Skipverja og hundi bjargað eftir marga mánuði á sjó Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. júlí 2023 23:25 Tim Shaddock og Bella lifðu af á engu nema regnvatni og hráum fisk. Sky Áströlskum skipverja og hundi hans hefur verið bjargað undan ströndum Mexíkó eftir að hafa verið skipreka í tvo mánuði. Þeir lifðu á engu nema regnvatni og hráum fisk. Í umfjöllun Sky fréttastofunnar kemur fram að ástralski skipverjinn, sem heitir Tim Shaddock, hafi haldið af stað frá Mexíkó á litlum seglbáti í apríl. Þaðan ætlaði hann að fara til Frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafi og tók tíkina sína Bellu með. Að mánuði liðnum lentu þau Tim og Bella hinsvegar í fárviðri sem olli miklum skemmdum á seglbátnum. Að sama skapi eyðilögðust raftæki um borð svo Tim gat ekki kallað eftir aðstoð. Horfa má á umfjöllun áströlsku Sky sjónvarpsstöðvarinnar um björgun Tim hér að neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=azP9K0bU0rQ">watch on YouTube</a> Gerði allt rétt Einungis er að þakka tjaldþaki bátsins að Tim og Bella komust lífs af en tjaldþakið veitti þeim lágmarksskjól, að því er segir í umfjöllun Sky. Þau rak stjórnlaust á Kyrrahafi um nokkurra vikna skeið þar til síðastliðinn fimmtudag. Þá kom þyrla á vegum túnfisksveiðimanna auga á bát þeirra Tim og Bellu. Að sögn lækna er heilsa Tim merkilega góð eftir raunirnar, en ekki fylgir sögunni hvernig hundinum heilsast. Haft er eftir Tim að hann óski þess helst af öllu að fá að hvíla sig og að fá góðan mat. Hann hafi ekki borðað neitt í allt of langan tíma. Sky sjónvarpsstöðin ræðir jafnframt við Mike Tipton, prófessor við Portsmouth háskóla, sem segir Tim hafa gert allt rétt í sínum aðstæðum. Hann hafi lifað af með heppni en einnig eigin ákvörðunum. Nánast allir sem lifa af skipbrot í heiminum lifa þau af á hlýrri slóðum að sögn prófessorsins. Tim hafi þannig engar áhyggjur þurft að hafa af því að ofkælast. Hann hafi lágmarkað hreyfingar sínar á heitasta tíma dagsins og þannig komið í veg fyrir að verða fyrir of miklu vökvatapi. Ástralía Mexíkó Hundar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Í umfjöllun Sky fréttastofunnar kemur fram að ástralski skipverjinn, sem heitir Tim Shaddock, hafi haldið af stað frá Mexíkó á litlum seglbáti í apríl. Þaðan ætlaði hann að fara til Frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafi og tók tíkina sína Bellu með. Að mánuði liðnum lentu þau Tim og Bella hinsvegar í fárviðri sem olli miklum skemmdum á seglbátnum. Að sama skapi eyðilögðust raftæki um borð svo Tim gat ekki kallað eftir aðstoð. Horfa má á umfjöllun áströlsku Sky sjónvarpsstöðvarinnar um björgun Tim hér að neðan: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=azP9K0bU0rQ">watch on YouTube</a> Gerði allt rétt Einungis er að þakka tjaldþaki bátsins að Tim og Bella komust lífs af en tjaldþakið veitti þeim lágmarksskjól, að því er segir í umfjöllun Sky. Þau rak stjórnlaust á Kyrrahafi um nokkurra vikna skeið þar til síðastliðinn fimmtudag. Þá kom þyrla á vegum túnfisksveiðimanna auga á bát þeirra Tim og Bellu. Að sögn lækna er heilsa Tim merkilega góð eftir raunirnar, en ekki fylgir sögunni hvernig hundinum heilsast. Haft er eftir Tim að hann óski þess helst af öllu að fá að hvíla sig og að fá góðan mat. Hann hafi ekki borðað neitt í allt of langan tíma. Sky sjónvarpsstöðin ræðir jafnframt við Mike Tipton, prófessor við Portsmouth háskóla, sem segir Tim hafa gert allt rétt í sínum aðstæðum. Hann hafi lifað af með heppni en einnig eigin ákvörðunum. Nánast allir sem lifa af skipbrot í heiminum lifa þau af á hlýrri slóðum að sögn prófessorsins. Tim hafi þannig engar áhyggjur þurft að hafa af því að ofkælast. Hann hafi lágmarkað hreyfingar sínar á heitasta tíma dagsins og þannig komið í veg fyrir að verða fyrir of miklu vökvatapi.
Ástralía Mexíkó Hundar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira