Brúðkaupsundirbúningur Katrínar Eddu og Markusar í hámarki: „Honum finnst allt flott sem ég vel“ Íris Hauksdóttir skrifar 4. júlí 2023 07:01 Katrín Edda og Markus ganga í hjónaband síðar í mánuðinum. aðsend Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir gengur að eiga unnusta sinn Markus Wasserbaech innan örfárra daga. Brúðkaupið fer fram á Íslandi en gestir streyma allstaðar að. Katrín Edda er menntaður verkfræðingur og gegnir starfi hjá tæknirisanum Bosch. Hún hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins en hún er með opinn reikning þar sem ríflega 30.000 fylgjast daglegs með hennar hversdagslegu venjum. Katrín segir sinn heittelskaða þægilegan við undirbúning brúðkaupsins þar sem honum finnist allt flott sem hún ákveður.aðsend Spurð hvernig undirbúningurinn gangi segir Katrín allt sé að smella. „Það eru bara nokkrir smáhlutir eftir til að klára núna á næstu vikum. Hann Markus minn er þýskur og hefur lítið um málið að segja, í hvaða kirkju athöfnin verði eða hvar veisluna skuli halda. Ég sé svolítið um þetta sjálf. Hann hefur enga sérstaka skoðun á skrauti og finnst allt sem ég vel flott hvort sem er. Með öðrum orðum erum við sammála um allt.“ En komandi frá sitt hvoru landinu, eru einhverjar hefðir sem stangast á? „Það eru engar stífar þýskar hefðir svo ég viti til en okkar brúðkaup verður mjög klassískt á íslenskan mælikvarða. Þýsku gestirnir sem koma hingað til lands eru samtals tólf að ógleymdum fjórum frá Svíþjóð svo í heildina verður þetta eftir hefðbundnu sniði.“ Falleg fjölskylda, Katrín segir fæðingu dótturinnar hafi seinkað brúðkaupsplönum en nú sé allt að smella.aðsend Saman á parið dótturina Elísu Eyþóru, sjö mánaða. Katrín segir ömmuna og afann verða í pössunarhlutverkinu yfir brúðkaupsnóttina. Hún segir fæðingu dóttur sinnar aðeins hafa seinkað brúðarkjólaplönum. „Ég gat ekki byrjað að skoða kjól fyrr en núna í janúar þar sem ég fæddi stelpuna mína í desember en ég var svo heppin að í annarri búðinni sem ég prófaði kjóla fann ég fullkomna kjólinn og er ótrúlega spennt að klæðast honum.“ Veislan verður haldin í salnum Háteigi á Grand Hóteli og brúðkaupsnóttin á svítunni þar.aðsend Þegar talið berst að matseðlinum segir Katrín það ekki hafa verið neitt flækjustig. „Það verður sjávarréttasúpa í forrétt og svo lamb í aðalrétt fyrir alla nema þá sem ekki borða kjöt, eins og mig. Þá er í boði lax eða vegan Wellington. Í eftirrétt er svo geggjuð brúðkaupsterta og eftirréttaplatti í boði Sætra Synda og nammibar í boði Nóa Siríus og Panda. Á miðnætti kemur Castello með pizzur fyrir alla. Það ætti að minnsta kosti enginn að verða svangur eftir þetta brúðkaup.“ Veislan verður haldin í salnum Háteigi á Grand Hóteli og brúðkaupsnóttin á svítunni þar. Elísa Eyþóra, sjö mánaða nýtur lífsins í sólinni með móður sinni.aðsend Dóttirin með í brúðkaupsferðina Spurð hvort verðandi hjón séu farin að skipuleggja brúðkaupsferð segir Katrín að þeirra fyrsta val hafi verið að fara frekar í klassíska Mallorca ferð nú í september og taka litlu dótturina með. Hótelið verði þó fimm stjörnu til að gera upplifunina aðeins sérstakari. „Það er nægur tími til að fara seinna eitthvert lengra bara tvö.“ Ástin og lífið Brúðkaup Tengdar fréttir Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30 Katrín Edda og Markus eignuðust stúlku Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda og eiginmaður hennar Markus Bande eignuðust stúlku í gærkvöldi. 18. desember 2022 08:21 Katrín Edda dró sig niður alla daga: Snapchat-stjarnan Katrín Edda Þorsteinsdóttir skrifaði á dögunum pistil á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. 27. júlí 2016 10:30 Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Cruise afþakkaði boð Trump Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Sjá meira
Katrín Edda er menntaður verkfræðingur og gegnir starfi hjá tæknirisanum Bosch. Hún hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins en hún er með opinn reikning þar sem ríflega 30.000 fylgjast daglegs með hennar hversdagslegu venjum. Katrín segir sinn heittelskaða þægilegan við undirbúning brúðkaupsins þar sem honum finnist allt flott sem hún ákveður.aðsend Spurð hvernig undirbúningurinn gangi segir Katrín allt sé að smella. „Það eru bara nokkrir smáhlutir eftir til að klára núna á næstu vikum. Hann Markus minn er þýskur og hefur lítið um málið að segja, í hvaða kirkju athöfnin verði eða hvar veisluna skuli halda. Ég sé svolítið um þetta sjálf. Hann hefur enga sérstaka skoðun á skrauti og finnst allt sem ég vel flott hvort sem er. Með öðrum orðum erum við sammála um allt.“ En komandi frá sitt hvoru landinu, eru einhverjar hefðir sem stangast á? „Það eru engar stífar þýskar hefðir svo ég viti til en okkar brúðkaup verður mjög klassískt á íslenskan mælikvarða. Þýsku gestirnir sem koma hingað til lands eru samtals tólf að ógleymdum fjórum frá Svíþjóð svo í heildina verður þetta eftir hefðbundnu sniði.“ Falleg fjölskylda, Katrín segir fæðingu dótturinnar hafi seinkað brúðkaupsplönum en nú sé allt að smella.aðsend Saman á parið dótturina Elísu Eyþóru, sjö mánaða. Katrín segir ömmuna og afann verða í pössunarhlutverkinu yfir brúðkaupsnóttina. Hún segir fæðingu dóttur sinnar aðeins hafa seinkað brúðarkjólaplönum. „Ég gat ekki byrjað að skoða kjól fyrr en núna í janúar þar sem ég fæddi stelpuna mína í desember en ég var svo heppin að í annarri búðinni sem ég prófaði kjóla fann ég fullkomna kjólinn og er ótrúlega spennt að klæðast honum.“ Veislan verður haldin í salnum Háteigi á Grand Hóteli og brúðkaupsnóttin á svítunni þar.aðsend Þegar talið berst að matseðlinum segir Katrín það ekki hafa verið neitt flækjustig. „Það verður sjávarréttasúpa í forrétt og svo lamb í aðalrétt fyrir alla nema þá sem ekki borða kjöt, eins og mig. Þá er í boði lax eða vegan Wellington. Í eftirrétt er svo geggjuð brúðkaupsterta og eftirréttaplatti í boði Sætra Synda og nammibar í boði Nóa Siríus og Panda. Á miðnætti kemur Castello með pizzur fyrir alla. Það ætti að minnsta kosti enginn að verða svangur eftir þetta brúðkaup.“ Veislan verður haldin í salnum Háteigi á Grand Hóteli og brúðkaupsnóttin á svítunni þar. Elísa Eyþóra, sjö mánaða nýtur lífsins í sólinni með móður sinni.aðsend Dóttirin með í brúðkaupsferðina Spurð hvort verðandi hjón séu farin að skipuleggja brúðkaupsferð segir Katrín að þeirra fyrsta val hafi verið að fara frekar í klassíska Mallorca ferð nú í september og taka litlu dótturina með. Hótelið verði þó fimm stjörnu til að gera upplifunina aðeins sérstakari. „Það er nægur tími til að fara seinna eitthvert lengra bara tvö.“
Ástin og lífið Brúðkaup Tengdar fréttir Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30 Katrín Edda og Markus eignuðust stúlku Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda og eiginmaður hennar Markus Bande eignuðust stúlku í gærkvöldi. 18. desember 2022 08:21 Katrín Edda dró sig niður alla daga: Snapchat-stjarnan Katrín Edda Þorsteinsdóttir skrifaði á dögunum pistil á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. 27. júlí 2016 10:30 Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Cruise afþakkaði boð Trump Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Sjá meira
Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 8. nóvember 2021 09:30
Katrín Edda og Markus eignuðust stúlku Samfélagsmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda og eiginmaður hennar Markus Bande eignuðust stúlku í gærkvöldi. 18. desember 2022 08:21
Katrín Edda dró sig niður alla daga: Snapchat-stjarnan Katrín Edda Þorsteinsdóttir skrifaði á dögunum pistil á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. 27. júlí 2016 10:30