Ísland í átta liða úrslit eftir dramatískan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2023 16:11 Íslensku strákarnir eru á leið í átta liða úrslit. IHF Íslenska 21 árs landsliðið í handbolta tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins með dramatískum eins marks sigri gegn Egyptum, 29-28. Leikurinn mikilvægi var í beinni útsendingu á Youtube-rás IHF og er hægt að horfa á leikinn aftur í spilaranum hér fyrir neðan. Íslensku strákarnir höfðu unnið alla fjóra leiki sína til þessa og ljóst var sigur eða jafntefli gegn Egyptalandi í dag myndi skila strákunum efsta sæti milliriðils IV. Þá var einnig ljóst að allt að fjögurra marka tap myndi koma liðinu í átta liða úrslit. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn nokkuð vel og náðu fljótlega forystunni. æIslenska liðið hélt Egyptum í skefjum út fyrri hálfleikinn og leiddi með sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 19-13. Íslenska liðið virtist svo vera að gera út um leikinn í síðari hálfleik og lengst af leit út fyrir að Egyptar ættu engin svör við leik íslensku strákana. Ísland náði mest tíu marka forskoti í stöðunni 25-15 þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og útlitið gott fyrir íslensku strákana. Þá tók hins vegar hinn alræmdi slæmi kafli við og Egyptar skoruðu hvrt markið á fætur öðru. Egyptar skoruðu ellefu af næstu tólf mörkum leiksins og jöfnuðu metin í 26-26 þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka. Enn var jafnt á síðustu andartökum leiksins í stöðunni 28-28. Íslenska liðið fékk þá vítakast þegar um tvær sekúndur voru til leiksloka, Benedikt Gunnar Óskarsson steig á punktinn og tryggði íslenska liðinu dramatískan sigur, 29-28. Ísland endar því í efsta sæti milliriðils IV með fullt hús stiga og er á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Portúgal. Tap Egypta þýðir hins vegar að þeir eru úr leik og Serbar fara í átta liða úrslit þar sem Færeyingar verða andstæðingar þeirra. Handbolti Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Leikurinn mikilvægi var í beinni útsendingu á Youtube-rás IHF og er hægt að horfa á leikinn aftur í spilaranum hér fyrir neðan. Íslensku strákarnir höfðu unnið alla fjóra leiki sína til þessa og ljóst var sigur eða jafntefli gegn Egyptalandi í dag myndi skila strákunum efsta sæti milliriðils IV. Þá var einnig ljóst að allt að fjögurra marka tap myndi koma liðinu í átta liða úrslit. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn nokkuð vel og náðu fljótlega forystunni. æIslenska liðið hélt Egyptum í skefjum út fyrri hálfleikinn og leiddi með sex mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 19-13. Íslenska liðið virtist svo vera að gera út um leikinn í síðari hálfleik og lengst af leit út fyrir að Egyptar ættu engin svör við leik íslensku strákana. Ísland náði mest tíu marka forskoti í stöðunni 25-15 þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og útlitið gott fyrir íslensku strákana. Þá tók hins vegar hinn alræmdi slæmi kafli við og Egyptar skoruðu hvrt markið á fætur öðru. Egyptar skoruðu ellefu af næstu tólf mörkum leiksins og jöfnuðu metin í 26-26 þegar um þrjár mínútur voru til leiksloka. Enn var jafnt á síðustu andartökum leiksins í stöðunni 28-28. Íslenska liðið fékk þá vítakast þegar um tvær sekúndur voru til leiksloka, Benedikt Gunnar Óskarsson steig á punktinn og tryggði íslenska liðinu dramatískan sigur, 29-28. Ísland endar því í efsta sæti milliriðils IV með fullt hús stiga og er á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Portúgal. Tap Egypta þýðir hins vegar að þeir eru úr leik og Serbar fara í átta liða úrslit þar sem Færeyingar verða andstæðingar þeirra.
Handbolti Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita