Óvæntur og sögulegur sigur á HM kvenna í morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 07:36 Sarina Bolden fagnar sigurmarki sínu í nótt. Sögulegt mark sem tryggði sögulegan sigur. Getty/Catherine Ivill Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta hófst með óvæntum sigri Nýsjálendinga og önnur umferð riðlakeppninnar hófst með óvæntu tapi Nýsjálendinga í nótt. Filippseyjar unnu þá sögulegan 1-0 sigur á Nýja Sjálandi. Þetta er ekki bara fyrsti sigur liðsins á HM heldur var sigurmarkið einnig fyrsta mark Filippseyja í sögu HM kvenna. Eina mark leiksins skoraði Sarina Bolden eftir 24 mínútna leik. Markið kom eftir fast leikatriði og Bolden skallaði í markið af stuttu færi. Nýsjálendingar voru í stórsókn mestan hluta leiksins og skoruðu meira að segja eitt mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Olivia McDaniel átti stórleik i marki Filippseyja og allt liðið fagnaði gríðarlega í leikslok enda höfðu þær komið öllum á óvart með þessari frammistöðu. Filippseyjar höfðu tapað 2-0 á móti Sviss í fyrsta leik sínum en Nýja Sjáland vann þá mjög óvæntan 1-0 sigur á Noregi. Noregur og Sviss mætast á eftir og það verður mjög fróðlegur leikur eftir þessi úrslit. Þór/KA leikmennirnir Tahnai Annis og Dominique Randle komu báðar inn á sem varamenn hjá Filippseyjum þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Í nótt vann Kólumbía 2-0 sigur á Suður Kóreu í lokaleik fyrstu umferðar riðlakeppninnar. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum, fyrst skoraði Catalina Usme úr víti og svo bætti Linda Caicedo við öðru marki. Caicedo er aðeins átján ára gömul. Suður-kóreska knattspyrnukonan Casey Phair setti met í HM þegar hún kom inn á í leiknum en hún er yngsti leikmaður HM frá upphafi. Hún er aðeins 16 ára og 26 daga gömul. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira
Filippseyjar unnu þá sögulegan 1-0 sigur á Nýja Sjálandi. Þetta er ekki bara fyrsti sigur liðsins á HM heldur var sigurmarkið einnig fyrsta mark Filippseyja í sögu HM kvenna. Eina mark leiksins skoraði Sarina Bolden eftir 24 mínútna leik. Markið kom eftir fast leikatriði og Bolden skallaði í markið af stuttu færi. Nýsjálendingar voru í stórsókn mestan hluta leiksins og skoruðu meira að segja eitt mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Olivia McDaniel átti stórleik i marki Filippseyja og allt liðið fagnaði gríðarlega í leikslok enda höfðu þær komið öllum á óvart með þessari frammistöðu. Filippseyjar höfðu tapað 2-0 á móti Sviss í fyrsta leik sínum en Nýja Sjáland vann þá mjög óvæntan 1-0 sigur á Noregi. Noregur og Sviss mætast á eftir og það verður mjög fróðlegur leikur eftir þessi úrslit. Þór/KA leikmennirnir Tahnai Annis og Dominique Randle komu báðar inn á sem varamenn hjá Filippseyjum þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Í nótt vann Kólumbía 2-0 sigur á Suður Kóreu í lokaleik fyrstu umferðar riðlakeppninnar. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum, fyrst skoraði Catalina Usme úr víti og svo bætti Linda Caicedo við öðru marki. Caicedo er aðeins átján ára gömul. Suður-kóreska knattspyrnukonan Casey Phair setti met í HM þegar hún kom inn á í leiknum en hún er yngsti leikmaður HM frá upphafi. Hún er aðeins 16 ára og 26 daga gömul.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Sjá meira