Sagðist ekki vilja drepa hann áður en hún seldi honum banvænan skammt Magnús Jochum Pálsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. júlí 2023 16:21 Leandro DeNiro Rodriguez, dóttursonur Roberts DeNiro, lést fyrr í mánuðinum, aðeins nítján ára gamall. Skjáskot/Twitter Leandro DeNiro Rodriguez, barnabarn Robert DeNiro, lést af völdum ofskömmtunar eftir að hann tók fentanýlblandaðar morfínpillur. Sú sem seldi honum töflurnar sagði fyrir söluna að hún vildi ekki drepa hann. Sophia Haley Marks, eiturlyfjasali sem hefur verið kölluð „Percocet-prinsessan“, seldi hinum nítján ára gamla Leandro heimagerðar verkjatöflur, þrjár Oxycodone-töflur og tvær Xanax-töflur, daginn áður en hann lést af ofskammti. Áður en hún seldi honum töflurnar sem voru blandaðar með hinu stórhættulega fentanýli sendi hún honum skilaboðin „Ég vil ekki drepa þig“ þar sem hún varaði hann við því að kaupa töflurnar. Hún sagðist ekki vilja selja honum töflurnar af því þær væru heimatilbúnar. Marks er sögð hafa keyrt töflunum til hans á tíunda tímanum sama kvöld. Um tvöleytið um nóttina hafi hún síðan sent honum skilaboð og spurt hvernig hann hefði það, en ekki fengið svar. Þekkt fyrir að selja börnum eiturlyf og gæti setið inni í sextíu ár Hin tvítuga Marks var handtekin í Manhattan á fimmtudagskvöld. Hún er ákærð fyrir þrjú fíkniefnalagabrot, sem hún játaði hafa framið fyrir alríkisdómstólnum í Manhattan. Í frétt New York Post er því haldið fram að hún komi til með að sitja í fangelsi í allt að sextíu ár fyrir verknaðinn, tuttugu ár fyrir hverja ákæru. Percocet Princess busted in death of Robert de Niro s grandson has sold to kids as young as 15 years old: cops https://t.co/nplxCZLBPp pic.twitter.com/noAexkWw1G— New York Post (@nypost) July 14, 2023 Samkvæmt heimildarmönnum New York Post innan lögreglunnar er Marks þekkt fyrir að selja börnum undir lögaldri eiturlyf. Þá ku alríkislögreglan hafa fylgst með henni í nokkurn tíma áður en hún var handtekin. Í tístinu hér að ofan má sjá teikningu af Marks úr dómsal. Fíkniefnabrot Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Nítján ára dóttursonur Roberts De Niro látinn Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns. 3. júlí 2023 17:10 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Sjá meira
Sophia Haley Marks, eiturlyfjasali sem hefur verið kölluð „Percocet-prinsessan“, seldi hinum nítján ára gamla Leandro heimagerðar verkjatöflur, þrjár Oxycodone-töflur og tvær Xanax-töflur, daginn áður en hann lést af ofskammti. Áður en hún seldi honum töflurnar sem voru blandaðar með hinu stórhættulega fentanýli sendi hún honum skilaboðin „Ég vil ekki drepa þig“ þar sem hún varaði hann við því að kaupa töflurnar. Hún sagðist ekki vilja selja honum töflurnar af því þær væru heimatilbúnar. Marks er sögð hafa keyrt töflunum til hans á tíunda tímanum sama kvöld. Um tvöleytið um nóttina hafi hún síðan sent honum skilaboð og spurt hvernig hann hefði það, en ekki fengið svar. Þekkt fyrir að selja börnum eiturlyf og gæti setið inni í sextíu ár Hin tvítuga Marks var handtekin í Manhattan á fimmtudagskvöld. Hún er ákærð fyrir þrjú fíkniefnalagabrot, sem hún játaði hafa framið fyrir alríkisdómstólnum í Manhattan. Í frétt New York Post er því haldið fram að hún komi til með að sitja í fangelsi í allt að sextíu ár fyrir verknaðinn, tuttugu ár fyrir hverja ákæru. Percocet Princess busted in death of Robert de Niro s grandson has sold to kids as young as 15 years old: cops https://t.co/nplxCZLBPp pic.twitter.com/noAexkWw1G— New York Post (@nypost) July 14, 2023 Samkvæmt heimildarmönnum New York Post innan lögreglunnar er Marks þekkt fyrir að selja börnum undir lögaldri eiturlyf. Þá ku alríkislögreglan hafa fylgst með henni í nokkurn tíma áður en hún var handtekin. Í tístinu hér að ofan má sjá teikningu af Marks úr dómsal.
Fíkniefnabrot Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Nítján ára dóttursonur Roberts De Niro látinn Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns. 3. júlí 2023 17:10 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Sjá meira
Nítján ára dóttursonur Roberts De Niro látinn Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns. 3. júlí 2023 17:10
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna