Sagðist ekki vilja drepa hann áður en hún seldi honum banvænan skammt Magnús Jochum Pálsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. júlí 2023 16:21 Leandro DeNiro Rodriguez, dóttursonur Roberts DeNiro, lést fyrr í mánuðinum, aðeins nítján ára gamall. Skjáskot/Twitter Leandro DeNiro Rodriguez, barnabarn Robert DeNiro, lést af völdum ofskömmtunar eftir að hann tók fentanýlblandaðar morfínpillur. Sú sem seldi honum töflurnar sagði fyrir söluna að hún vildi ekki drepa hann. Sophia Haley Marks, eiturlyfjasali sem hefur verið kölluð „Percocet-prinsessan“, seldi hinum nítján ára gamla Leandro heimagerðar verkjatöflur, þrjár Oxycodone-töflur og tvær Xanax-töflur, daginn áður en hann lést af ofskammti. Áður en hún seldi honum töflurnar sem voru blandaðar með hinu stórhættulega fentanýli sendi hún honum skilaboðin „Ég vil ekki drepa þig“ þar sem hún varaði hann við því að kaupa töflurnar. Hún sagðist ekki vilja selja honum töflurnar af því þær væru heimatilbúnar. Marks er sögð hafa keyrt töflunum til hans á tíunda tímanum sama kvöld. Um tvöleytið um nóttina hafi hún síðan sent honum skilaboð og spurt hvernig hann hefði það, en ekki fengið svar. Þekkt fyrir að selja börnum eiturlyf og gæti setið inni í sextíu ár Hin tvítuga Marks var handtekin í Manhattan á fimmtudagskvöld. Hún er ákærð fyrir þrjú fíkniefnalagabrot, sem hún játaði hafa framið fyrir alríkisdómstólnum í Manhattan. Í frétt New York Post er því haldið fram að hún komi til með að sitja í fangelsi í allt að sextíu ár fyrir verknaðinn, tuttugu ár fyrir hverja ákæru. Percocet Princess busted in death of Robert de Niro s grandson has sold to kids as young as 15 years old: cops https://t.co/nplxCZLBPp pic.twitter.com/noAexkWw1G— New York Post (@nypost) July 14, 2023 Samkvæmt heimildarmönnum New York Post innan lögreglunnar er Marks þekkt fyrir að selja börnum undir lögaldri eiturlyf. Þá ku alríkislögreglan hafa fylgst með henni í nokkurn tíma áður en hún var handtekin. Í tístinu hér að ofan má sjá teikningu af Marks úr dómsal. Fíkniefnabrot Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Nítján ára dóttursonur Roberts De Niro látinn Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns. 3. júlí 2023 17:10 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Sophia Haley Marks, eiturlyfjasali sem hefur verið kölluð „Percocet-prinsessan“, seldi hinum nítján ára gamla Leandro heimagerðar verkjatöflur, þrjár Oxycodone-töflur og tvær Xanax-töflur, daginn áður en hann lést af ofskammti. Áður en hún seldi honum töflurnar sem voru blandaðar með hinu stórhættulega fentanýli sendi hún honum skilaboðin „Ég vil ekki drepa þig“ þar sem hún varaði hann við því að kaupa töflurnar. Hún sagðist ekki vilja selja honum töflurnar af því þær væru heimatilbúnar. Marks er sögð hafa keyrt töflunum til hans á tíunda tímanum sama kvöld. Um tvöleytið um nóttina hafi hún síðan sent honum skilaboð og spurt hvernig hann hefði það, en ekki fengið svar. Þekkt fyrir að selja börnum eiturlyf og gæti setið inni í sextíu ár Hin tvítuga Marks var handtekin í Manhattan á fimmtudagskvöld. Hún er ákærð fyrir þrjú fíkniefnalagabrot, sem hún játaði hafa framið fyrir alríkisdómstólnum í Manhattan. Í frétt New York Post er því haldið fram að hún komi til með að sitja í fangelsi í allt að sextíu ár fyrir verknaðinn, tuttugu ár fyrir hverja ákæru. Percocet Princess busted in death of Robert de Niro s grandson has sold to kids as young as 15 years old: cops https://t.co/nplxCZLBPp pic.twitter.com/noAexkWw1G— New York Post (@nypost) July 14, 2023 Samkvæmt heimildarmönnum New York Post innan lögreglunnar er Marks þekkt fyrir að selja börnum undir lögaldri eiturlyf. Þá ku alríkislögreglan hafa fylgst með henni í nokkurn tíma áður en hún var handtekin. Í tístinu hér að ofan má sjá teikningu af Marks úr dómsal.
Fíkniefnabrot Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Nítján ára dóttursonur Roberts De Niro látinn Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns. 3. júlí 2023 17:10 Mest lesið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Nítján ára dóttursonur Roberts De Niro látinn Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns. 3. júlí 2023 17:10