Velur Taylor Swift tónleika fram yfir kosningabaráttu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2023 15:42 Kristrún er mikill aðdáandi Taylor Swift og hefur verið það frá átján ára aldri. Aðeins eitt ár er á milli þeirra tveggja. vísir Svo gæti farið að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar fari á Taylor Swift tónleika í miðri kosningabaráttu. Kosningar kæmu að minnsta kosti ekki í veg fyrir að hún færi á tónleika, svo mikill aðdáandi er hún. Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali við Kristrúnu í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem slegið var á létta strengi en Kristrún hefur lært meðal annars á píanó og harmonikku. „Ég ætlaði sem unglingur alltaf að gera eitthvað með þetta, svo áttaði ég mig á því að þetta væri kannski ekki mín sterkasta hlið. En ég held lagi,“ segir Kristrún. „Ég kann einhverja hljóma og svona. Faðir minn lét mig læra á harmonikku, hann er Skagfirðingur og það hefur alltaf verið sungið mikið í mínum fjölskylduboðum, ég hélt reyndar að það væri þannig í öllum fjölskylduboðum. Maðurinn minn fékk svo bara áfall þegar hann mætti fyrst í fjölskylduboð og fékk afhenta söngbók.“ Kristrún var beðin um að velja lag sem væri lýsandi fyrir sjálfa sig. Eftir nokkra umhugsun segir Kristrún: „Ég er náttúrulega mikill Taylor Swift aðdáandi. Ég elska kantrí tónlist. Fólki fannst þetta alltaf mjög hallærislægt en er farið að átta sig á því hérna á Íslandi að öll góð lög eru í grunninn kántri. Bó Halldórs, bestu plöturnar hans eru kántrílög með íslenskum texta. Bríet, sem dæmi, er núna komin í kántríið.“ Taylor Swift hafi verið sú fyrsta sem hafi flutt sig yfir í meginstraums-tónlist, segir Kristrún. „Ég er búin að hlusta á Taylor Swift frá því ég var átján ára.“ Aðeins eitt ár er á milli þeirra tveggja, Taylor og Kristrúnar. Taylor er fædd árið 1989 en Kristrún 1988. Taylor hóf tónlistarferilinn árið 2005, þá 17 ára gömul. „Ég get upplýst um það núna, í beinni útsendingu, að ég fékk miða á Taylor Swift tónleika á yfirstandandi tónleikaferðalag. Ég sat yfir tölvunni minni í fjóra klukkutíma í sumar.“ Miðasölurisinn Ticketmaster bað aðdáendur Swift einmitt afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar miðasalan hófst. Dæmi voru um að miðar hafi selst á 2,5-9 milljónir króna í endursölu. „Ég ætla á þessa tónleika. Miðasalan var í júlí þegar var svolítið mikil læti hjá ríkisstjórninni en ég var að vonast til að fá miða um sumarið. Ég hugsaði: „æ ef það verða kosningar næsta vor, þá missi ég af þessum tónleikum. Þannig ég hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi enda á því að þurfa að kaupa miða einhverja helgi þegar það eru kosningar. Ég á kannski ekki að segja þetta opinberlega en mig langar alveg ótrúlega að fara, þetta er bara algjör draumur hjá mér. Ég ræddi þetta fram og til baka við manninn minn. Svo komst ég að í Stokkhólmi hvítasunnuhelgina næstu. Ríkisstjórnin veit núna að þetta er mjög slæm helgi fyrir mig til að fara í kosningar. Ég mun finna leið til að gera þetta, breyti þá helgarferð í dagsferð.“ Samfylkingin Tónlist Bakaríið Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram í viðtali við Kristrúnu í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem slegið var á létta strengi en Kristrún hefur lært meðal annars á píanó og harmonikku. „Ég ætlaði sem unglingur alltaf að gera eitthvað með þetta, svo áttaði ég mig á því að þetta væri kannski ekki mín sterkasta hlið. En ég held lagi,“ segir Kristrún. „Ég kann einhverja hljóma og svona. Faðir minn lét mig læra á harmonikku, hann er Skagfirðingur og það hefur alltaf verið sungið mikið í mínum fjölskylduboðum, ég hélt reyndar að það væri þannig í öllum fjölskylduboðum. Maðurinn minn fékk svo bara áfall þegar hann mætti fyrst í fjölskylduboð og fékk afhenta söngbók.“ Kristrún var beðin um að velja lag sem væri lýsandi fyrir sjálfa sig. Eftir nokkra umhugsun segir Kristrún: „Ég er náttúrulega mikill Taylor Swift aðdáandi. Ég elska kantrí tónlist. Fólki fannst þetta alltaf mjög hallærislægt en er farið að átta sig á því hérna á Íslandi að öll góð lög eru í grunninn kántri. Bó Halldórs, bestu plöturnar hans eru kántrílög með íslenskum texta. Bríet, sem dæmi, er núna komin í kántríið.“ Taylor Swift hafi verið sú fyrsta sem hafi flutt sig yfir í meginstraums-tónlist, segir Kristrún. „Ég er búin að hlusta á Taylor Swift frá því ég var átján ára.“ Aðeins eitt ár er á milli þeirra tveggja, Taylor og Kristrúnar. Taylor er fædd árið 1989 en Kristrún 1988. Taylor hóf tónlistarferilinn árið 2005, þá 17 ára gömul. „Ég get upplýst um það núna, í beinni útsendingu, að ég fékk miða á Taylor Swift tónleika á yfirstandandi tónleikaferðalag. Ég sat yfir tölvunni minni í fjóra klukkutíma í sumar.“ Miðasölurisinn Ticketmaster bað aðdáendur Swift einmitt afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar miðasalan hófst. Dæmi voru um að miðar hafi selst á 2,5-9 milljónir króna í endursölu. „Ég ætla á þessa tónleika. Miðasalan var í júlí þegar var svolítið mikil læti hjá ríkisstjórninni en ég var að vonast til að fá miða um sumarið. Ég hugsaði: „æ ef það verða kosningar næsta vor, þá missi ég af þessum tónleikum. Þannig ég hafði miklar áhyggjur af því að ég myndi enda á því að þurfa að kaupa miða einhverja helgi þegar það eru kosningar. Ég á kannski ekki að segja þetta opinberlega en mig langar alveg ótrúlega að fara, þetta er bara algjör draumur hjá mér. Ég ræddi þetta fram og til baka við manninn minn. Svo komst ég að í Stokkhólmi hvítasunnuhelgina næstu. Ríkisstjórnin veit núna að þetta er mjög slæm helgi fyrir mig til að fara í kosningar. Ég mun finna leið til að gera þetta, breyti þá helgarferð í dagsferð.“
Samfylkingin Tónlist Bakaríið Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“