FIMAK stefnir í gjaldþrot og bærinn reynir að þvinga sameiningu Eiður Þór Árnason skrifar 18. ágúst 2023 12:20 Fimleikafélag Akureyrar er með aðstöðu í íþróttamiðstöð Giljaskóla á Akureyri. Já.is Fimleikafélag Akureyrar (FIMAK) glímir við umtalsverða fjárhagserfiðleika og mun að óbreyttu lýsa sig gjaldþrota. Fastráðnum starfsmönnum var sagt upp störfum en til stendur að ráða þá aftur í haust. Útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir 20 milljónir króna í lok sumars. Stjórnarformaður segir að fimleikastarf muni halda áfram í bænum. Akureyrarbær hyggst ekki leggja félaginu til aukið fé en hefur samþykkt að aðstoða með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að fimleikafélagið færi í sameiningarviðræður við annað félag. Þetta kemur fram í fundarferð frá félagsfundi FIMAK sem haldinn var 8. ágúst en Vikublaðið greindi fyrst frá. Þar segir að slæm skuldastaða hafi komið í ljós eftir að stjórn fór að skoða bókhald og innistæður betur eftir vinnu við vorsýningu sem fram fór í júní en ný stjórn tók við félaginu 16. maí. Reyndu að hækka yfirdráttinn Farið var í viðræður við Landsbankann um að hækka yfirdráttarheimild félagsins sem stendur nú í sex milljónum króna en skiluðu þær engum árangri. Einnig leitaði stjórn til Fimleikasambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar, sem er tengiliður íþróttafélaga við bæjaryfirvöld og veitir þeim ýmsan fjárhagslegan stuðning. Að sögn stjórnar FIMAK var þeim gert ljóst að enga fjárhagsaðstoð væri þar að fá og var í kjölfarið ákveðið að segja upp fjórum fastráðnum starfsmönnum FIMAK. Stefnt er að því að ráða þá aftur 1. september, að sögn stjórnarformanns. Akureyrarbær hyggst ekki koma félaginu til bjargar.vísir/vilhelm Næst var rætt við fulltrúa Akureyrarbæjar sem tilkynntu að sveitarfélagið væri ekki tilbúið að færa félaginu aukið fjármagn. „Stjórn tók þá ákvörðun að biðja um annan fund með Akureyrarbæ, þar sem bænum var gert grein fyrir að eins og staðan væri yrði að lýsa félagið gjaldþrota,“ segir í fundargerð. Bæjaryfirvöld hafi svo samþykkt að hlaupa undir bagga með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að kostnaðargreining yrði unnin og farið í sameiningarviðræður. Að sögn stjórnar eru viðræður hafnar bæði við íþróttafélögin Þór og KA en þær sagðar á algeru byrjunarstigi. Sameining var til umræðu árið 2018 en þáverandi stjórn ákvað að binda enda á þær viðræður. Eru bjartsýn á að þetta reddist „Það verða alltaf fimleikar á Akureyri, það er bara hver ætlar að koma að því af þessum félögum og hvernig Akureyrarbær ætlar að aðstoða við það,“ segir Sonja Dagsdóttir, formaður stjórnar FIMAK. Lögð hafi verið áhersla á að tryggja laun starfsmanna og halda starfinu áfram sem sé þegar hafið aftur eftir sumarfrí. Hún segir að félagið sé enn með fjóra fastráðna starfsmenn og stefni á að ráða aðra til baka. „Ég er á fullu að gera stundatöflu og við erum alltaf bjartsýn og höldum að þetta reddist. Það er ekkert hægt að skella í laus það eru 450 iðkendur og yfir 500 manns sem koma einhvern veginn að FIMAK,“ bætir Sonja við. Reynt verði að leiða málið til lykta fyrir næstu mánaðamót og búið að ráða yfir fimmtán þjálfara í tímavinnu fyrir veturinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að félagið hafi ekki greitt laun 1. júlí og vísað til fundargerðar stjórnar. Stjórnarformaður segir að FIMAK hafi