Mesta fjölgun í Evrópusambandinu í meira en hálfa öld Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júlí 2023 15:47 Fæðingartíðnin er hæst á Íslandi. Innflutningur fólks spilar hins vegar stærri rullu en barnsfæðingar. Vísir/Vilhelm Íbúum Evrópusambandslanda fjölgaði um 2,7 milljónir árið 2022 sem er mesta hækkun síðan árið 1965. Tvö ár þar á undan var fólksfækkun. Innflutningur fólks, einkum flóttafólks frá Úkraínu, skýrir að mestu leyti þann viðsnúning í íbúaþróun Evrópu sem varð á árinu 2022. Árin 2020 og 2021, þegar COVID-19 faraldurinn geisaði, fækkaði íbúunum um 300 þúsund hvort ár. En fram að því hafði íbúum fjölgað um eina milljón á ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins. Stofnunin er með tölur frá EFTA ríkjunum og umsóknarríkjum á borð við Tyrkland og Serbíu. Tölur skortir frá löndum eins og Bretlandi, Rússlandi og Úkraínu. Vitað er að fólksflótti er mikill frá Rússlandi. Enn meiri er hann frá Úkraínu vegna stríðsins og flestir flóttamennirnir hafa farið til Evrópusambandslanda. Fjölgun í vestri en fækkun í austri Mesta fjölgunin var í Þýskalandi, 1,1 milljón manns. Tyrkjum fjölgaði um 600 þúsund, Spánverjum um 560 þúsund, Tékkum um 310 þúsund, Hollendingum um 220 og Frökkum um 200 þúsund. Fjölgun varð á öllum Norðurlöndunum, mest í Svíþjóð. Íslendingum fjölgaði um 11.500 manns, en fyrir utan mikinn innflutning fólks eru Íslendingar með hæstu fæðingartíðnina í allri álfunni. Fækkunin var mest í Ítalíu, 180 þúsund manns. Fyrir utan Ítalíu og Grikkland var íbúafækkun bundin við austurhluta álfunnar. Meðal annars fækkun upp á 130 þúsund í Póllandi og Serbíu og 90 þúsund í Ungverjalandi og Moldóvu. Fleiri dauðsföll en fæðingar Þrátt fyrir mikla fjölgun er lækkandi fæðingartíðni og öldrun þjóða enn þá mikið vandamál í Evrópu. Árið 2022 voru fleiri dauðsföll en fæðingar í Evrópusambandslöndum sem þýðir að ef ekki hefði komið til innflutningur hefði íbúum haldið áfram að fækka. Evrópusambandið Mannfjöldi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Innflutningur fólks, einkum flóttafólks frá Úkraínu, skýrir að mestu leyti þann viðsnúning í íbúaþróun Evrópu sem varð á árinu 2022. Árin 2020 og 2021, þegar COVID-19 faraldurinn geisaði, fækkaði íbúunum um 300 þúsund hvort ár. En fram að því hafði íbúum fjölgað um eina milljón á ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Eurostat, tölfræðistofnun Evrópusambandsins. Stofnunin er með tölur frá EFTA ríkjunum og umsóknarríkjum á borð við Tyrkland og Serbíu. Tölur skortir frá löndum eins og Bretlandi, Rússlandi og Úkraínu. Vitað er að fólksflótti er mikill frá Rússlandi. Enn meiri er hann frá Úkraínu vegna stríðsins og flestir flóttamennirnir hafa farið til Evrópusambandslanda. Fjölgun í vestri en fækkun í austri Mesta fjölgunin var í Þýskalandi, 1,1 milljón manns. Tyrkjum fjölgaði um 600 þúsund, Spánverjum um 560 þúsund, Tékkum um 310 þúsund, Hollendingum um 220 og Frökkum um 200 þúsund. Fjölgun varð á öllum Norðurlöndunum, mest í Svíþjóð. Íslendingum fjölgaði um 11.500 manns, en fyrir utan mikinn innflutning fólks eru Íslendingar með hæstu fæðingartíðnina í allri álfunni. Fækkunin var mest í Ítalíu, 180 þúsund manns. Fyrir utan Ítalíu og Grikkland var íbúafækkun bundin við austurhluta álfunnar. Meðal annars fækkun upp á 130 þúsund í Póllandi og Serbíu og 90 þúsund í Ungverjalandi og Moldóvu. Fleiri dauðsföll en fæðingar Þrátt fyrir mikla fjölgun er lækkandi fæðingartíðni og öldrun þjóða enn þá mikið vandamál í Evrópu. Árið 2022 voru fleiri dauðsföll en fæðingar í Evrópusambandslöndum sem þýðir að ef ekki hefði komið til innflutningur hefði íbúum haldið áfram að fækka.
Evrópusambandið Mannfjöldi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira