Elliott Lee og James Jones minnkuðu muninn 3-4 í upphafi síðari hálfleiks. Þegar tuttugu mínútur tæplega lifðu leiks skoruðu gestirnir fimmta mark sitt og voru 5-3 yfir þegar venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það virtist stefna í annað 3-5 tap Wrexham á heimavelli en annað kom á daginn. Jones skoraði sitt annað mark á 92. mínútu og gaf heimamönnum þannig líflínu. Hana greip Lee og jafnaði metin þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 5-5 í hreint út sagt ótrúlegum leik og eðlilega tjáðu eigendurnir sig strax og leik lauk. „Útskýra fyrir Bandaríkjamönnum hvernig jafntefli er í raun sigur (Þáttur 3, þáttaröð 3),“ sagði McElhenney á Twitter-síðu sinni en reikna má með að leikur dagsins verði gerð góð skil í raunveruleikaþáttunum um liðið. Explaining to Americans when a tie is actually a win (episode 3 season 3) pic.twitter.com/Ranu6CCSRV— Rob McElhenney (@RMcElhenney) August 19, 2023 „Svo mikið hjarta #AldreiFaraSnemmaAfWrexhamLeik,“ sagði Reynolds einfaldlega á Twitter-síðu sinni. So much heart. #NeverLeaveAWrexhamMatchEarly https://t.co/CSZT4KUC8L— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) August 19, 2023 Wrexham, sem setur stefnuna án efa á að komast upp um deild, er sem stendur með 5 stig í 15. sæti að loknum 4 leikjum. Gillingham trónir á toppi D-deildarinnar með 12 stig en MK Dons er í 2. sæti með 9 stig.
Fótbolti Enski boltinn Hollywood Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira