Hafþór, Gunni og Eiður tekjuhæstu íþróttamennirnir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. ágúst 2023 16:33 Hafþór Júlíus, Gunni Nelson og Eiður eru í efstu þremur sætum listans. vísir Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður var tekjuhæsti íþróttamaður landsins á síðasta ári með rétt rúmar fimm milljónir króna í mánaðarlaun. Á eftir honum fylgja Gunnar Nelson bardagakappi og Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Greint er frá þessu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Tekið skal fram að á listanum eru þeir þróttamenn sem afla tekna á Íslandi og greiða þar með útsvar hér á landi. Atvinnumenn í knattspyrnu eru sem dæmi ekki á listanum en þeirra árslaun hlaupa á nokkur hundruð milljónum. Hafþór Júlíus er sem fyrr segir á efsta sæti listans. Í öðru sæti er Gunnar Lúðvík Nelson bardagaíþróttamaður og í þriðja sæti er Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Gunnar barðist í UFC í London í mars á þessu ári og átti þá ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu. Eiður Smári, sem spilaði með FC Barcelona og Chelsea hefur undanfarið starfað sem álitsgjafi við umfjöllun ensku deildarinnar á Síminn sport. Hann hætti sem þjálfari FH á síðasta ári eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri. Þá opnaði hann sig um veðmálafíkn í apríl á þessu ári. Allur gangur er á því hversu háar tekjur aðrir íþróttamenn landsins eru með, samkvæmt útsvari. Sem dæmi var Óskar Örn Hauksson, sem spilar nú með Grindavík, með 876 þúsund krónur. Hann er af mörgum álitinn einn besti leikmaður í sögu efstu deilda karla. Kristófer Acox, körfuboltamaður hjá Val var með 687 þúsund og Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona hjá Val með 611 þúsund. Tekjuhæsta íþróttakonan var Annie Mist Þórisdóttir sem keppir í Crossfit með 1,1 milljón á mánuði. Næst á eftir henni er María Elísabet Guðsteinsdóttir kraftlyftingarkona með 891 þúsund krónur á mánuði. Listinn yfir tekjuhæstu íþróttamenn og þjálfara (tekið skal fram að stjórnendur íþróttafélaga- og sambanda eru ekki inni á listanum): Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður - 5 milljónir króna. Gunnar Lúðvík Nelson, bardagaíþróttamaður - 2,3 milljónir króna. Eiður Smári Guðjohnsen, fv. knattspyrnuþjálfari FH - 2,1 milljónir króna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks - 1,5 milljónir króna. Ingimundur Ingimundarson, handboltam. Þór - 1,2 milljónir króna. Jón Þórir Sveinsson, fv. knattspyrnuþjálfari Fram - 1,2 milljónir króna. Ásgeir Örn Hallgrímsson, handboltaþjálfari Hauka - 1,2 milljónir króna. Annie Mist Þórisdóttir, íþróttakona í Crossfit - 1,1 milljón króna. Heimir Guðjónsson, knattspyrnuþjálfari FH - 1,1 milljón króna. Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður - 1,1 milljón króna. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Greint er frá þessu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Tekið skal fram að á listanum eru þeir þróttamenn sem afla tekna á Íslandi og greiða þar með útsvar hér á landi. Atvinnumenn í knattspyrnu eru sem dæmi ekki á listanum en þeirra árslaun hlaupa á nokkur hundruð milljónum. Hafþór Júlíus er sem fyrr segir á efsta sæti listans. Í öðru sæti er Gunnar Lúðvík Nelson bardagaíþróttamaður og í þriðja sæti er Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Gunnar barðist í UFC í London í mars á þessu ári og átti þá ekki í neinum vandræðum með Bryan Barberena og kláraði bardagann strax í fyrstu lotu. Eiður Smári, sem spilaði með FC Barcelona og Chelsea hefur undanfarið starfað sem álitsgjafi við umfjöllun ensku deildarinnar á Síminn sport. Hann hætti sem þjálfari FH á síðasta ári eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri. Þá opnaði hann sig um veðmálafíkn í apríl á þessu ári. Allur gangur er á því hversu háar tekjur aðrir íþróttamenn landsins eru með, samkvæmt útsvari. Sem dæmi var Óskar Örn Hauksson, sem spilar nú með Grindavík, með 876 þúsund krónur. Hann er af mörgum álitinn einn besti leikmaður í sögu efstu deilda karla. Kristófer Acox, körfuboltamaður hjá Val var með 687 þúsund og Helena Sverrisdóttir, körfuboltakona hjá Val með 611 þúsund. Tekjuhæsta íþróttakonan var Annie Mist Þórisdóttir sem keppir í Crossfit með 1,1 milljón á mánuði. Næst á eftir henni er María Elísabet Guðsteinsdóttir kraftlyftingarkona með 891 þúsund krónur á mánuði. Listinn yfir tekjuhæstu íþróttamenn og þjálfara (tekið skal fram að stjórnendur íþróttafélaga- og sambanda eru ekki inni á listanum): Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður - 5 milljónir króna. Gunnar Lúðvík Nelson, bardagaíþróttamaður - 2,3 milljónir króna. Eiður Smári Guðjohnsen, fv. knattspyrnuþjálfari FH - 2,1 milljónir króna. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks - 1,5 milljónir króna. Ingimundur Ingimundarson, handboltam. Þór - 1,2 milljónir króna. Jón Þórir Sveinsson, fv. knattspyrnuþjálfari Fram - 1,2 milljónir króna. Ásgeir Örn Hallgrímsson, handboltaþjálfari Hauka - 1,2 milljónir króna. Annie Mist Þórisdóttir, íþróttakona í Crossfit - 1,1 milljón króna. Heimir Guðjónsson, knattspyrnuþjálfari FH - 1,1 milljón króna. Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður - 1,1 milljón króna. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira