Járnbrautarbrú hrundi eftir úrhellið í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2023 12:12 Brúin hrundi ofan í ánna Lågen við Ringebu í Noregi í dag. Mannslíf voru ekki í hættu þar sem umferð um brúna var stöðvuð vegna flóðanna í síðustu viku. AP/Lars Skjeggestad Kleven/NTB Scanpix Miðhluti Randklev-járnbrautarbrúarinnar yfir ána Lågen við Ringebu í suðaustanverðum Noregi hrundi í dag í kjölfar vatnavaxtana í landinu. Umferð um brúna var stöðvuð af ótta við að svona færi í síðustu viku. BaneNOR, ríkislestarfélag Noregs, sagði að vatnselgurinn hefði skemmst undirstöðurnar undir miðhluta brúarinnar. Brúin er rúmlega 172 metra löng og er í þremur hlutum. Hún er úr stáli og var byggð árið 1957. Sérfræðingar BaneNOR kanna nú skemmdirnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Stormurinn Hans bar með gríðarlega úrkomu til Skandinavíu og Eystrasaltsríkjanna í síðustu viku. Þúsundir manna þurftu að yfirgefa heimili sín í suðaustanverðum Noregi vegna vatnavaxtanna. Ekki átti að byrja að sjatna í flóðunum fyrr en í fyrsta lagi í dag. Stífla við vatnsaflsvirkjun í ánni Glommu brast undan vatnsþrýstingnum í síðustu viku eftir sjálfvirkar lokur sem áttu að stýra flæði vatns brugðust. Þá fór lest út af sporinu í Svíþjóð þegar flóðvatn gróf undan teinunum. Verdens gang hefur eftir Eivindi Bjurstrøm frá BaneNOR að það muni taka langan tíma að koma brúnni aftur í gagnið. Fyrirtækið eigi bráðabirgðabrýr til reiðu og skoðað verði hvort ástæða sé til þess að taka einhverjar þeirra í notkun. Noregur Náttúruhamfarir Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
BaneNOR, ríkislestarfélag Noregs, sagði að vatnselgurinn hefði skemmst undirstöðurnar undir miðhluta brúarinnar. Brúin er rúmlega 172 metra löng og er í þremur hlutum. Hún er úr stáli og var byggð árið 1957. Sérfræðingar BaneNOR kanna nú skemmdirnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Stormurinn Hans bar með gríðarlega úrkomu til Skandinavíu og Eystrasaltsríkjanna í síðustu viku. Þúsundir manna þurftu að yfirgefa heimili sín í suðaustanverðum Noregi vegna vatnavaxtanna. Ekki átti að byrja að sjatna í flóðunum fyrr en í fyrsta lagi í dag. Stífla við vatnsaflsvirkjun í ánni Glommu brast undan vatnsþrýstingnum í síðustu viku eftir sjálfvirkar lokur sem áttu að stýra flæði vatns brugðust. Þá fór lest út af sporinu í Svíþjóð þegar flóðvatn gróf undan teinunum. Verdens gang hefur eftir Eivindi Bjurstrøm frá BaneNOR að það muni taka langan tíma að koma brúnni aftur í gagnið. Fyrirtækið eigi bráðabirgðabrýr til reiðu og skoðað verði hvort ástæða sé til þess að taka einhverjar þeirra í notkun.
Noregur Náttúruhamfarir Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira