„Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er“ Lovísa Arnardóttir skrifar 22. júní 2023 23:16 Jón Gunnar og Guðmundur Arnar segja það vera réttlætismál að fólk hafi góð tól til að læra íslensku. Vísir/Steingrímur Dúi Bara Tala er nýtt smáforrit sem nýtist öllum sem vilja læra íslensku. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. Forritið var formlega kynnt í dag en í því geta notendur spreytt sig á samtölum á íslensku í öruggu umhverfi. Forritið hlustar á notendur tala, æfir þá í framburði og veitir endurgjöf í rauntíma. Boðið er upp á grunnnámskeið og vinnusértækt efni fyrir fyrirtæki. Með Bara tala getur starfsfólk æft sig og lært íslensku hvar og hvenær sem er. „Um tuttugu og fimm prósent af íslenskum vinnumarkaði eru erlendir starfsmenn og helmingur þeirra tala ekki íslensku,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, forsvarsmaður Bara tala, og segir það svo mikilvægt því tungumálið sé lykillinn að samfélaginu. Aukið aðgengi réttlætismál Akademias og Bara tala hafa gert samstarfssamning en markmiðið er að veita sem flestum aðgengi að nýrri og byltingarkenndri stafrænni íslenskukennslu. Jón Gunnar og Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, segja það réttlætismál að góð tól standi þeim til boða sem vilji læra íslensku. „Í mörg ár og stigvaxandi hafa fyrirtæki verið að tala um hvað þetta virðist brotið með íslenskukennsluna og við eigum mörg dæmi um vinnustaði þar sem er verið að senda 20 til 30 á námskeið en heimturnar er kannski tveir, þrír fjórir,“ segir Guðmundur Andri og að hann sjái að með forritinu væri hægt að ná til þeirra sem ekki komast á námskeiðið. „Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er, á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú þarft ekkert hugsa um málfræðina eða skrifa ritgerðir. Bara tala og það er það sem þetta snýst um,“ segir Jón Gunnar. Guðmundur Arnar bendir á að einhver eftir ár má búast við því að allt að helmingur vinnuafls verði af erlendu bergi brotið og að þeim verði að standa raunhæfar lausnir til boða. „Þá er það svo augljóst að við verðum að koma með einhverjar lausnir og hjálpa þessum einstaklingum sem vilja komast inn í samfélagið okkar, en með þessa stóru fyrirstöðu, sem er tungumálið okkar. Bara tala verður því vonandi kraftmikið aukaverkfæri,“ segir Guðmundur Arnar. Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01 Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39 Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26 Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Forritið var formlega kynnt í dag en í því geta notendur spreytt sig á samtölum á íslensku í öruggu umhverfi. Forritið hlustar á notendur tala, æfir þá í framburði og veitir endurgjöf í rauntíma. Boðið er upp á grunnnámskeið og vinnusértækt efni fyrir fyrirtæki. Með Bara tala getur starfsfólk æft sig og lært íslensku hvar og hvenær sem er. „Um tuttugu og fimm prósent af íslenskum vinnumarkaði eru erlendir starfsmenn og helmingur þeirra tala ekki íslensku,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, forsvarsmaður Bara tala, og segir það svo mikilvægt því tungumálið sé lykillinn að samfélaginu. Aukið aðgengi réttlætismál Akademias og Bara tala hafa gert samstarfssamning en markmiðið er að veita sem flestum aðgengi að nýrri og byltingarkenndri stafrænni íslenskukennslu. Jón Gunnar og Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, segja það réttlætismál að góð tól standi þeim til boða sem vilji læra íslensku. „Í mörg ár og stigvaxandi hafa fyrirtæki verið að tala um hvað þetta virðist brotið með íslenskukennsluna og við eigum mörg dæmi um vinnustaði þar sem er verið að senda 20 til 30 á námskeið en heimturnar er kannski tveir, þrír fjórir,“ segir Guðmundur Andri og að hann sjái að með forritinu væri hægt að ná til þeirra sem ekki komast á námskeiðið. „Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er, á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú þarft ekkert hugsa um málfræðina eða skrifa ritgerðir. Bara tala og það er það sem þetta snýst um,“ segir Jón Gunnar. Guðmundur Arnar bendir á að einhver eftir ár má búast við því að allt að helmingur vinnuafls verði af erlendu bergi brotið og að þeim verði að standa raunhæfar lausnir til boða. „Þá er það svo augljóst að við verðum að koma með einhverjar lausnir og hjálpa þessum einstaklingum sem vilja komast inn í samfélagið okkar, en með þessa stóru fyrirstöðu, sem er tungumálið okkar. Bara tala verður því vonandi kraftmikið aukaverkfæri,“ segir Guðmundur Arnar.
Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01 Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39 Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26 Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Akademias festir kaup á Tækninámi Fræðslufyrirtækið Akademias hefur fest kaup á Tækninámi, sem sérhæfir sig í fjarnámi í tækninám. 21. júlí 2022 12:01
Akademias kaupir helmingshlut í Hoobla Fræðslufyrirtækið Akademias hefur keypt helmingshlut í Hoobla sérfræðingaklasanum. 8. júní 2022 11:39
Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21. apríl 2023 12:26
Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. 29. mars 2023 11:31