vissulega náð að greiða starfsmönnum laun þann mánuðinn og Akureyrarbær hlaupið undir bagga um síðustu mánaðamót. Þá hefur því verið bætt við að til standi að ráða fastráðna starfsmenn aftur í september. Akureyri Fimleikar Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Akureyrarbær hyggst ekki leggja félaginu til aukið fé en hefur samþykkt að aðstoða með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að fimleikafélagið færi í sameiningarviðræður við annað félag. Þetta kemur fram í fundarferð frá félagsfundi FIMAK sem haldinn var 8. ágúst en Vikublaðið greindi fyrst frá. Þar segir að slæm skuldastaða hafi komið í ljós eftir að stjórn fór að skoða bókhald og innistæður betur eftir vinnu við vorsýningu sem fram fór í júní en ný stjórn tók við félaginu 16. maí. Reyndu að hækka yfirdráttinn Farið var í viðræður við Landsbankann um að hækka yfirdráttarheimild félagsins sem stendur nú í sex milljónum króna en skiluðu þær engum árangri. Einnig leitaði stjórn til Fimleikasambands Íslands og Íþróttabandalags Akureyrar, sem er tengiliður íþróttafélaga við bæjaryfirvöld og veitir þeim ýmsan fjárhagslegan stuðning. Að sögn stjórnar FIMAK var þeim gert ljóst að enga fjárhagsaðstoð væri þar að fá og var í kjölfarið ákveðið að segja upp fjórum fastráðnum starfsmönnum FIMAK. Stefnt er að því að ráða þá aftur 1. september, að sögn stjórnarformanns. Akureyrarbær hyggst ekki koma félaginu til bjargar.vísir/vilhelm Næst var rætt við fulltrúa Akureyrarbæjar sem tilkynntu að sveitarfélagið væri ekki tilbúið að færa félaginu aukið fjármagn. „Stjórn tók þá ákvörðun að biðja um annan fund með Akureyrarbæ, þar sem bænum var gert grein fyrir að eins og staðan væri yrði að lýsa félagið gjaldþrota,“ segir í fundargerð. Bæjaryfirvöld hafi svo samþykkt að hlaupa undir bagga með launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að kostnaðargreining yrði unnin og farið í sameiningarviðræður. Að sögn stjórnar eru viðræður hafnar bæði við íþróttafélögin Þór og KA en þær sagðar á algeru byrjunarstigi. Sameining var til umræðu árið 2018 en þáverandi stjórn ákvað að binda enda á þær viðræður. Eru bjartsýn á að þetta reddist „Það verða alltaf fimleikar á Akureyri, það er bara hver ætlar að koma að því af þessum félögum og hvernig Akureyrarbær ætlar að aðstoða við það,“ segir Sonja Dagsdóttir, formaður stjórnar FIMAK. Lögð hafi verið áhersla á að tryggja laun starfsmanna og halda starfinu áfram sem sé þegar hafið aftur eftir sumarfrí. Hún segir að félagið sé enn með fjóra fastráðna starfsmenn og stefni á að ráða aðra til baka. „Ég er á fullu að gera stundatöflu og við erum alltaf bjartsýn og höldum að þetta reddist. Það er ekkert hægt að skella í laus það eru 450 iðkendur og yfir 500 manns sem koma einhvern veginn að FIMAK,“ bætir Sonja við. Reynt verði að leiða málið til lykta fyrir næstu mánaðamót og búið að ráða yfir fimmtán þjálfara í tímavinnu fyrir veturinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu kom fram að félagið hafi ekki greitt laun 1. júlí og vísað til fundargerðar stjórnar. Stjórnarformaður segir að FIMAK hafi vissulega náð að greiða starfsmönnum laun þann mánuðinn og Akureyrarbær hlaupið undir bagga um síðustu mánaðamót. Þá hefur því verið bætt við að til standi að ráða fastráðna starfsmenn aftur í september.
Akureyri Fimleikar Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira