„Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júlí 2023 13:04 Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis- orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. Skýrslan er skrifuð af umhverfissamtökunum Transport and Environment. Í henni kemur fram að þau 218 skip sem sigldu um hafnir Evrópu í fyrra losuðu jafn miklum brennisteinsoxíð og einn milljarður fólksbíla og að á Íslandi hafi þau losað meira en allur bílafloti landsins. Mengun er meiri, samkvæmt skýrslunni, en fyrir heimsfaraldur Covid og mest á Spáni og Ítalíu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart og að áríðandi sé að ljúka rafvæðingu hafnanna. Þá bendir hann á komin sé gjaldtaka en að það verði einnig að líta líka til náttúruverndar og loftslagsmála. „Það kostar auðvitað fjármuni að rafvæða en það eiga að geta komið tekjur á móti. Þessi skip eiga ekki að vera að spúa í höfnum landsins. Það er ekki bara slæmt fyrir loftgæðin heldur líka er það beinn kostnaður þegar kemur að losun hér,“ segir Guðlaugur og að í ofanálag auki þetta álag á ferðamannastaði. „Við höfum verið að vinna þetta með menningar- og viðskiptaráðuneytinu og það liggur alveg fyrir að eitt af stóru verkefnunum er að rafvæða hafnirnar,“ segir Guðlaugur og að Faxaflóahafnir sé byrjaðar og Hafnarfjarðarhafnir séu búnar að klára verkefnið. Ekki bara ávinningur „Það verður að líta til allra þátta þegar maður metur ávinning af skemmtiferðaskipum. Það er ekki bara ávinningur, maður þarf líka að líta til þess hvað þau eru að menga hér á landinu og hvaða áhrif það hefur á ferðamannastaðina. Hvað það skilur eftir fyrir okkur Íslendinga.“ Hann segir að í ráðuneytinu sé verið að undirbúa ýmsar aðgerðir til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum. Spurður hvort að það komi til greina að takmarka fjölda skipa segir hann það möguleika en að rafvæðingin sé alltaf besti kosturinn til að byrja með. „Þetta snýst líka um að greiða þann kostnað sem af þessu verður. Það er kostnaður og besta leiðin er rafvæðingin og að mönnum sé gert skylt að nýta hana. En það þarf líka að líta til þess að stórir hópar eru að fara saman á ákveðin svæði og það má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum,“ segir Guðlaugur og að tjónið sem verði á náttúrunni sé ekki aðeins tilfinningalegt, heldur líka fjárhagslegt. Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Loftgæði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05 Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Skýrslan er skrifuð af umhverfissamtökunum Transport and Environment. Í henni kemur fram að þau 218 skip sem sigldu um hafnir Evrópu í fyrra losuðu jafn miklum brennisteinsoxíð og einn milljarður fólksbíla og að á Íslandi hafi þau losað meira en allur bílafloti landsins. Mengun er meiri, samkvæmt skýrslunni, en fyrir heimsfaraldur Covid og mest á Spáni og Ítalíu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart og að áríðandi sé að ljúka rafvæðingu hafnanna. Þá bendir hann á komin sé gjaldtaka en að það verði einnig að líta líka til náttúruverndar og loftslagsmála. „Það kostar auðvitað fjármuni að rafvæða en það eiga að geta komið tekjur á móti. Þessi skip eiga ekki að vera að spúa í höfnum landsins. Það er ekki bara slæmt fyrir loftgæðin heldur líka er það beinn kostnaður þegar kemur að losun hér,“ segir Guðlaugur og að í ofanálag auki þetta álag á ferðamannastaði. „Við höfum verið að vinna þetta með menningar- og viðskiptaráðuneytinu og það liggur alveg fyrir að eitt af stóru verkefnunum er að rafvæða hafnirnar,“ segir Guðlaugur og að Faxaflóahafnir sé byrjaðar og Hafnarfjarðarhafnir séu búnar að klára verkefnið. Ekki bara ávinningur „Það verður að líta til allra þátta þegar maður metur ávinning af skemmtiferðaskipum. Það er ekki bara ávinningur, maður þarf líka að líta til þess hvað þau eru að menga hér á landinu og hvaða áhrif það hefur á ferðamannastaðina. Hvað það skilur eftir fyrir okkur Íslendinga.“ Hann segir að í ráðuneytinu sé verið að undirbúa ýmsar aðgerðir til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum. Spurður hvort að það komi til greina að takmarka fjölda skipa segir hann það möguleika en að rafvæðingin sé alltaf besti kosturinn til að byrja með. „Þetta snýst líka um að greiða þann kostnað sem af þessu verður. Það er kostnaður og besta leiðin er rafvæðingin og að mönnum sé gert skylt að nýta hana. En það þarf líka að líta til þess að stórir hópar eru að fara saman á ákveðin svæði og það má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum,“ segir Guðlaugur og að tjónið sem verði á náttúrunni sé ekki aðeins tilfinningalegt, heldur líka fjárhagslegt.
Skemmtiferðaskip á Íslandi Umhverfismál Loftgæði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05 Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05
Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08