Síðast mætti lögreglan en Viktor segir að harkan verði öll innan vallar Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2023 17:46 Viktor Karl Einarsson man vel eftir rimmunni við Buducnost í fyrra. Samsett/Hulda Margrét Viktor Karl Einarsson segir möguleika Breiðabliks mjög góða fyrir úrslitaleikinn við svartfellska liðið Buducnost annað kvöld, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðin mættust á sama stað í fyrra í undandkeppni Sambandsdeildar Evrópu og þar sauð upp úr leikslok, en tveir leikmenn og þjálfari Buducnost fengu rautt spjald í leiknum. Blikar unnu að lokum einvígið og hafa gestirnir því harma að hefna á Kópavogsvelli á morgun, í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á leiknum í fyrra voru lögreglumenn viðstaddir sem bæði fylgdust með litríkum stuðningsmönnum Buducnost og komu svo inn á völlinn í leiksklok þegar lætin urðu sem mest. „Ég á ekki von á því að þetta verði eins og í fyrra en ég held að það sé engin spurning að harkan inni á vellinum verði sú sama. Þeir eru með hrikalega sterkt lið, mikil „physique“, og vilja spila svolítinn kraftabolta. Ég held að harkan inni á vellinum verði því mikil en ég á ekki von á sömu hörku utan vallar,“ sagði Viktor við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn: „Ég met möguleikana bara mjög góða. Við erum með hörkulið, og Buducnost líka, en að mínu mati erum við með betra fótboltalið og höfum sýnt það í Evrópukeppni að við getum strítt liðum erlendis frá. Það verður mjög gaman að geta sýnt það á morgun,“ sagði Viktor en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Viktor fyrir Evrópuleik Liðin spiluðu í undanúrslitum forkeppninnar á þriðjudaginn og unnu bæði örugga sigra. Blikar höfðu betur gegn Tre Penne frá San Marínó, 7-1: „Ég held að við getum tekið fullt með okkur frá þeim leik, bæði eitthvað sem við getum bætt og það sem við gerðum vel. Við spiluðum góðan sóknarleik á köflum, skoruðum auðvitað sjö mörk, en gætum verið aðeins meira „solid“ varnarlega. Annars spiluðum við góðan leik og tökum mest úr sóknarleiknum, en getum þá bætt ofan á það að fara betur með stöður sem við búum okkur til framarlega á vellinum,“ sagði Viktor, ánægður með það krydd sem Evrópuleikirnir gefa leiktíðinni: „Það er alltaf mikil spenna og gaman að vera í deildarverkefni, Evrópuverkefni og bikar. Það er „refreshing“ að geta verið í mörgum verkefnum, geta kúplað sig úr deildinni núna og sett einbeitinguna á Evrópu. það er hrikalega skemmtilegt.“ Leikur Breiðabliks og Buducnost hefst klukkan 19 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Liðin mættust á sama stað í fyrra í undandkeppni Sambandsdeildar Evrópu og þar sauð upp úr leikslok, en tveir leikmenn og þjálfari Buducnost fengu rautt spjald í leiknum. Blikar unnu að lokum einvígið og hafa gestirnir því harma að hefna á Kópavogsvelli á morgun, í leik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Á leiknum í fyrra voru lögreglumenn viðstaddir sem bæði fylgdust með litríkum stuðningsmönnum Buducnost og komu svo inn á völlinn í leiksklok þegar lætin urðu sem mest. „Ég á ekki von á því að þetta verði eins og í fyrra en ég held að það sé engin spurning að harkan inni á vellinum verði sú sama. Þeir eru með hrikalega sterkt lið, mikil „physique“, og vilja spila svolítinn kraftabolta. Ég held að harkan inni á vellinum verði því mikil en ég á ekki von á sömu hörku utan vallar,“ sagði Viktor við Vísi eftir blaðamannafund í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikinn: „Ég met möguleikana bara mjög góða. Við erum með hörkulið, og Buducnost líka, en að mínu mati erum við með betra fótboltalið og höfum sýnt það í Evrópukeppni að við getum strítt liðum erlendis frá. Það verður mjög gaman að geta sýnt það á morgun,“ sagði Viktor en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Viktor fyrir Evrópuleik Liðin spiluðu í undanúrslitum forkeppninnar á þriðjudaginn og unnu bæði örugga sigra. Blikar höfðu betur gegn Tre Penne frá San Marínó, 7-1: „Ég held að við getum tekið fullt með okkur frá þeim leik, bæði eitthvað sem við getum bætt og það sem við gerðum vel. Við spiluðum góðan sóknarleik á köflum, skoruðum auðvitað sjö mörk, en gætum verið aðeins meira „solid“ varnarlega. Annars spiluðum við góðan leik og tökum mest úr sóknarleiknum, en getum þá bætt ofan á það að fara betur með stöður sem við búum okkur til framarlega á vellinum,“ sagði Viktor, ánægður með það krydd sem Evrópuleikirnir gefa leiktíðinni: „Það er alltaf mikil spenna og gaman að vera í deildarverkefni, Evrópuverkefni og bikar. Það er „refreshing“ að geta verið í mörgum verkefnum, geta kúplað sig úr deildinni núna og sett einbeitinguna á Evrópu. það er hrikalega skemmtilegt.“ Leikur Breiðabliks og Buducnost hefst klukkan 19 annað kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira