Mexíkóskt fylki bannar söngtexta sem innihalda kvenfyrirlitningu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2023 13:53 Lögin gætu haft áhrif á framkomu púertóríkóska tónlistarmannsins Bad Bunny í fylkinu, en hann er einn af vinsælustu tónlistarmönnum Mexíkó. AP Yfirvöld í Chihuahua-fylki í Norðvestur-Mexíkó hafa bannað lifandi flutning tónlistarmanna á söngtextum sem hvetja til ofbeldis gagnvart konum. Í frétt The Guardian segir að nú geti tónlistarfólk hlotið sektir upp á meira en níu milljónir króna fyrir að flytja lög í fylkinu þar sem textinn eflir til ofbeldis gegn konum. Patricia Ulate, borgarfulltrúi í Chihuahua-borg, segir mikla ofbeldismenningu ríkja og allar aðgerðir til þess að sporna gegn kynbundu ofbeldi telji. Tilkynningum um heimilisofbeldi í Chihuahua-borg hafi fjölgað hratt nýverið. Þá komi peningurinn sem safnast við sektanirnar til með að renna til stofnana sem styðja við konur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Ofbeldisfaraldur í Chihuahua-borg Marco Bonilla, borgarstjóri Chihuahua-borgar, segir að ofbeldisfaraldur standi nú yfir í borginni. Að sjö af hverjum tíu símtölum sem berast lögreglunni í borginni tengist heimilisofbeldi. Hann segir lifandi flutning á tónlist sem hlutgeri konur teljist til ofbeldis. Lögin ógni frelsi Bannið gæti haft talsverð áhrif á tónleikahald í fylkinu. Til að mynda eru líkur á að tónlistarmönnunum Bad Bunny og Peso Pluma, sem eru meðal þeirra vinsælustu í landinu um þessar mundir, verði ekki heimilt að flytja tónleika í fylkinu sökum kvenfyrirlitningar í söngtextum þeirra. Ekki er einróma fögnuður yfir nýju lögunum en Fransisco Sánchez, þingmaður Chihuahua fylkis sagði lögin gagnslaus og gamaldags, auk þess sem þau ógni frelsi og fari gegn stjórnarskrá Mexíkó. Mexíkó Tónlist Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Í frétt The Guardian segir að nú geti tónlistarfólk hlotið sektir upp á meira en níu milljónir króna fyrir að flytja lög í fylkinu þar sem textinn eflir til ofbeldis gegn konum. Patricia Ulate, borgarfulltrúi í Chihuahua-borg, segir mikla ofbeldismenningu ríkja og allar aðgerðir til þess að sporna gegn kynbundu ofbeldi telji. Tilkynningum um heimilisofbeldi í Chihuahua-borg hafi fjölgað hratt nýverið. Þá komi peningurinn sem safnast við sektanirnar til með að renna til stofnana sem styðja við konur sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Ofbeldisfaraldur í Chihuahua-borg Marco Bonilla, borgarstjóri Chihuahua-borgar, segir að ofbeldisfaraldur standi nú yfir í borginni. Að sjö af hverjum tíu símtölum sem berast lögreglunni í borginni tengist heimilisofbeldi. Hann segir lifandi flutning á tónlist sem hlutgeri konur teljist til ofbeldis. Lögin ógni frelsi Bannið gæti haft talsverð áhrif á tónleikahald í fylkinu. Til að mynda eru líkur á að tónlistarmönnunum Bad Bunny og Peso Pluma, sem eru meðal þeirra vinsælustu í landinu um þessar mundir, verði ekki heimilt að flytja tónleika í fylkinu sökum kvenfyrirlitningar í söngtextum þeirra. Ekki er einróma fögnuður yfir nýju lögunum en Fransisco Sánchez, þingmaður Chihuahua fylkis sagði lögin gagnslaus og gamaldags, auk þess sem þau ógni frelsi og fari gegn stjórnarskrá Mexíkó.
Mexíkó Tónlist Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira