Þúsundir sígarettustubba ráku upp í fjöru: „Þetta er algjört ógeð“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. ágúst 2023 21:00 Líklega hefur stubbunum verið sturtað úr skipi. Svanbjörg Pálsdóttir Ófögur sjón blasti við Svanbjörgu Pálsdóttur og öðrum sem áttu leið sína um fjöruna skammt frá Eskifirði í dag. Þúsundir sígarettustubba lágu í fjörunni. „Þetta er algjört ógeð,“ segir Svanbjörg sem er brottfluttur Eskfirðingur í heimsókn í gamla heimabænum. Hún ákvað ásamt manni sínum að fara í fjöruferð skammt frá bænum, á fallegan stað sem henni og fjölskyldu hennar þykir mjög vænt um. Þá blasti ófögnuðurinn við. Þúsundir sígarettustubba dreifðir um fjöruna. Svanbjörg segir hræðilegt að horfa upp á þetta og þeim hafi brugðið mjög. Um eiginlegt mengunarslys sé að ræða. Þarna hafi meðal annars verið barn að leik. Líklegast sturtað úr skipi Aðspurð um hvað hún telji að hafi gerst segir hún líklegast að stubbunum hafi verið sturtað úr einhverju skipi. Hún viti þó ekki úr hvaða skipi eða hvers konar. Að minnsta kosti sé ljóst að stubbunum hafi skolað upp í fjöruna, þeir eigi ekki upprunann á landi. „Hér í firðinum sigla skip á vegum fiskeldisins og svo koma reglulega flutningaskip. Það eru ekki mörg skemmtiferðaskip sem koma til Eskifjarðar,“ segir Svanbjörg um skipaumferðina á staðnum. Hún hefur nú þegar sent erindi með ljósmyndum til sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Hún taldi rétt að bærinn vissi af þessu. Erindið var hins vegar sent eftir lokun þannig að hún var ekki enn búin að fá nein viðbrögð þegar Vísir náði af henni tali. Fjarðabyggð Umhverfismál Áfengi og tóbak Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
„Þetta er algjört ógeð,“ segir Svanbjörg sem er brottfluttur Eskfirðingur í heimsókn í gamla heimabænum. Hún ákvað ásamt manni sínum að fara í fjöruferð skammt frá bænum, á fallegan stað sem henni og fjölskyldu hennar þykir mjög vænt um. Þá blasti ófögnuðurinn við. Þúsundir sígarettustubba dreifðir um fjöruna. Svanbjörg segir hræðilegt að horfa upp á þetta og þeim hafi brugðið mjög. Um eiginlegt mengunarslys sé að ræða. Þarna hafi meðal annars verið barn að leik. Líklegast sturtað úr skipi Aðspurð um hvað hún telji að hafi gerst segir hún líklegast að stubbunum hafi verið sturtað úr einhverju skipi. Hún viti þó ekki úr hvaða skipi eða hvers konar. Að minnsta kosti sé ljóst að stubbunum hafi skolað upp í fjöruna, þeir eigi ekki upprunann á landi. „Hér í firðinum sigla skip á vegum fiskeldisins og svo koma reglulega flutningaskip. Það eru ekki mörg skemmtiferðaskip sem koma til Eskifjarðar,“ segir Svanbjörg um skipaumferðina á staðnum. Hún hefur nú þegar sent erindi með ljósmyndum til sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Hún taldi rétt að bærinn vissi af þessu. Erindið var hins vegar sent eftir lokun þannig að hún var ekki enn búin að fá nein viðbrögð þegar Vísir náði af henni tali.
Fjarðabyggð Umhverfismál Áfengi og tóbak Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira