Enn á lífi þökk sé systur sinni Máni Snær Þorláksson skrifar 2. ágúst 2023 13:38 Jamie Foxx þakkar systur sinni fyrir að hafa bjargað lífi sínu. EPA/NINA PROMMER Bandaríski leikarinn Jamie Foxx segir að það sé systur sinni að þakka að hann sé ennþá á lífi í dag. Leikarinn lagðist inn á sjúkrahús fyrr á árinu en hefur ekki gefaið upp mörg smáatriði varðandi það hvað kom fyrir. „Án þín þá væri ég ekki hér... ef þú hefðir ekki tekið þessar ákvarðanir sem þú tókst þá hefði ég týnt lífinu mínu,“ segir Foxx í afmæliskveðju til systur sinnar, Deidra Dixon, sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég elska þig að eilífu, til hamingju með afmælið.“ Greint var frá því í apríl á þessu ári að Foxx hafi lagst inn á sjúkrahús vegna heilsufarslegra vandamála. Þá kom fram að hann væri á batavegi. Litlar upplýsingar voru þó um það hvað hefði komið fyrir. Það leið töluverður tími þar til það komu meiri upplýsingar í ljós. Foxx birti myndband á Instagram rúmum þremur mánuðum eftir að hann lagðist inn á sjúkrahús og tjáði sig um það sem gerðist. Hann gaf þó ekki upp mikið af smáatriðum. „Ég gekk í gegnum eitthvað sem ég hélt að ég þyrfti aldrei að ganga í gegnum,“ segir leikarinn í því myndbandi. „Ég veit að mörg ykkar voru að bíða og þið vilduð fá uppfærslu á stöðu mála en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá vildi ég ekki að þið sæjuð mig eins og ég var.“ Foxx segir þó að það að hann hafi ekki tjáð sig hafi ollið því að fólk fór að slúðra um hvað hefði gerst. Til að mynda voru getgátur um að hann hefði orðið blindur eða lamast en hann þvertók fyrir það. Þó vildi hann ekki segja mikið um hvað hefði nákvæmlega gerst. „En ég gekk í gegnum... ég fór til helvítis og til baka,“ segir Foxx sem fullvissar svo aðdáendur sína að hann sé ekki að leggjast í helgan stein. „Ég sný aftur og ég get unnið.“ Hollywood Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
„Án þín þá væri ég ekki hér... ef þú hefðir ekki tekið þessar ákvarðanir sem þú tókst þá hefði ég týnt lífinu mínu,“ segir Foxx í afmæliskveðju til systur sinnar, Deidra Dixon, sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég elska þig að eilífu, til hamingju með afmælið.“ Greint var frá því í apríl á þessu ári að Foxx hafi lagst inn á sjúkrahús vegna heilsufarslegra vandamála. Þá kom fram að hann væri á batavegi. Litlar upplýsingar voru þó um það hvað hefði komið fyrir. Það leið töluverður tími þar til það komu meiri upplýsingar í ljós. Foxx birti myndband á Instagram rúmum þremur mánuðum eftir að hann lagðist inn á sjúkrahús og tjáði sig um það sem gerðist. Hann gaf þó ekki upp mikið af smáatriðum. „Ég gekk í gegnum eitthvað sem ég hélt að ég þyrfti aldrei að ganga í gegnum,“ segir leikarinn í því myndbandi. „Ég veit að mörg ykkar voru að bíða og þið vilduð fá uppfærslu á stöðu mála en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá vildi ég ekki að þið sæjuð mig eins og ég var.“ Foxx segir þó að það að hann hafi ekki tjáð sig hafi ollið því að fólk fór að slúðra um hvað hefði gerst. Til að mynda voru getgátur um að hann hefði orðið blindur eða lamast en hann þvertók fyrir það. Þó vildi hann ekki segja mikið um hvað hefði nákvæmlega gerst. „En ég gekk í gegnum... ég fór til helvítis og til baka,“ segir Foxx sem fullvissar svo aðdáendur sína að hann sé ekki að leggjast í helgan stein. „Ég sný aftur og ég get unnið.“
Hollywood Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira