ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2023 11:31 Roland Eradze á í viðræðum við ÍBV um að gerast aðstoðarþjálfari en Carlos Martin var áhugasamur um starfið. Vísir/Bára Dröfn/Diego Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. Roland Valur Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, á í viðræðum við ÍBV um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Viðræður á milli aðila standa yfir og framkvæmdastjóri ÍBV segir að þær gangi vel. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins er ÍBV í viðræðum við Roland Eradze að gerast aðstoðarþjálfari karlaliðsins. Roland hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari H.C Motor bæði í Úkraínu og þýsku B-deildinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Roland lék á sínum tíma með ÍBV. #Handkastið pic.twitter.com/zyYEcJ2Mno— Arnar Daði (@arnardadi) July 10, 2023 „Þetta hefur ekki staðið lengi yfir,“ sagði Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson greindi fyrst frá því á Twitter í morgun að samkvæmt hans heimildum stæðu viðræður yfir á milli ÍBV og Roland Vals. „Viðræðurnar ganga vel og við erum bjartsýnir á að þær klárist fljótlega,“ sagði Ellert enn fremur en Roland Eradze hefur verið í þjálfarateymi úkraínska liðsins HC Motor síðan árið 2020. HC Motor tók þátt í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur en féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn króatíska liðinu RK Nexe. z Þá spilaði liðið í þýsku B-deildinni þar sem ekki var spilað í Úkraínu vegna stríðsins sem þar geysar. Roland Valur lék með Val, Stjörnunni og ÍBV hér á landi sem leikmaður og lék 52 landsleiki fyrir Íslands hönd eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Þá hefur hann verið í þjálfarateymi yngri landsliða Íslands, hjá FH, Fram og nú síðast í Úkraínu hjá HC Motor. Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttamaður ræddi við Roland Val í mars á síðasta ári þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann þurfti þá að skilja við leikmenn sína úti í Úkraínu og koma sjálfur heim til Íslands. Carlos Santos fer ekki til Eyja Í síðustu viku bárust fregnir af því að ÍBV hefði haft samband við Carlos Martin Santos, þjálfara Harðar á Ísafirði, um að verða aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar sem tók við þjálfarastarfinu hjá Íslandsmeisturum ÍBV að tímabilinu loknu. Harðverjar sendu inn kvörtun til HSÍ vegna málsins og óskuðu eftir því að sambandið beitti sér af festu gegn ÍBV þar sem þeir vildu meina að reglur hefðu verið brotnar. Ísfirðingar kröfðust þess að fá 3,5 milljónir fyrir Santos sem ÍBV var ekki tilbúið að borga. Eyjamenn hafa greinilega leitað á önnur mið í kjölfarið og vill Ellert meina að of mikið hafi verið gert úr því máli. „Það er búið og var aldrei neitt,“ sagði Ellert við Vísi í morgun. Eins og áður segir verður Magnús Stefánsson við stjórnvölinn hjá ÍBV á næsta tímabili en hann var aðstoðarmaður Erlings Richardssonar á síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta tímabil Magnúsar sem aðalþjálfari og því eflaust kærkomið að fá reynslubolta eins og Roland Eradze inn í teymið. „Við erum að horfa í og nýta hans reyslu og sérþekkingu,“ sagði Ellert Scheving framkvæmdastjóri við Vísi en Roland Valur myndi einnig koma að markmannsþjálfun hjá ÍBV. Olís-deild karla ÍBV Hörður Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Roland Valur Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, á í viðræðum við ÍBV um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Viðræður á milli aðila standa yfir og framkvæmdastjóri ÍBV segir að þær gangi vel. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins er ÍBV í viðræðum við Roland Eradze að gerast aðstoðarþjálfari karlaliðsins. Roland hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari H.C Motor bæði í Úkraínu og þýsku B-deildinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Roland lék á sínum tíma með ÍBV. #Handkastið pic.twitter.com/zyYEcJ2Mno— Arnar Daði (@arnardadi) July 10, 2023 „Þetta hefur ekki staðið lengi yfir,“ sagði Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson greindi fyrst frá því á Twitter í morgun að samkvæmt hans heimildum stæðu viðræður yfir á milli ÍBV og Roland Vals. „Viðræðurnar ganga vel og við erum bjartsýnir á að þær klárist fljótlega,“ sagði Ellert enn fremur en Roland Eradze hefur verið í þjálfarateymi úkraínska liðsins HC Motor síðan árið 2020. HC Motor tók þátt í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur en féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn króatíska liðinu RK Nexe. z Þá spilaði liðið í þýsku B-deildinni þar sem ekki var spilað í Úkraínu vegna stríðsins sem þar geysar. Roland Valur lék með Val, Stjörnunni og ÍBV hér á landi sem leikmaður og lék 52 landsleiki fyrir Íslands hönd eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Þá hefur hann verið í þjálfarateymi yngri landsliða Íslands, hjá FH, Fram og nú síðast í Úkraínu hjá HC Motor. Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttamaður ræddi við Roland Val í mars á síðasta ári þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann þurfti þá að skilja við leikmenn sína úti í Úkraínu og koma sjálfur heim til Íslands. Carlos Santos fer ekki til Eyja Í síðustu viku bárust fregnir af því að ÍBV hefði haft samband við Carlos Martin Santos, þjálfara Harðar á Ísafirði, um að verða aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar sem tók við þjálfarastarfinu hjá Íslandsmeisturum ÍBV að tímabilinu loknu. Harðverjar sendu inn kvörtun til HSÍ vegna málsins og óskuðu eftir því að sambandið beitti sér af festu gegn ÍBV þar sem þeir vildu meina að reglur hefðu verið brotnar. Ísfirðingar kröfðust þess að fá 3,5 milljónir fyrir Santos sem ÍBV var ekki tilbúið að borga. Eyjamenn hafa greinilega leitað á önnur mið í kjölfarið og vill Ellert meina að of mikið hafi verið gert úr því máli. „Það er búið og var aldrei neitt,“ sagði Ellert við Vísi í morgun. Eins og áður segir verður Magnús Stefánsson við stjórnvölinn hjá ÍBV á næsta tímabili en hann var aðstoðarmaður Erlings Richardssonar á síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta tímabil Magnúsar sem aðalþjálfari og því eflaust kærkomið að fá reynslubolta eins og Roland Eradze inn í teymið. „Við erum að horfa í og nýta hans reyslu og sérþekkingu,“ sagði Ellert Scheving framkvæmdastjóri við Vísi en Roland Valur myndi einnig koma að markmannsþjálfun hjá ÍBV.
Olís-deild karla ÍBV Hörður Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira