Æsispennandi kosningabarátta á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. júlí 2023 14:02 Leiðtogar þriggja flokka sem bjóða fram á landsvísu mættust í lokaumræðum í spænska ríkissjónvarpinu sl. miðvikudagskvöld. Talið frá vinstri: Santiago Abascal (VOX), Yolanda Díaz (Sumar) og Pedro Sánchez (PSOE). Það vakti mikla undrun og sætti gagnrýni að formaður hægri flokksins Partido Popular, Alberto Feijóo, ákvað að taka ekki þátt í umræðunum og telja stjórnmálaskýrendur það hafa verið mikil mistök í ljósi þess hve hnífjöfn kosningabaráttan er. Cesar Luis de Luca/Getty Images Spánverjar ganga að kjörborðinu á morgun í steikjandi hita. Þingkosningarnar hafa sjaldan eða aldrei verið jafn spennandi og ógjörningur að spá fyrir um hvort vinstri samsteypustjórnin haldi velli eða hvort við völdum taki ríkisstjórn hægri flokkanna. Hnausþykkar stefnuskrár Það er ekkert áhlaupaverk að kynna sér stefnumál flokkanna fjögurra sem bjóða fram á landsvísu í spænsku þingkosningunum. Stefnuskrár flokkanna eru samtals 758 blaðsíður, allt frá 108 blaðsíðum Lýðflokksins, hins borgaralega hægri flokks upp í 272 blaðsíður sósíalista. Helstu átakamálin eru eins og títt er um kosningar húsnæðismál, sem eru gríðarlegt vandamál hér á Spáni, atvinnumál, efnahagsmál, mennta- og heilbrigðismál. Í grófum dráttum þá sér maður flokkana yst til hægri og vinstri, VOX og Sumar, lofa hærri launum og lægri sköttum, enda hafa þeir gjarnan verið skilgreindir sem popúlistar sem leggja meira upp úr því að laða kjósendur að með gylliboðum. Stóru flokkarnir bítast um efnahagsmál Stóru turnarnir, Sósíalistaflokkurinn sem hefur leitt fyrstu samsteypustjórn á lýðræðistímum síðustu fjögur árin og hægri flokkurinn Lýðflokkurinn hafa tekist hart á um efnahagsmál. Lýðflokkurinn bendir á að ríkisstjórn sósíalista hafi safnað gríðarlegum skuldum á síðustu árum, en að þrátt fyrir það hafi kjör almennings lítið sem ekkert batnað. Þetta staðfesta nýjustu tölur frá Seðlabanka Spánar. Pedro Sánchez forsætisráðherra bendir hins vegar réttilega á að atvinnuástandið hafi batnað verulega á síðustu mánuðum og að engu landi Evrópusambandsins hafi tekist að lækka verðbólgu eins hratt á einu ári, en fyrir ári var verðbólga hér í landi um 10 prósent, en er núna komin niður fyrir 2 prósent. Ákvað að taka ekki þátt í lokaumræðum í sjónvarpinu Feijóo, formaður Lýðflokksins, þótti standa sig betur en Sánchez í sjónvarpseinvígi þeirra fyrir tveimur vikum, en hins vakti það athygli, undrun og hreinlega reiði margra að flokkurinn skyldi hreinlega neita að taka þátt í lokaumræðum flokkanna í ríkissjónvarpinu á miðvikudagskvöldið. Staðan er hnífjöfn, skoðanakannanir eru bannaðar síðustu vikuna fyrir kosningar og því má líkja þessu við æsispennandi íþróttaleik, þar sem úrslitin ráðast á síðustu mínútu um hvort Spánverja bíður áframhaldandi vinstri stjórn næstu fjögur árin eða hvort við tekur 2ja flokka hægri stjórn þar sem öfgahægriflokkur kæmist til valda í fyrsta sinn síðan lýðræði var endurreist á Spáni fyrir rúmlega 40 árum. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Hnausþykkar stefnuskrár Það er ekkert áhlaupaverk að kynna sér stefnumál flokkanna fjögurra sem bjóða fram á landsvísu í spænsku þingkosningunum. Stefnuskrár flokkanna eru samtals 758 blaðsíður, allt frá 108 blaðsíðum Lýðflokksins, hins borgaralega hægri flokks upp í 272 blaðsíður sósíalista. Helstu átakamálin eru eins og títt er um kosningar húsnæðismál, sem eru gríðarlegt vandamál hér á Spáni, atvinnumál, efnahagsmál, mennta- og heilbrigðismál. Í grófum dráttum þá sér maður flokkana yst til hægri og vinstri, VOX og Sumar, lofa hærri launum og lægri sköttum, enda hafa þeir gjarnan verið skilgreindir sem popúlistar sem leggja meira upp úr því að laða kjósendur að með gylliboðum. Stóru flokkarnir bítast um efnahagsmál Stóru turnarnir, Sósíalistaflokkurinn sem hefur leitt fyrstu samsteypustjórn á lýðræðistímum síðustu fjögur árin og hægri flokkurinn Lýðflokkurinn hafa tekist hart á um efnahagsmál. Lýðflokkurinn bendir á að ríkisstjórn sósíalista hafi safnað gríðarlegum skuldum á síðustu árum, en að þrátt fyrir það hafi kjör almennings lítið sem ekkert batnað. Þetta staðfesta nýjustu tölur frá Seðlabanka Spánar. Pedro Sánchez forsætisráðherra bendir hins vegar réttilega á að atvinnuástandið hafi batnað verulega á síðustu mánuðum og að engu landi Evrópusambandsins hafi tekist að lækka verðbólgu eins hratt á einu ári, en fyrir ári var verðbólga hér í landi um 10 prósent, en er núna komin niður fyrir 2 prósent. Ákvað að taka ekki þátt í lokaumræðum í sjónvarpinu Feijóo, formaður Lýðflokksins, þótti standa sig betur en Sánchez í sjónvarpseinvígi þeirra fyrir tveimur vikum, en hins vakti það athygli, undrun og hreinlega reiði margra að flokkurinn skyldi hreinlega neita að taka þátt í lokaumræðum flokkanna í ríkissjónvarpinu á miðvikudagskvöldið. Staðan er hnífjöfn, skoðanakannanir eru bannaðar síðustu vikuna fyrir kosningar og því má líkja þessu við æsispennandi íþróttaleik, þar sem úrslitin ráðast á síðustu mínútu um hvort Spánverja bíður áframhaldandi vinstri stjórn næstu fjögur árin eða hvort við tekur 2ja flokka hægri stjórn þar sem öfgahægriflokkur kæmist til valda í fyrsta sinn síðan lýðræði var endurreist á Spáni fyrir rúmlega 40 árum.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira