Vaknaði við sprengingu: Var viss um að eldflaug hefði hæft húsið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2023 15:51 Karl hefur dvalið í Úkraínu síðastliðinn hálfa mánuð ásamt Irynu, konunni sinni. Þau stefna á að dvelja þar í hálfan mánuð í viðbót. Karl Garðarsson Karl Garðarsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og þingmaður, dvelur nú í Kænugarði en fjöldi loftárása hafa verið gerðar á borgina síðustu nætur. Hann segir loftárásir Rússa aukast meðan á stórum viðburðum á vesturlöndum stendur, til að mynda leiðtogafundur NATO og fundur leiðtoga norrænu ríkjanna sem haldinn var í maí Aðfaranótt fimmtudags vöknuðu Karl og Iryna, eiginkona hans, við gríðarlega öfluga sprengingu í Kænugarði. „Ég var alveg viss um að hún væri á annað hvort húsið okkar eða nágrannahús,“ segir Karl um sprenginguna. Raunin reyndist sú að hús í hverfinu hafði orðið fyrir sprengingunni. Að sögn Karls varð mikið tjón. „Það var gríðarlega mikill hávaði í kringum þetta,“ segir Karl. Allmargir særðust og einn lét lífið „Þeir skutu tugum dróna og eldflauga úr ýmsum áttum inn í borgina.“ Karl segir sprengingarnar hafa náð til fjögurra hverfa þá nótt. Fleiri loftárásir þegar leiðtogafundir standa yfir Karl segir loftárásir megi auðveldlega rekja til viðburða í vesturlöndunum. „Þeir hafa þann háttinn á að ef stórir viðburðir eru í gangi, eins og hjá NATO eða í vesturlöndunum, þá auka þeir loftárásir meðan á þeim stendur,“ segir Karl. Hann segir það frekar vera regla en undantekning. Karl segir miklar loftvarnir vera í Kænugarði. Að meirihluti eldflauga og dróna sem skotnir eru yfir borgina séu skotnir niður. Þá brotni þeir upp í loft en þó geti brak þeirra sem síðan fellur til jarðar að auki valdið tjóni og jafnvel mannslífum. Álag á almenning Daglegt líf í Kænugarði gengur nú sinn vanagang flesta daga, að sögn Karls. Þegar loftárásir eru gerðar að degi til fari loftvarnaflautur af stað hálftíma áður en von er á eldflaugum. Þá geti fólk komið sér í skjól í tæka tíð. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í fimm hundruð daga. Karl segir álag stríðsins á almenning vera orðið talsvert. „Fólk er orðið þreytt á þessu. Það er varla til sá maður hérna sem þekkir ekki einhvern sem annað hvort er í stríðinu eða hefur farist í stríðinu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Aðfaranótt fimmtudags vöknuðu Karl og Iryna, eiginkona hans, við gríðarlega öfluga sprengingu í Kænugarði. „Ég var alveg viss um að hún væri á annað hvort húsið okkar eða nágrannahús,“ segir Karl um sprenginguna. Raunin reyndist sú að hús í hverfinu hafði orðið fyrir sprengingunni. Að sögn Karls varð mikið tjón. „Það var gríðarlega mikill hávaði í kringum þetta,“ segir Karl. Allmargir særðust og einn lét lífið „Þeir skutu tugum dróna og eldflauga úr ýmsum áttum inn í borgina.“ Karl segir sprengingarnar hafa náð til fjögurra hverfa þá nótt. Fleiri loftárásir þegar leiðtogafundir standa yfir Karl segir loftárásir megi auðveldlega rekja til viðburða í vesturlöndunum. „Þeir hafa þann háttinn á að ef stórir viðburðir eru í gangi, eins og hjá NATO eða í vesturlöndunum, þá auka þeir loftárásir meðan á þeim stendur,“ segir Karl. Hann segir það frekar vera regla en undantekning. Karl segir miklar loftvarnir vera í Kænugarði. Að meirihluti eldflauga og dróna sem skotnir eru yfir borgina séu skotnir niður. Þá brotni þeir upp í loft en þó geti brak þeirra sem síðan fellur til jarðar að auki valdið tjóni og jafnvel mannslífum. Álag á almenning Daglegt líf í Kænugarði gengur nú sinn vanagang flesta daga, að sögn Karls. Þegar loftárásir eru gerðar að degi til fari loftvarnaflautur af stað hálftíma áður en von er á eldflaugum. Þá geti fólk komið sér í skjól í tæka tíð. Stríðið í Úkraínu hefur nú staðið yfir í fimm hundruð daga. Karl segir álag stríðsins á almenning vera orðið talsvert. „Fólk er orðið þreytt á þessu. Það er varla til sá maður hérna sem þekkir ekki einhvern sem annað hvort er í stríðinu eða hefur farist í stríðinu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira