Hægri popúlisti vann sigur í argentínsku forkosningunum Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2023 07:18 Javier Milei er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. AP Argentínski hægri popúlistinn Javier Milei hlaut í gær flest atkvæði í forkosningunum þar sem landsmenn kusu hverjir munu verða á kjörseðlinum í argentínsku forsetakosningunum sem fram fara í haust. Þegar búið var að telja um 90 prósent atkvæða var Milei með um 30,5 prósent atkvæða. Skylda er fyrir Argentínumenn að kjósa í forkosningunum sem er af mörgum lýst sem generalprufu fyrir sjálfar forsetakosningarnar sem fram fara þann 22. október. Niðurstaða forkosninganna þykir þannig gefa mjög góða vísbendingu um hver sé líklegastur til að verða næsti forseti landsins. Niðurstaðan er talin vera mikið áfall fyrir vinstrihreyfingu Peronista, sem hlutu 27 prósent atkvæða, og sömuleiðis bandalag íhaldsmanna, sem hlaut 28 prósent. Alls var hægt að greiða atkvæði um 22 frambjóðendur og er nú ljóst að þeir þrír sem verða í framboði í október eru Javier Milei, Patricia Bullrich sem er frambjóðandi bandalags mið- og hægriflokka og svo Sergio Massa, efnahagsmálaráðherra í núverandi ríkisstjórn mið- og vinstriflokka. Argentínumenn glíma nú við gríðarleg efnahagsleg vandamál þar sem verðbólga mælist 116 prósent, auk þess sem framfærslukostnaður hefur hækkað mikið og leitt til þess að fjórir af hverjum tíu lifa nú undir fátæktarmörkum. Javier Milei hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum utangarðsmanni. Hann er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, styður hugmyndir um að leggja niður seðlabanka Argentínu, telur loftslagsbreytingar vera blekkingu og vill sömuleiðis heimila sölu líffæra. Þá vill hann losa um hömlur á skotvopnaeign og skipta út gjaldmiðli landsins og að tekinn verði upp bandaríkjadalur. Hinn 52 ára Milei hefur átt sæti í neðri deild argentíska þingsins frá árinu 2021. Núverandi forseti landsins, Alberto Fernandez, jefur glímt við miklar óvinsældir og tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Fréttin hefur verið uppfærð. Argentína Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira
Þegar búið var að telja um 90 prósent atkvæða var Milei með um 30,5 prósent atkvæða. Skylda er fyrir Argentínumenn að kjósa í forkosningunum sem er af mörgum lýst sem generalprufu fyrir sjálfar forsetakosningarnar sem fram fara þann 22. október. Niðurstaða forkosninganna þykir þannig gefa mjög góða vísbendingu um hver sé líklegastur til að verða næsti forseti landsins. Niðurstaðan er talin vera mikið áfall fyrir vinstrihreyfingu Peronista, sem hlutu 27 prósent atkvæða, og sömuleiðis bandalag íhaldsmanna, sem hlaut 28 prósent. Alls var hægt að greiða atkvæði um 22 frambjóðendur og er nú ljóst að þeir þrír sem verða í framboði í október eru Javier Milei, Patricia Bullrich sem er frambjóðandi bandalags mið- og hægriflokka og svo Sergio Massa, efnahagsmálaráðherra í núverandi ríkisstjórn mið- og vinstriflokka. Argentínumenn glíma nú við gríðarleg efnahagsleg vandamál þar sem verðbólga mælist 116 prósent, auk þess sem framfærslukostnaður hefur hækkað mikið og leitt til þess að fjórir af hverjum tíu lifa nú undir fátæktarmörkum. Javier Milei hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum utangarðsmanni. Hann er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, styður hugmyndir um að leggja niður seðlabanka Argentínu, telur loftslagsbreytingar vera blekkingu og vill sömuleiðis heimila sölu líffæra. Þá vill hann losa um hömlur á skotvopnaeign og skipta út gjaldmiðli landsins og að tekinn verði upp bandaríkjadalur. Hinn 52 ára Milei hefur átt sæti í neðri deild argentíska þingsins frá árinu 2021. Núverandi forseti landsins, Alberto Fernandez, jefur glímt við miklar óvinsældir og tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Argentína Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Sjá meira