Efsta stéttin sé með vanstilltan siðferðiskompás Máni Snær Þorláksson skrifar 24. júlí 2023 13:19 Vilhjálmur gagnrýnir starfslokasamning Birnu Einarsdóttur harðlega en Birna fær 56,6 milljónir fyrir að láta af störfum sem bankastjóri Íslandsbanka Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, furðar sig á því að bankastjóri Íslandsbanka hafi verið með tæpar 57 milljónir í starfslokasamning. Það komi honum hins vegar ekki á óvart, efsta stéttin hér á landi sé með vanstilltan siðferðiskompás. „Það virðist vera sem það gildi allt önnur lögmál varðandi efri lög þessa samfélags heldur en almenning í þessu landi,“ segir Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni. Hann nefnir sem dæmi að þegar fólk fremji lögbrot í starfi eða veldur fyrirtæki sínu tjóni þá fái það ekki neitt í líkingu við það sem Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka, fékk fyrir að láta af störfum. „Þegar okkar félagsmenn verða uppvísir af því að fremja einhvers konar lögbrot eða valda sínu fyrirtæki tjóni þá gilda þær leikreglur á íslenskum vinnumarkaði að viðkomandi aðili fær svokallaða fyrirvaralausa uppsögn.“ Það sé þegar starfsfólki er sagt upp án þess að það eigi neinn möguleika á því að fá uppsagnarfrest sinn greiddan. Vilhjálmur bendir á að Íslandbanki þurfi að greiða sáttarsekt sem nemur 1,2 milljörðum króna vegna lögbrota í tengslum við söluna á bankanum. „Ég get bara fullyrt það að ekki einn einasti launamaður á íslenskum vinnumarkaði sem yrði uppvís að því að bera ábyrgð á því að slíkt tjón myndi eiga sér stað hjá einhverju fyrirtæki að hann fengi uppsaganarfrest sinn greiddan.“ Gildi önnur lögmál um „þetta fólk“ Vilhjálmur segir að það taki verkafólk á hefðbundnum kauptaxta um tólf ár að ná upp í þá upphæð sem starfslokasamningur Birnu felur í sér. Séu meðal heildarlaun á Íslandi tekin taki það um fimm og hálft ár. „Það er alltaf talað um að þetta fólk beri svo ofboðselga mikla ábyrgð en ábyrgðin ristir ekki dýpra heldur en þetta að ofan á það allt saman gilda allt önnur lögmál um þetta fólk heldur en allt annað launafólk á íslenskum vinnumarkaði.“ Þá segir Vilhjálmur að það verði gaman að ræða þetta við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðunum í ljósi þess að Birna hefur setið í stjórn samtakanna og tók þátt í að skrifa undir þá síðast. Það sé spurning hvort það eigi að lengja uppsagnarfrest upp í tólf mánuði. „Síðan til viðbótar ef að fólk brýtur lög, hvort það eigi að fá uppsagnarfrest sinn greiddan eins og í þessu tilfelli.“ Tvöföld mánaðarlaun forsætisráðherra Að mati Vilhjálms er verið að senda ofboðslega röng skilaboð út í samfélagið. Hann sé ekki á því að þegar fólk veldur sínu fyrirtæki stórfelldum skaða að það eigi þá rétt á greiðslu sem þessari sem Birna fær. „Það er nefnilega einfaldlega þannig að siðferðiskompás þessa ágæta fólks sem er í efsta lagi þessa samfélags, hann er bara eitthvað vanstilltur. Þetta er bara dálítið svona: Ég á þetta, ég má þetta.“ Þá vekur Vilhjálmur athygli á því að fimm milljónir á mánuði, það er upphæðin sem Birna fær vegna starfslokanna, sé tvöföld laun forsætisráðherra. „Svo er alltaf talað um að þetta er svo eftirsóknarvert fólk, það sé svo mikil ábyrgð sem fylgir þessum störfum. Hver er síðan ábyrgðin þegar á reynir?“ Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
„Það virðist vera sem það gildi allt önnur lögmál varðandi efri lög þessa samfélags heldur en almenning í þessu landi,“ segir Vilhjálmur í Bítinu á Bylgjunni. Hann nefnir sem dæmi að þegar fólk fremji lögbrot í starfi eða veldur fyrirtæki sínu tjóni þá fái það ekki neitt í líkingu við það sem Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka, fékk fyrir að láta af störfum. „Þegar okkar félagsmenn verða uppvísir af því að fremja einhvers konar lögbrot eða valda sínu fyrirtæki tjóni þá gilda þær leikreglur á íslenskum vinnumarkaði að viðkomandi aðili fær svokallaða fyrirvaralausa uppsögn.“ Það sé þegar starfsfólki er sagt upp án þess að það eigi neinn möguleika á því að fá uppsagnarfrest sinn greiddan. Vilhjálmur bendir á að Íslandbanki þurfi að greiða sáttarsekt sem nemur 1,2 milljörðum króna vegna lögbrota í tengslum við söluna á bankanum. „Ég get bara fullyrt það að ekki einn einasti launamaður á íslenskum vinnumarkaði sem yrði uppvís að því að bera ábyrgð á því að slíkt tjón myndi eiga sér stað hjá einhverju fyrirtæki að hann fengi uppsaganarfrest sinn greiddan.“ Gildi önnur lögmál um „þetta fólk“ Vilhjálmur segir að það taki verkafólk á hefðbundnum kauptaxta um tólf ár að ná upp í þá upphæð sem starfslokasamningur Birnu felur í sér. Séu meðal heildarlaun á Íslandi tekin taki það um fimm og hálft ár. „Það er alltaf talað um að þetta fólk beri svo ofboðselga mikla ábyrgð en ábyrgðin ristir ekki dýpra heldur en þetta að ofan á það allt saman gilda allt önnur lögmál um þetta fólk heldur en allt annað launafólk á íslenskum vinnumarkaði.“ Þá segir Vilhjálmur að það verði gaman að ræða þetta við Samtök atvinnulífsins í kjaraviðræðunum í ljósi þess að Birna hefur setið í stjórn samtakanna og tók þátt í að skrifa undir þá síðast. Það sé spurning hvort það eigi að lengja uppsagnarfrest upp í tólf mánuði. „Síðan til viðbótar ef að fólk brýtur lög, hvort það eigi að fá uppsagnarfrest sinn greiddan eins og í þessu tilfelli.“ Tvöföld mánaðarlaun forsætisráðherra Að mati Vilhjálms er verið að senda ofboðslega röng skilaboð út í samfélagið. Hann sé ekki á því að þegar fólk veldur sínu fyrirtæki stórfelldum skaða að það eigi þá rétt á greiðslu sem þessari sem Birna fær. „Það er nefnilega einfaldlega þannig að siðferðiskompás þessa ágæta fólks sem er í efsta lagi þessa samfélags, hann er bara eitthvað vanstilltur. Þetta er bara dálítið svona: Ég á þetta, ég má þetta.“ Þá vekur Vilhjálmur athygli á því að fimm milljónir á mánuði, það er upphæðin sem Birna fær vegna starfslokanna, sé tvöföld laun forsætisráðherra. „Svo er alltaf talað um að þetta er svo eftirsóknarvert fólk, það sé svo mikil ábyrgð sem fylgir þessum störfum. Hver er síðan ábyrgðin þegar á reynir?“
Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Kjaramál Íslandsbanki Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira