Allir bestu hestar og knapar landsins eru nú á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2023 20:31 Verðlaunagripirnir eru glæsilegir á Íslandsmótinu og eftirsóttir af knöpum mótsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu Íslandsmeistararnir í skeiði fyrir árið 2023 voru krýndir í dag á Íslandsmótinu í hestaíþróttum, sem fer nú fram á Selfossi en þar eru nú allir bestu hestar og knapar landsins staddir. Mótið hófst á miðvikudaginn og því líkur síðdegis á morgun. Allar aðstæður á svæðinu eru til mikillar fyrirmyndar. „Mótið er mjög sterkt og það ræðast bara á morgun hjá okkur hvernig þetta fer allt saman, það er allt opið og ofboðsleg gæði hérna. Á morgun eru sem sagt A – úrslit í öllum greinum, sem sagt hringvallargreinum,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins. Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins, sem er kampakátur með mótið og hvernig til hefur tekist fram að þessu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslandsmeistarar í kappreiðaskeiði og gæðingaskeiði voru verðlaunaðir í dag þar sem Konráð Valur Sveinsson sópaði til sín verðlaunum á Kastor og Tangó. „Já, ég er búin að vera Íslandsmeistari í 250 metra skeiði 2018, 2019, 2020, 2021 og núna 2023. Þetta eru bara náttúrulega algjörir gæðingar, sem ég er með, hátt dæmdir fyrstu verðlauna graðhestar báðir með 10 fyrir skeið,“ segir Konráð Valur. Konráð Valur Sveinsson skeiðknapi og Íslandsmeistari með gæðingana sína, sem báðir hafa fengið 10.0 fyrir skeið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elvar Þormarsson varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði þriðja árið í röð á hryssunni Fjalla Dís 9. vetra, sem er búið að selja til Danmerkur. „Þetta er frábært, algjörlega frábært. Þessi hryssa er algjörlega einstök enda hugsa ég að margir væru búnir að ná þessu ef þeir hefðu verið með hana. Þetta er allt henni að þakka, það er nú bara þannig,“ segir Elvar. Elvar Þormarsson skeiðknapi og Íslandsmeistari í gæðingaskeiði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigrún Högna Tómasdóttir gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í 150 metra á skeiði á 21 vetra hesti, Funa frá Hofi „Þessi hestur er alveg einstakur, þetta er algjör meistari, maður getur ekki fundið betri hest, það sést alveg á honum hvað hann er einstakur,“ segir Sigrún. Sigrún Högna Tómasdóttir skeiðknapi og ÍslandsmeistariMagnús Hlynur Hreiðarsson Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari fær það erfiða hlutverk að velja knapa eftir Íslandsmótið í íslenska landsliðið í hestaíþróttum, sem munu keppa á heimsleikum íslenska hestsins í Hollandi í ágúst. „Maður er þungt hugsi og liggur lon og don undir felldi en þetta er erfitt, það eru svo margir góðir,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari, sem velur í íslenska landsliðið í kjölfar mótsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Mótið hófst á miðvikudaginn og því líkur síðdegis á morgun. Allar aðstæður á svæðinu eru til mikillar fyrirmyndar. „Mótið er mjög sterkt og það ræðast bara á morgun hjá okkur hvernig þetta fer allt saman, það er allt opið og ofboðsleg gæði hérna. Á morgun eru sem sagt A – úrslit í öllum greinum, sem sagt hringvallargreinum,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins. Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri mótsins, sem er kampakátur með mótið og hvernig til hefur tekist fram að þessu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslandsmeistarar í kappreiðaskeiði og gæðingaskeiði voru verðlaunaðir í dag þar sem Konráð Valur Sveinsson sópaði til sín verðlaunum á Kastor og Tangó. „Já, ég er búin að vera Íslandsmeistari í 250 metra skeiði 2018, 2019, 2020, 2021 og núna 2023. Þetta eru bara náttúrulega algjörir gæðingar, sem ég er með, hátt dæmdir fyrstu verðlauna graðhestar báðir með 10 fyrir skeið,“ segir Konráð Valur. Konráð Valur Sveinsson skeiðknapi og Íslandsmeistari með gæðingana sína, sem báðir hafa fengið 10.0 fyrir skeið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Elvar Þormarsson varð Íslandsmeistari í gæðingaskeiði þriðja árið í röð á hryssunni Fjalla Dís 9. vetra, sem er búið að selja til Danmerkur. „Þetta er frábært, algjörlega frábært. Þessi hryssa er algjörlega einstök enda hugsa ég að margir væru búnir að ná þessu ef þeir hefðu verið með hana. Þetta er allt henni að þakka, það er nú bara þannig,“ segir Elvar. Elvar Þormarsson skeiðknapi og Íslandsmeistari í gæðingaskeiði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Sigrún Högna Tómasdóttir gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í 150 metra á skeiði á 21 vetra hesti, Funa frá Hofi „Þessi hestur er alveg einstakur, þetta er algjör meistari, maður getur ekki fundið betri hest, það sést alveg á honum hvað hann er einstakur,“ segir Sigrún. Sigrún Högna Tómasdóttir skeiðknapi og ÍslandsmeistariMagnús Hlynur Hreiðarsson Sigurbjörn Bárðarson, landsliðsþjálfari fær það erfiða hlutverk að velja knapa eftir Íslandsmótið í íslenska landsliðið í hestaíþróttum, sem munu keppa á heimsleikum íslenska hestsins í Hollandi í ágúst. „Maður er þungt hugsi og liggur lon og don undir felldi en þetta er erfitt, það eru svo margir góðir,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari, sem velur í íslenska landsliðið í kjölfar mótsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Hestaíþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira