Óskar og Helgi Björns bera sig vel Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2023 18:00 GDRN, Helgi Björns og Óskar Magnússon eiga það sameiginlegt að hafa sínar tekjur af listsköpun. Vísir Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi var tekjuhæsti listamaður landsins á síðasta ári með 5,5 milljónir króna að jafnaði á mánuði, samkvæmt álagningarskrá Skattsins. Þá heldur Helgi Björnsson tónlistarmaður áfram að gera það gott og var að jafnaði með fjórar milljónir króna á mánuði, miðað við greitt útsvar. Greint er frá þessu í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag og má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Óskar hefur komið víða við á ferlinum, var einn af aðaleigendum Morgunblaðsins og var útgefandi þess til loka ársins 2014. Hann hefur einnig verið forstjóri TM og Hagkaups og var áður stjórnarformaður Baugs hf. Hann gaf í fyrra út skáldsöguna Leyniviðauki 4. Sigga Beinteins með 2,2 milljónir Helgi heldur áfram að vera einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og hefur meðal annars vakið athygli fyrir vinsæla tónleika og streymisviðburði. Næst á lista yfir tekjuhæstu listamennina á síðasta ári koma Atli Geir Grétarsson leikmyndahönnuður með 2,3 milljónir króna á mánuði og Sigga Beinteins tónlistarkona með 2,2 milljónir, miðað við greitt útsvar. Meðal annarra markverðra listamanna í Tekjublaði Frjálsrar verslunar má nefna Árna Pál Árnason, betur þekktur sem Herra hnetusmjör, sem er skráður með 794 þúsund krónur á mánuði, Þórhall Sigurðsson, Ladda með 1,1 milljón króna og Yrsu Sigurðardóttur með 712 þúsund. Þá er Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, GDRN skráð með 376 þúsund krónur á mánuði að jafnaði. Tekjuhæstu listamennirnir í Tekjublaðinu Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi – 5,5 milljónir króna Helgi Björnsson 4,0 milljónir króna Atli Geir Grétarsson, leikmyndahönnuður – 2,3 milljónir króna Sigríður M. Beinteinsdóttir, tónlistarkona – 2,2 milljónir króna Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri – 1,9 milljónir króna Margrét Einarsdóttir, búningahönnuður – 1,9 milljónir króna Þorsteinn Guðmundsson, leikari – 1,7 milljónir króna Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfr. – 1,7 milljónir króna Örn Árnason, leikari – 1,5 milljónir króna Baltasar Kormákur Baltasarsson - 1,5 milljónir króna Steinþór Hróar Steinþórsson, skemmtikraftur – 1,5 milljónir króna Ýmsir aðrir listamenn Saga Garðarsdóttir – 397.000 krónur Ragnar Jónsson – 541.000 Salka Sól Eyfeld Hjálmarsdóttir – 639.000 krónur Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör – 794.000 krónur Vilborg Yrsa Sigurðardóttir – 712.000 Nína Dögg Filipusdóttir – 672.000 krónur Jóhannes Haukur Jóhannesson – 229.000 krónur Brynhildur Guðjónsdóttir – 1,5 milljónir króna Þórhallur Sigurðsson, Laddi – 1,1 milljón króna Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, GDRN – 376.000 krónur Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Greint er frá þessu í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag og má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Óskar hefur komið víða við á ferlinum, var einn af aðaleigendum Morgunblaðsins og var útgefandi þess til loka ársins 2014. Hann hefur einnig verið forstjóri TM og Hagkaups og var áður stjórnarformaður Baugs hf. Hann gaf í fyrra út skáldsöguna Leyniviðauki 4. Sigga Beinteins með 2,2 milljónir Helgi heldur áfram að vera einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og hefur meðal annars vakið athygli fyrir vinsæla tónleika og streymisviðburði. Næst á lista yfir tekjuhæstu listamennina á síðasta ári koma Atli Geir Grétarsson leikmyndahönnuður með 2,3 milljónir króna á mánuði og Sigga Beinteins tónlistarkona með 2,2 milljónir, miðað við greitt útsvar. Meðal annarra markverðra listamanna í Tekjublaði Frjálsrar verslunar má nefna Árna Pál Árnason, betur þekktur sem Herra hnetusmjör, sem er skráður með 794 þúsund krónur á mánuði, Þórhall Sigurðsson, Ladda með 1,1 milljón króna og Yrsu Sigurðardóttur með 712 þúsund. Þá er Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, GDRN skráð með 376 þúsund krónur á mánuði að jafnaði. Tekjuhæstu listamennirnir í Tekjublaðinu Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi – 5,5 milljónir króna Helgi Björnsson 4,0 milljónir króna Atli Geir Grétarsson, leikmyndahönnuður – 2,3 milljónir króna Sigríður M. Beinteinsdóttir, tónlistarkona – 2,2 milljónir króna Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri – 1,9 milljónir króna Margrét Einarsdóttir, búningahönnuður – 1,9 milljónir króna Þorsteinn Guðmundsson, leikari – 1,7 milljónir króna Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfr. – 1,7 milljónir króna Örn Árnason, leikari – 1,5 milljónir króna Baltasar Kormákur Baltasarsson - 1,5 milljónir króna Steinþór Hróar Steinþórsson, skemmtikraftur – 1,5 milljónir króna Ýmsir aðrir listamenn Saga Garðarsdóttir – 397.000 krónur Ragnar Jónsson – 541.000 Salka Sól Eyfeld Hjálmarsdóttir – 639.000 krónur Árni Páll Árnason, Herra Hnetusmjör – 794.000 krónur Vilborg Yrsa Sigurðardóttir – 712.000 Nína Dögg Filipusdóttir – 672.000 krónur Jóhannes Haukur Jóhannesson – 229.000 krónur Brynhildur Guðjónsdóttir – 1,5 milljónir króna Þórhallur Sigurðsson, Laddi – 1,1 milljón króna Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, GDRN – 376.000 krónur Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira