Páll Bergþórsson hundrað ára í dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 13:44 Páll á 98 ára afmælisdegi sínum, þann 13. ágúst 2021. Vísir/Sigurjón Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri fagnar hundrað ára afmæli í dag. Vísir birti skemmtilega umfjöllun á 98 ára afmæli Páls. Þá sagðist hann enn leggja stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ sagði hann. Þá sagði hann að tími væri til kominn til loftslagsaðgerða. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ sagði Páll á 98 ára afmælisdaginn. Maturinn fjölbreyttari núna Fréttakona Stöðvar 2 náði tali af Páli í síðasta mánuði á árlegu sumargrilli Hrafnistu. Hann hafði sitt að segja um matinn sem boðið var upp á. „Hann er fyrst og fremst orðinn dýrari,“ sagði Páll og hló. „En hann er alltaf að verða fjölbreyttari. Það var ekki mjög fjölbreytt hjá okkur þegar ég var að alast upp eftir 1920.“ Útsýnisflug og fallhlífarstökk á afmælisdaginn Á Facebook síðu sinni segir Páll frá útsýnisflugi sem hann fór í yfir skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins í tilefni afmælisins. Afmæli Páls hafa vægast sagt verið viðburðarík en á 95 ára afmælisdaginn fór hann í fallhlífarstökk. Í samtali við Vísi sagði hann stökkið hafa verið þægilegra og notalegra en hann hafði búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Samkvæmt tölfræði Facebook síðunnar Langlífi voru við árslok 2022 46 einstaklingar yfir hundrað ára gamlir. Það ár varð 31 Íslendingur hundrað ára gamall. Þá var búist við að um tuttugu Íslendingar næðu hundrað ára aldrinum á þessu ári. Páll tilheyrir nú þeim hópi. Tímamót Langlífi Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira
Vísir birti skemmtilega umfjöllun á 98 ára afmæli Páls. Þá sagðist hann enn leggja stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ sagði hann. Þá sagði hann að tími væri til kominn til loftslagsaðgerða. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ sagði Páll á 98 ára afmælisdaginn. Maturinn fjölbreyttari núna Fréttakona Stöðvar 2 náði tali af Páli í síðasta mánuði á árlegu sumargrilli Hrafnistu. Hann hafði sitt að segja um matinn sem boðið var upp á. „Hann er fyrst og fremst orðinn dýrari,“ sagði Páll og hló. „En hann er alltaf að verða fjölbreyttari. Það var ekki mjög fjölbreytt hjá okkur þegar ég var að alast upp eftir 1920.“ Útsýnisflug og fallhlífarstökk á afmælisdaginn Á Facebook síðu sinni segir Páll frá útsýnisflugi sem hann fór í yfir skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins í tilefni afmælisins. Afmæli Páls hafa vægast sagt verið viðburðarík en á 95 ára afmælisdaginn fór hann í fallhlífarstökk. Í samtali við Vísi sagði hann stökkið hafa verið þægilegra og notalegra en hann hafði búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Samkvæmt tölfræði Facebook síðunnar Langlífi voru við árslok 2022 46 einstaklingar yfir hundrað ára gamlir. Það ár varð 31 Íslendingur hundrað ára gamall. Þá var búist við að um tuttugu Íslendingar næðu hundrað ára aldrinum á þessu ári. Páll tilheyrir nú þeim hópi.
Tímamót Langlífi Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira