Engin hætta á að stelpurnar okkar spili í Rússlandi Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2023 16:00 Íslenska landsilðið er komið inn á HM 2023 og á góða möguleika á að fara inn á EM 2024. Vitað er hvar þau mót fara fram en ekki hvar EM 2026 verður. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tekið af allan vafa um það að lokakeppni Evrópumótsins í handbolta 2026 muni ekki fara fram í Rússlandi. Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu fengu að vita það í gær að þær verða með á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í lok þessa árs. Stórmótum þeirra gæti svo hæglega fjölgað í kjölfarið. Í október hefja þær leik í undankeppni EM 2024 og eiga mjög góða möguleika á að komast í lokakeppnina, en Ísland er í riðli með Svíþjóð, Færeyjum og Lúxemborg og komast tvö efstu liðin beint á EM. Lokakeppnin 2024 fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss en nú er alveg óljóst hvar mótið 2026 fer fram. Rússar voru valdir til að halda EM 2026, eftir aukaþing EHF í nóvember 2021. Nokkrum mánuðum seinna hófst hins vegar innrás Rússa í Úkraínu og stendur stríðið enn yfir. Vegna innrásarinnar ákvað alþjóða handknattleikssambandið, IHF, að banna öll lið og dómara frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, frá handboltamótum. Í síðustu viku fundaði framkvæmdanefnd EHF í Vínarborg og í kjölfarið fylgdi tilkynnng þess efnis að nú yrði leitað að nýjum gestgjafa fyrir EM kvenna 2026. „Vegna EM kvenna 2026 var veitt umboð til að hefja samtal við rússneska handknattleikssambandið sem gestgjafa vegna núverandi stöðu. Það samtal átti sér stað í byrjun vikunnar með þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að halda mótið í Rússlandi innan þess tímaramma sem gefinn er. Þess vegna mun EHF leita að nýjum gestgjafa í samræmi við ákvörðun framkvæmdanefndar. Frekari upplýsingar um það ferli verða gefnar út síðar,“ segir í tilkynningu EHF. Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu fengu að vita það í gær að þær verða með á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi í lok þessa árs. Stórmótum þeirra gæti svo hæglega fjölgað í kjölfarið. Í október hefja þær leik í undankeppni EM 2024 og eiga mjög góða möguleika á að komast í lokakeppnina, en Ísland er í riðli með Svíþjóð, Færeyjum og Lúxemborg og komast tvö efstu liðin beint á EM. Lokakeppnin 2024 fer fram í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss en nú er alveg óljóst hvar mótið 2026 fer fram. Rússar voru valdir til að halda EM 2026, eftir aukaþing EHF í nóvember 2021. Nokkrum mánuðum seinna hófst hins vegar innrás Rússa í Úkraínu og stendur stríðið enn yfir. Vegna innrásarinnar ákvað alþjóða handknattleikssambandið, IHF, að banna öll lið og dómara frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi, frá handboltamótum. Í síðustu viku fundaði framkvæmdanefnd EHF í Vínarborg og í kjölfarið fylgdi tilkynnng þess efnis að nú yrði leitað að nýjum gestgjafa fyrir EM kvenna 2026. „Vegna EM kvenna 2026 var veitt umboð til að hefja samtal við rússneska handknattleikssambandið sem gestgjafa vegna núverandi stöðu. Það samtal átti sér stað í byrjun vikunnar með þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að halda mótið í Rússlandi innan þess tímaramma sem gefinn er. Þess vegna mun EHF leita að nýjum gestgjafa í samræmi við ákvörðun framkvæmdanefndar. Frekari upplýsingar um það ferli verða gefnar út síðar,“ segir í tilkynningu EHF.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira