Óvæntur og sögulegur sigur á HM kvenna í morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 07:36 Sarina Bolden fagnar sigurmarki sínu í nótt. Sögulegt mark sem tryggði sögulegan sigur. Getty/Catherine Ivill Heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta hófst með óvæntum sigri Nýsjálendinga og önnur umferð riðlakeppninnar hófst með óvæntu tapi Nýsjálendinga í nótt. Filippseyjar unnu þá sögulegan 1-0 sigur á Nýja Sjálandi. Þetta er ekki bara fyrsti sigur liðsins á HM heldur var sigurmarkið einnig fyrsta mark Filippseyja í sögu HM kvenna. Eina mark leiksins skoraði Sarina Bolden eftir 24 mínútna leik. Markið kom eftir fast leikatriði og Bolden skallaði í markið af stuttu færi. Nýsjálendingar voru í stórsókn mestan hluta leiksins og skoruðu meira að segja eitt mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Olivia McDaniel átti stórleik i marki Filippseyja og allt liðið fagnaði gríðarlega í leikslok enda höfðu þær komið öllum á óvart með þessari frammistöðu. Filippseyjar höfðu tapað 2-0 á móti Sviss í fyrsta leik sínum en Nýja Sjáland vann þá mjög óvæntan 1-0 sigur á Noregi. Noregur og Sviss mætast á eftir og það verður mjög fróðlegur leikur eftir þessi úrslit. Þór/KA leikmennirnir Tahnai Annis og Dominique Randle komu báðar inn á sem varamenn hjá Filippseyjum þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Í nótt vann Kólumbía 2-0 sigur á Suður Kóreu í lokaleik fyrstu umferðar riðlakeppninnar. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum, fyrst skoraði Catalina Usme úr víti og svo bætti Linda Caicedo við öðru marki. Caicedo er aðeins átján ára gömul. Suður-kóreska knattspyrnukonan Casey Phair setti met í HM þegar hún kom inn á í leiknum en hún er yngsti leikmaður HM frá upphafi. Hún er aðeins 16 ára og 26 daga gömul. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Filippseyjar unnu þá sögulegan 1-0 sigur á Nýja Sjálandi. Þetta er ekki bara fyrsti sigur liðsins á HM heldur var sigurmarkið einnig fyrsta mark Filippseyja í sögu HM kvenna. Eina mark leiksins skoraði Sarina Bolden eftir 24 mínútna leik. Markið kom eftir fast leikatriði og Bolden skallaði í markið af stuttu færi. Nýsjálendingar voru í stórsókn mestan hluta leiksins og skoruðu meira að segja eitt mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Olivia McDaniel átti stórleik i marki Filippseyja og allt liðið fagnaði gríðarlega í leikslok enda höfðu þær komið öllum á óvart með þessari frammistöðu. Filippseyjar höfðu tapað 2-0 á móti Sviss í fyrsta leik sínum en Nýja Sjáland vann þá mjög óvæntan 1-0 sigur á Noregi. Noregur og Sviss mætast á eftir og það verður mjög fróðlegur leikur eftir þessi úrslit. Þór/KA leikmennirnir Tahnai Annis og Dominique Randle komu báðar inn á sem varamenn hjá Filippseyjum þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Í nótt vann Kólumbía 2-0 sigur á Suður Kóreu í lokaleik fyrstu umferðar riðlakeppninnar. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleiknum, fyrst skoraði Catalina Usme úr víti og svo bætti Linda Caicedo við öðru marki. Caicedo er aðeins átján ára gömul. Suður-kóreska knattspyrnukonan Casey Phair setti met í HM þegar hún kom inn á í leiknum en hún er yngsti leikmaður HM frá upphafi. Hún er aðeins 16 ára og 26 daga gömul.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira