Páll segir „hvellskýrt“ að fjármálaráðherra beri ábyrgð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2023 14:27 Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur verið ómyrkur í máli um framkvæmd Íslandsbankasölunnar allt frá því hún var framkvæmd fyrir rúmu ári. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, talaði tæpitungulaust um Íslandsbankamálið í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir „hvellskýrt“ í huga sínum að hin endanlega pólitíska ábyrgð á Íslandsbankasölunni liggi hjá Bjarna Benediktssyni fjármála-og efnahagsráðherra. Páll hefur verið afar gagnrýninn á framkvæmd útboðsins alveg frá upphafi en nokkrum vikum eftir útboðið skrifaði hann færslu á Facebook sem fór sem eldur í sinu þar sem hann finnur að því að afsláttur af skráðu dagslokagengi hlutabréfa í Íslandsbanka hafi verið gefinn í hlutafjárútboðinu eða því sem nemur rúmum fjórum prósentum. „Þetta svo sem sýnir það sem ég og ýmsir fleiri héldum fram í upphafi að þetta útboð er klúður og það er eiginlega alveg sama hvar á það er litið. Þetta kom fram strax í upphafi að þetta var siðlítið, ósiðlegt,“ sagði Páll í viðtalinu í morgun. Þar sagði hann að útboðið hafi bæði verið ósiðlegt og að almenningur hafi ekki fengið hámarksverð fyrir sinn hlut. Skýrsla FME sýni þá ofan á allt að lögbrot hafi verið framin við framkvæmdina. Páll sagði þá að ábyrgðarkeðjan sé skýr, „Þetta er þannig að Alþingi, fyrir hönd þjóðarinnar, felur fjármálaráðherra í lögum að framkvæma þessa sölu. Hann hefur endanlegt ákvörðunarvald um söluferlið. Og þar sem endanlegt ákvörðunarvald liggur, þar liggur líka endanleg ábyrgð.“ Fjármálaráðherra beri ábyrgð á því hverja hann veldi til verksins og þá endanlega pólitíska ábyrgð gagnvart þingi og þjóð. Snærós Sindradóttir, annar tveggja þáttastjórnenda Morgunútvarpsins, innti Pál eftir skýrari svörum og spurði hreint út hvort Páll væri með orðum sínum að kalla eftir því að fjármálaráðherra stígi til hliðar. Páll svaraði því til að menn geti axlað sína ábyrgð með ýmsum hætti. „Það er kannski meginatriði að menn skilji hana sjálfir og viðurkenni hana og séu ekki svona einhvern veginn að ýta þessu öllu frá sér. Ég er ekkert að kalla eftir því. Auðvitað verður fjármálaráðherra bara að gera það upp við sjálfan sig hvar hann hefur misstigið sig í þessu máli og hvort það sé þess eðlis að hann þurfi að hugsa sinn gang, en ég er ekkert endilega að segja að það sé hin eðlilega eða rökrétta leið í þessu,“ segir Páll og bætir við að það sé aftur á móti „hvellskýrt“ í hans huga að ábyrgðin sé hjá fjármálaráðherra. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. 1. maí 2022 12:00 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Páll hefur verið afar gagnrýninn á framkvæmd útboðsins alveg frá upphafi en nokkrum vikum eftir útboðið skrifaði hann færslu á Facebook sem fór sem eldur í sinu þar sem hann finnur að því að afsláttur af skráðu dagslokagengi hlutabréfa í Íslandsbanka hafi verið gefinn í hlutafjárútboðinu eða því sem nemur rúmum fjórum prósentum. „Þetta svo sem sýnir það sem ég og ýmsir fleiri héldum fram í upphafi að þetta útboð er klúður og það er eiginlega alveg sama hvar á það er litið. Þetta kom fram strax í upphafi að þetta var siðlítið, ósiðlegt,“ sagði Páll í viðtalinu í morgun. Þar sagði hann að útboðið hafi bæði verið ósiðlegt og að almenningur hafi ekki fengið hámarksverð fyrir sinn hlut. Skýrsla FME sýni þá ofan á allt að lögbrot hafi verið framin við framkvæmdina. Páll sagði þá að ábyrgðarkeðjan sé skýr, „Þetta er þannig að Alþingi, fyrir hönd þjóðarinnar, felur fjármálaráðherra í lögum að framkvæma þessa sölu. Hann hefur endanlegt ákvörðunarvald um söluferlið. Og þar sem endanlegt ákvörðunarvald liggur, þar liggur líka endanleg ábyrgð.“ Fjármálaráðherra beri ábyrgð á því hverja hann veldi til verksins og þá endanlega pólitíska ábyrgð gagnvart þingi og þjóð. Snærós Sindradóttir, annar tveggja þáttastjórnenda Morgunútvarpsins, innti Pál eftir skýrari svörum og spurði hreint út hvort Páll væri með orðum sínum að kalla eftir því að fjármálaráðherra stígi til hliðar. Páll svaraði því til að menn geti axlað sína ábyrgð með ýmsum hætti. „Það er kannski meginatriði að menn skilji hana sjálfir og viðurkenni hana og séu ekki svona einhvern veginn að ýta þessu öllu frá sér. Ég er ekkert að kalla eftir því. Auðvitað verður fjármálaráðherra bara að gera það upp við sjálfan sig hvar hann hefur misstigið sig í þessu máli og hvort það sé þess eðlis að hann þurfi að hugsa sinn gang, en ég er ekkert endilega að segja að það sé hin eðlilega eða rökrétta leið í þessu,“ segir Páll og bætir við að það sé aftur á móti „hvellskýrt“ í hans huga að ábyrgðin sé hjá fjármálaráðherra.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Seðlabankinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. 1. maí 2022 12:00 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53 Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Gagnrýnir aðferðafræði Íslandsbankaútboðsins Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnkerfið hafa tapað trausti og trúverðugleika vegna aðferðarfræðinnar við söluna á Íslandsbanka. Afar mikilvægt sé að upplýsa hvernig fjárfestarnir voru valdir til að kaupa í bankanum á afslætti. 1. maí 2022 12:00
Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25. apríl 2022 13:53
Sláandi að menn telji enn söluna hafa verið farsæla Þingmenn stjórnarandstöðu telja mörgum spurningum enn ósvarað um mál Íslandsbanka. Bankasýslan segir ábyrgðina liggja hjá bankanum og að útboðið hafi verið eitt það farsælasta í Evrópu. 28. júní 2023 22:00