Spænskur áhrifavaldur á dauðadóm yfir höfði sér Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. ágúst 2023 17:52 Daniel Sancho hefur viðurkennt að hafa myrt og bútað niður ástmann sinn Edwin Arrieto. Hann á dauðadóm yfir höfði sér. REUTERS Spænskur karlmaður um þrítugt á yfir höfði sér dauðadóm í Tælandi fyrir að hafa myrt kólumbískan ástmann sinn, bútað hann í sundur og dreift líkamshlutum hans á sorphauga og í sjóinn. Skipulagði morðið út í æsar Daniel Sancho fór inn í byggingarvöruverslun að kvöldi 1. ágúst og keypti sér hnífa, hanska og plastrúllu. Hann fór síðan á stefnumót við kærastann sinn, Edwin Arrieta, 44 ára skurðlækni frá Kólumbíu, en þeir höfðu verið saman í um það bil ár. Daginn eftir hafði Daniel Sancho samband við lögregluna og sagði að unnusti sinn væri horfinn. Tælenska lögreglan leysti málið hratt og örugglega. Hún fann líkamshluta Edwin á víð og dreif, á öskuhaugum og úti í sjó. Edwin hafði verið stunginn ítrekað í brjóstið og síðan bútaður niður. Daniel streittist ekki lengi á móti, hann játaði allt og sagði að honum hefði reynst ómögulegt að slíta sambandinu, hann hefði verið fangi Edwins og þetta hefði verið eina leiðin. Saksóknari fer fram á dauðadóm Daniel sýndi mikinn samstarfsvilja og fór með lögreglunni um allt og sýndi þeim hvernig þetta hefði allt viljað til. Rannsókn er að fullu lokið sagði lögreglan á blaðamannafundi í vikunni. Morðið hefði verið skipulagt út í ystu æsar og farið yrði fram á dauðarefsingu yfir Daniel. Það er því ekki auðvelt að vera Daniel Sancho í dag. Eða hvað...? Á þeim fréttamyndum sem birtar hafa verið frá Tælandi sést sultuslakur Daniel rölta með lögreglunni og af til stoppar hann til að veita fréttamönnum sem fylgja þeim eftir viðtöl. „Hrokafullur narsissisti“ Daniel er matreiðslumaður og gefur sig út fyrir að vera áhrifavaldur. Hann kynnir sig á samfélagsmiðlum sem eigandi tveggja veitingastaða í Madrid. Þar kannast menn ekki við að hann eigi neitt í þessum stöðum. Gamlir skólafélagar Daniels lýsa honum sem hrokafullum narsissista sem gerði ævinlega það sem honum sýndist. Á forsíðum allra blaða Daniel er sonur og barnabarn þekktra leikara hér á Spáni og þar með kærkomið fóður allra slúðurblaða og -þátta sem hér ríða húsum. Og það eru ekki fáir þættir og blöð. Hann hefur verið á forsíðum og til umfjöllunar dag eftir dag. Það má því kannski segja að Daniel baði sig um þessar mundir upp úr vafasamri og sorglegri frægð, en að sama skapi má segja að það séu áhorfendur og lesendur sem á endanum baða hann í sviðsljósinu. Spánn Taíland Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Skipulagði morðið út í æsar Daniel Sancho fór inn í byggingarvöruverslun að kvöldi 1. ágúst og keypti sér hnífa, hanska og plastrúllu. Hann fór síðan á stefnumót við kærastann sinn, Edwin Arrieta, 44 ára skurðlækni frá Kólumbíu, en þeir höfðu verið saman í um það bil ár. Daginn eftir hafði Daniel Sancho samband við lögregluna og sagði að unnusti sinn væri horfinn. Tælenska lögreglan leysti málið hratt og örugglega. Hún fann líkamshluta Edwin á víð og dreif, á öskuhaugum og úti í sjó. Edwin hafði verið stunginn ítrekað í brjóstið og síðan bútaður niður. Daniel streittist ekki lengi á móti, hann játaði allt og sagði að honum hefði reynst ómögulegt að slíta sambandinu, hann hefði verið fangi Edwins og þetta hefði verið eina leiðin. Saksóknari fer fram á dauðadóm Daniel sýndi mikinn samstarfsvilja og fór með lögreglunni um allt og sýndi þeim hvernig þetta hefði allt viljað til. Rannsókn er að fullu lokið sagði lögreglan á blaðamannafundi í vikunni. Morðið hefði verið skipulagt út í ystu æsar og farið yrði fram á dauðarefsingu yfir Daniel. Það er því ekki auðvelt að vera Daniel Sancho í dag. Eða hvað...? Á þeim fréttamyndum sem birtar hafa verið frá Tælandi sést sultuslakur Daniel rölta með lögreglunni og af til stoppar hann til að veita fréttamönnum sem fylgja þeim eftir viðtöl. „Hrokafullur narsissisti“ Daniel er matreiðslumaður og gefur sig út fyrir að vera áhrifavaldur. Hann kynnir sig á samfélagsmiðlum sem eigandi tveggja veitingastaða í Madrid. Þar kannast menn ekki við að hann eigi neitt í þessum stöðum. Gamlir skólafélagar Daniels lýsa honum sem hrokafullum narsissista sem gerði ævinlega það sem honum sýndist. Á forsíðum allra blaða Daniel er sonur og barnabarn þekktra leikara hér á Spáni og þar með kærkomið fóður allra slúðurblaða og -þátta sem hér ríða húsum. Og það eru ekki fáir þættir og blöð. Hann hefur verið á forsíðum og til umfjöllunar dag eftir dag. Það má því kannski segja að Daniel baði sig um þessar mundir upp úr vafasamri og sorglegri frægð, en að sama skapi má segja að það séu áhorfendur og lesendur sem á endanum baða hann í sviðsljósinu.
Spánn Taíland Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira