Arteta ekki búinn að ákveða hvar hann ætlar að nota Kai Havertz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2023 12:30 Kai Havertz lék sinn fyrsta leik með Arsenal í gær þegar hann kom inn á sem varamaður í æfingarleik á móti þýska liðinu Nürnberg. Getty/Alex Grimm Þegar þú eyðir meira en ellefu milljörðum í leikmann þá er eins gott að vita hvernig þú ætlar að nota hann. Knattspyrnustjóri Arsenal ætlar þó ekki að flýta sér að komast að því. Arsenal eyddi 65 milljónum punda í þýska landsliðsmanninn Kai Havertz í sumar en hann kemur frá nágrönnunum í Chelsea. Margir hafa verið að velt fyrir sér hvar Havertz muni spila í Arsenal liðinu og kannski skiljanlega því knattspyrnustjórinn Mikel Arteta veit það ekki sjálfur. Breska ríkisútvarpið segir frá. Arteta segir að hann þurfi tíma til að ákveða það hvar hann notar Havertz. Stjórinn segir að það megi ekki líta á það þanig að Havertz sé að ganga inn í hlutverk Granit Xhaka. Mikel Arteta on if Kai Havertz is a direct replacement for Granit Xhaka: He s not a replacement. He s not gonna be a like-for-like because everybody s going to be very different to what Granit gave us. It will be very different but Kai has tremendous qualities for our way of pic.twitter.com/QPlWSnsOE6— Gunners (@Gunnersc0m) July 13, 2023 Havertz kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum með Arsenal í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Nürnberg í æfingarleik. „Við verðum að sjá til hvernig hann aðlagast liðinu og við þurfum líka að kynnast betur og þróa okkar samband,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn. „Fótbolti snýst um það að tíminn mun leiða það í ljós hvar hann passar best inn í liðið,“ sagði Arteta. Kai Havertz er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni en líka sem fremsti maður. Hans besta staða er að flestra mati fyrir aftan fremsta mann. Það er mikið að leikmönnum í Arsenal liðinu sem geta spilað í kringum fremsta mann og svo er Norðmaðurinn bestur framarlega á miðjunni. Það verður því fróðlegt að sjá hvaða stöðu Havertz spilar. Mikel Arteta on where he sees Havertz playing: We will see. We have to see how he adapts & obviously get to know each other & build relationships. Football is about that & time will tell where he fits in best. #afc pic.twitter.com/OF0Ti6pWHk— afcstuff (@afcstuff) July 13, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Arsenal eyddi 65 milljónum punda í þýska landsliðsmanninn Kai Havertz í sumar en hann kemur frá nágrönnunum í Chelsea. Margir hafa verið að velt fyrir sér hvar Havertz muni spila í Arsenal liðinu og kannski skiljanlega því knattspyrnustjórinn Mikel Arteta veit það ekki sjálfur. Breska ríkisútvarpið segir frá. Arteta segir að hann þurfi tíma til að ákveða það hvar hann notar Havertz. Stjórinn segir að það megi ekki líta á það þanig að Havertz sé að ganga inn í hlutverk Granit Xhaka. Mikel Arteta on if Kai Havertz is a direct replacement for Granit Xhaka: He s not a replacement. He s not gonna be a like-for-like because everybody s going to be very different to what Granit gave us. It will be very different but Kai has tremendous qualities for our way of pic.twitter.com/QPlWSnsOE6— Gunners (@Gunnersc0m) July 13, 2023 Havertz kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum með Arsenal í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Nürnberg í æfingarleik. „Við verðum að sjá til hvernig hann aðlagast liðinu og við þurfum líka að kynnast betur og þróa okkar samband,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn. „Fótbolti snýst um það að tíminn mun leiða það í ljós hvar hann passar best inn í liðið,“ sagði Arteta. Kai Havertz er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni en líka sem fremsti maður. Hans besta staða er að flestra mati fyrir aftan fremsta mann. Það er mikið að leikmönnum í Arsenal liðinu sem geta spilað í kringum fremsta mann og svo er Norðmaðurinn bestur framarlega á miðjunni. Það verður því fróðlegt að sjá hvaða stöðu Havertz spilar. Mikel Arteta on where he sees Havertz playing: We will see. We have to see how he adapts & obviously get to know each other & build relationships. Football is about that & time will tell where he fits in best. #afc pic.twitter.com/OF0Ti6pWHk— afcstuff (@afcstuff) July 13, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira