Skutu geimfari af stað til tunglsins í þriðja sinn Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2023 15:03 Geimfarið Chandrayaan-3 á leið til tunglsins. AP/Aijaz Rahi Starfsmenn Geimvísindastofnunar Indlands (Isro) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Farið nefnist Chandrayaan en þetta er í þriðja sinn Indverjar skjóta tunglfari út í geim en þeir vilja verða fyrstir til að lenda fari á suðurpól tunglsins. Um borð í Chandrayaan-3 er gervihnöttur, lendingarfar og dróni og stendur til að reyna að lenda farinu og drónanum 23. eða 24. ágúst. Takist það yrðu Indverjar þeir fjórðu til að takast lending af þessu tagi á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Í frétt BBC segir að þúsundir hafi fylgst með upphafi ferðar Chandrayaan frá skotpallinum og mikil fagnaðarlæti hafi brotist út þegar eldflaugin tók á loft. LAUNCH! ISRO's Launch Vehicle Mark 3 (LVM3) launches the Chandrayaan-3 lunar lander mission from the Second Launch Pad at the Satish Dhawan Space Centre in Sriharikota, India.Overview:https://t.co/LNPuTvjWsz - by Justin Davenport (@Bubbinski)ISRO livestream: pic.twitter.com/eHl6F3WL6W— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) July 14, 2023 Þrettán ár eru liðin frá því Chandrayaan-1 var skotið til tunglsins, en það geimfar var notað til rannsókna á sporbraut. Chandrayaan-2 var skotið til tunglsins árið 2019 en þá var reynt að lenda lendingarfarinu Vikram. Sú lending misheppnaðist þó og lendingarfarið brotlenti. Geimfarið verður á braut um jörðina og mun á endanum nota þyngdarkraft jarðarinnar til að fljúga til tunglsins. Lendingarfar Chandrayaan-3 kallast einnig Vikram en er um eitt og hálft tonn að þyngd. Undir því er 26 kílóa þjarki sem heitir Pragyaan en það þýðir viska á sanskrít. Þjarkan á að nota til að safna gögnum af yfirborði tunglsins og senda þau aftur til jarðarinnar. Suðurpóll tunglsins hefur lítið verið rannsakaður. Stór hluti svæðisins er hulinn skugga og þykir þess vegna mögulegt að þar megi finna ís í djúpum gígum á yfirborðinu. Indland Geimurinn Tunglið Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Um borð í Chandrayaan-3 er gervihnöttur, lendingarfar og dróni og stendur til að reyna að lenda farinu og drónanum 23. eða 24. ágúst. Takist það yrðu Indverjar þeir fjórðu til að takast lending af þessu tagi á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Í frétt BBC segir að þúsundir hafi fylgst með upphafi ferðar Chandrayaan frá skotpallinum og mikil fagnaðarlæti hafi brotist út þegar eldflaugin tók á loft. LAUNCH! ISRO's Launch Vehicle Mark 3 (LVM3) launches the Chandrayaan-3 lunar lander mission from the Second Launch Pad at the Satish Dhawan Space Centre in Sriharikota, India.Overview:https://t.co/LNPuTvjWsz - by Justin Davenport (@Bubbinski)ISRO livestream: pic.twitter.com/eHl6F3WL6W— Chris Bergin - NSF (@NASASpaceflight) July 14, 2023 Þrettán ár eru liðin frá því Chandrayaan-1 var skotið til tunglsins, en það geimfar var notað til rannsókna á sporbraut. Chandrayaan-2 var skotið til tunglsins árið 2019 en þá var reynt að lenda lendingarfarinu Vikram. Sú lending misheppnaðist þó og lendingarfarið brotlenti. Geimfarið verður á braut um jörðina og mun á endanum nota þyngdarkraft jarðarinnar til að fljúga til tunglsins. Lendingarfar Chandrayaan-3 kallast einnig Vikram en er um eitt og hálft tonn að þyngd. Undir því er 26 kílóa þjarki sem heitir Pragyaan en það þýðir viska á sanskrít. Þjarkan á að nota til að safna gögnum af yfirborði tunglsins og senda þau aftur til jarðarinnar. Suðurpóll tunglsins hefur lítið verið rannsakaður. Stór hluti svæðisins er hulinn skugga og þykir þess vegna mögulegt að þar megi finna ís í djúpum gígum á yfirborðinu.
Indland Geimurinn Tunglið Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira