Sagði „Æi, fjandinn hafi það“ og skaut 95 ára konu með rafbyssu Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2023 11:03 Clare Nowland dó nokkrum dögum eftir atvikið. Saksóknarar í Ástralíu segja lögregluþjóna sem beittu rafbyssu gegn 95 ára gamalli konu með elliglöp hafa beitt óhóflega miklu valdi. Konan, sem hét Clare Nowland, féll í gólfið og höfuðkúpubrotnaði þegar hún var beitt rafbyssunni. Þá dó hún nokkrum dögum síðar. Þegar hún var skotin með rafbyssunni var Nowland sögð nálgast tvo lögregluþjóna hægt með göngugrind og með hníf í hendi. Lögregluþjónarnir munu hafa skipað henni fjórum sinnum að leggja frá sér hnífinn. „Æi, fjandinn hafi það,“ mun lögregluþjónninn Kristian White hafa sagt, rétt áður en hann skaut hana með rafbyssunni, samkvæmt frétt ástralska ríkisútvarpsins. Þá mun Nowland hafa staðið kyrr en með hnífinn í hendinni og á lofti. White hefur verið ákærður en hefur ekki enn lýst yfir sekt eða sakleysi. Hann mun þurfa að mæta fyrir dómara í september. Lögregluþjónar voru kallaðir til að dvalarheimilinu þar sem Nowland bjó eftir að hún sást ganga um með tvo hnífa. Hún neitaði að leggja þá frá sér þegar starfsmenn dvalarheimilisins fóru fram á það. Seinna meir sást hún með hnífana inn í herbergi annars íbúa dvalarheimilisins. Starfsmenn náðu ekki í fjölskyldu hennar og hringdu þá eftir aðstoð. Þeir sögðust hafa viljað fá sjúkraflutningamenn til að deyfa hana. Þá reyndi hún að kasta einum hnífanna í starfsmann. Þegar lögregluþjóna og sjúkraflutningamenn bar að garði, gekk Nowland í áttina að þeim „mjög hægt“, eins og segir í skýrslu saksóknara, og með hinn hnífinn í hendinni. Hún beindi hnífnum að hinum lögregluþjóninum og þá tók White upp rafbyssuna. Hann sagði Nowland að stoppa og leggja frá sér hnífinn en það gerði hún ekki. „Æi, fjandinn hafi það (na, bugger it),“ sagði White þá og skaut Nowland sem féll í gólfið. Fjölskylda Nowland segir innihald áðurnefndrar skýrslu saksóknara vera sjokkerandi og hafa þau beðið um næði á meðan þau melta þessar nýjustu vendingar. Ástralía Rafbyssur Tengdar fréttir Aldraða konan sem var skotin með rafbyssu er látin Eldri áströlsk kona sem skotin var með rafbyssu á dögunum er látin. Lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að skjóta hina 95 ára gömlu Clare Nowland með rafbyssu þegar hún nálgaðist hann hægt á göngugrind en með hníf í hendi. 24. maí 2023 12:01 Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. 19. maí 2023 13:37 Mikil reiði eftir að 95 ára gömul kona með göngugrind var skotin með rafbyssu Mikil reiði er nú í garð lögreglunnar í Ástralíu eftir að 95 ára gömul kona sem býr á elliheimili í bænum Cooma var skotin með rafbyssu. 19. maí 2023 07:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þegar hún var skotin með rafbyssunni var Nowland sögð nálgast tvo lögregluþjóna hægt með göngugrind og með hníf í hendi. Lögregluþjónarnir munu hafa skipað henni fjórum sinnum að leggja frá sér hnífinn. „Æi, fjandinn hafi það,“ mun lögregluþjónninn Kristian White hafa sagt, rétt áður en hann skaut hana með rafbyssunni, samkvæmt frétt ástralska ríkisútvarpsins. Þá mun Nowland hafa staðið kyrr en með hnífinn í hendinni og á lofti. White hefur verið ákærður en hefur ekki enn lýst yfir sekt eða sakleysi. Hann mun þurfa að mæta fyrir dómara í september. Lögregluþjónar voru kallaðir til að dvalarheimilinu þar sem Nowland bjó eftir að hún sást ganga um með tvo hnífa. Hún neitaði að leggja þá frá sér þegar starfsmenn dvalarheimilisins fóru fram á það. Seinna meir sást hún með hnífana inn í herbergi annars íbúa dvalarheimilisins. Starfsmenn náðu ekki í fjölskyldu hennar og hringdu þá eftir aðstoð. Þeir sögðust hafa viljað fá sjúkraflutningamenn til að deyfa hana. Þá reyndi hún að kasta einum hnífanna í starfsmann. Þegar lögregluþjóna og sjúkraflutningamenn bar að garði, gekk Nowland í áttina að þeim „mjög hægt“, eins og segir í skýrslu saksóknara, og með hinn hnífinn í hendinni. Hún beindi hnífnum að hinum lögregluþjóninum og þá tók White upp rafbyssuna. Hann sagði Nowland að stoppa og leggja frá sér hnífinn en það gerði hún ekki. „Æi, fjandinn hafi það (na, bugger it),“ sagði White þá og skaut Nowland sem féll í gólfið. Fjölskylda Nowland segir innihald áðurnefndrar skýrslu saksóknara vera sjokkerandi og hafa þau beðið um næði á meðan þau melta þessar nýjustu vendingar.
Ástralía Rafbyssur Tengdar fréttir Aldraða konan sem var skotin með rafbyssu er látin Eldri áströlsk kona sem skotin var með rafbyssu á dögunum er látin. Lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að skjóta hina 95 ára gömlu Clare Nowland með rafbyssu þegar hún nálgaðist hann hægt á göngugrind en með hníf í hendi. 24. maí 2023 12:01 Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. 19. maí 2023 13:37 Mikil reiði eftir að 95 ára gömul kona með göngugrind var skotin með rafbyssu Mikil reiði er nú í garð lögreglunnar í Ástralíu eftir að 95 ára gömul kona sem býr á elliheimili í bænum Cooma var skotin með rafbyssu. 19. maí 2023 07:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Aldraða konan sem var skotin með rafbyssu er látin Eldri áströlsk kona sem skotin var með rafbyssu á dögunum er látin. Lögregluþjónn hefur verið ákærður fyrir að skjóta hina 95 ára gömlu Clare Nowland með rafbyssu þegar hún nálgaðist hann hægt á göngugrind en með hníf í hendi. 24. maí 2023 12:01
Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. 19. maí 2023 13:37
Mikil reiði eftir að 95 ára gömul kona með göngugrind var skotin með rafbyssu Mikil reiði er nú í garð lögreglunnar í Ástralíu eftir að 95 ára gömul kona sem býr á elliheimili í bænum Cooma var skotin með rafbyssu. 19. maí 2023 07:03