Ljóst að vatnið verði dýrara og mikilvægt að bæta umgengni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2023 18:38 Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við vatnsauðlindina. Ljóst sé að vatn verði dýrarara í framtíðinni því það þurfi að sækja það um lengri veg. Vísir/Sigurjón Vatnsauðlindir landsins eru ekki óþrjótandi og mikil tækifæri felast í betri umgengni við þær að mati framkvæmdastýru Veitna. Ljóst sé að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Höfuðborgarbúar urðu áþreifanlega varir við skort á heitu vatni í frosthörkunum síðasta vetur þegar þeir voru beðnir um að fara sparlega með það og sundlaugum var lokað. Þá varaði Samorka við síðasta haust að hitaveitur landsins væru komnar að þolmörkum. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við auðlindina. „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind og okkur ber að fara eins vel með hana og hægt er. Þá höfum við áhyggjur af vatnsvernd. Við erum með stærstu vatnsbólin okkar í Heiðmörk þar sem er oft mikil umferð. Það þarf ekki meira en eitt umferðarslys á svæðinu við þau svo þau mengist, “ segir hún. Verð á vatni muni hækka Sólrún segir að vatn verði dýrara í framtíðinni hér á landi. „Það er ljóst að þeir orkukostir sem við erum nú búin að nýta eða ódýrustu orkukostirnir eru nýttir og þeir orkukostir sem eru fram undan eru dýrari. Það er aðallega vegna þess að flutningsleiðir vatnsins verða lengri,“ segir Sólrún. Gríðarleg verðmætaaukning Sólrún segir að þau vatnsból sem Veitur hafi aðgang að séu bæði í eigu einka-og opinberra aðila. Það gangi yfirleitt vel að semja við einkaaðila um kaup á vatni en þó séu dæmi um að málin hafi þurft að fara fyrir dómstóla. „Það hefur einstaka sinnum gerst en yfirleitt gengur mjög vel að semja um verð á vatni við einkaaðila,“ segir Sólrún. Ljóst er að verðmæti vatnsbóla hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Sveitastjórn Þorlákshafnar seldi til að mynda athafnamanninum Jóni Ólafssyni jörðina Hlíðarenda með vatnsbóli árið 2005 á um hundrað milljónir króna. Vatnsbólið var metið á um átján milljarða króna í grein Innherja á síðasta ári. Erlendir fjárfesta keyptu nýlega hlut í Icelandic Water Holdings sem nýtir vatnsbólið á jörðinni Hlíðarenda en verðið er trúnaðarmál. Sólrún segist ekki hafa skoðun á eignahaldi á vatni en réttindi almennings þegar kemur að aðgengi að því eigi að vera tryggð. „Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu eignarhaldi. Það sem við vitum er að almannaþörf er í rauninni tryggð í íslenskri löggjöf,“ segir hún. Vatnsaflsvirkjanir Ölfus Orkumál Vatn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira
Höfuðborgarbúar urðu áþreifanlega varir við skort á heitu vatni í frosthörkunum síðasta vetur þegar þeir voru beðnir um að fara sparlega með það og sundlaugum var lokað. Þá varaði Samorka við síðasta haust að hitaveitur landsins væru komnar að þolmörkum. Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna segir mikil tækifæri felast í betri umgengni við auðlindina. „Þetta er ekki óþrjótandi auðlind og okkur ber að fara eins vel með hana og hægt er. Þá höfum við áhyggjur af vatnsvernd. Við erum með stærstu vatnsbólin okkar í Heiðmörk þar sem er oft mikil umferð. Það þarf ekki meira en eitt umferðarslys á svæðinu við þau svo þau mengist, “ segir hún. Verð á vatni muni hækka Sólrún segir að vatn verði dýrara í framtíðinni hér á landi. „Það er ljóst að þeir orkukostir sem við erum nú búin að nýta eða ódýrustu orkukostirnir eru nýttir og þeir orkukostir sem eru fram undan eru dýrari. Það er aðallega vegna þess að flutningsleiðir vatnsins verða lengri,“ segir Sólrún. Gríðarleg verðmætaaukning Sólrún segir að þau vatnsból sem Veitur hafi aðgang að séu bæði í eigu einka-og opinberra aðila. Það gangi yfirleitt vel að semja við einkaaðila um kaup á vatni en þó séu dæmi um að málin hafi þurft að fara fyrir dómstóla. „Það hefur einstaka sinnum gerst en yfirleitt gengur mjög vel að semja um verð á vatni við einkaaðila,“ segir Sólrún. Ljóst er að verðmæti vatnsbóla hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Sveitastjórn Þorlákshafnar seldi til að mynda athafnamanninum Jóni Ólafssyni jörðina Hlíðarenda með vatnsbóli árið 2005 á um hundrað milljónir króna. Vatnsbólið var metið á um átján milljarða króna í grein Innherja á síðasta ári. Erlendir fjárfesta keyptu nýlega hlut í Icelandic Water Holdings sem nýtir vatnsbólið á jörðinni Hlíðarenda en verðið er trúnaðarmál. Sólrún segist ekki hafa skoðun á eignahaldi á vatni en réttindi almennings þegar kemur að aðgengi að því eigi að vera tryggð. „Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu eignarhaldi. Það sem við vitum er að almannaþörf er í rauninni tryggð í íslenskri löggjöf,“ segir hún.
Vatnsaflsvirkjanir Ölfus Orkumál Vatn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Sjá meira