Lék á EM í fyrra en spriklar nú í strákabolta fyrir vestan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2023 07:31 Elín Metta Jensen er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Vísir/Vilhelm Knattspyrnukonan fyrrverandi, Elín Metta Jensen, var hluti af íslenska landsliðinu sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar. Hún lagði hins vegar skóna á hilluna í október á síðasta ári aðeins 27 ára gömul, en hefur þó ekki alveg sagt skilið við fótboltann. Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Fljótlega var þó blásið á þær sögusagnir, en nú fyrir skemmstu heyrðist aftur hvísl um að mögulega myndi þessi sjöunda markahæsta kona efstu deildar Íslands snúa aftur og taka slaginn með Garðarbæjarliðinu seinni hluta sumars. „Ekki búin að ákveða neitt svoleiðis“ Sjálf vildi Elín þó lítið sem ekkert gefa upp í þeim efnum þegar Vísir leitaði eftir svörum. „Ég er bara að vinna fyrir vestan á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt svoleiðis,“ sagði Elín í samtali við Vísi í vikunni. „Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ bætti Elín Metta við, en hún æfir nú með Herði Ísafirði sem æfir í Bolungarvík. Markamaskína sem myndi hjálpa hvaða liði sem er Elín Metta var á sínum heldur stutta ferli einn allra mesti markaskorari sem hefur leikið í efstu deild hér á Íslandi. Eins og áður segir er hún sjöundi markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi með 132 mörk í 183 leikjum. Þá skoraði hún einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Hún var hluti af íslenska hópnum sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar og kom inn af varamannabekknum í lokaleik riðlakeppninnar gegn Frakklandi. Seinustu landsleikir hennar voru gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM í september á síðasta ári þar sem hún kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Það er því ljóst að ef þær sögusagnir um mögulega endurkomu Elínar Mettu reynast sannar yrði það happafengur fyrir Stjörnuna, og raunar hvaða lið sem er í deildinni. Stjörnukonu sitja eins og er í sjötta sæti Bestu-deildar kvenna með 11 stig eftir níu umferðir og titilbaráttan sem liðinu var spáð í fyrir tímabilið virðist vera að breytast í fjarlægan draum. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Stjarnan Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira
Fyrr í sumar fóru sögur á kreik um það að Elín Metta ætlaði sér að taka skóna fram á ný eftir að fréttir bárust af því að hún hafði mætt á nokkrar æfingar með Stjörnunni. Fljótlega var þó blásið á þær sögusagnir, en nú fyrir skemmstu heyrðist aftur hvísl um að mögulega myndi þessi sjöunda markahæsta kona efstu deildar Íslands snúa aftur og taka slaginn með Garðarbæjarliðinu seinni hluta sumars. „Ekki búin að ákveða neitt svoleiðis“ Sjálf vildi Elín þó lítið sem ekkert gefa upp í þeim efnum þegar Vísir leitaði eftir svörum. „Ég er bara að vinna fyrir vestan á Ísafirði í sumar sem læknanemi þannig að ég er ekki búin að ákveða neitt svoleiðis,“ sagði Elín í samtali við Vísi í vikunni. „Ég fór náttúrulega á æfingar hjá Stjörnunni eins og kom í fréttum, en nú er ég að spila bara með strákaliði hérna í Bolungarvík. Þannig að það er í raun ekkert að frétta,“ bætti Elín Metta við, en hún æfir nú með Herði Ísafirði sem æfir í Bolungarvík. Markamaskína sem myndi hjálpa hvaða liði sem er Elín Metta var á sínum heldur stutta ferli einn allra mesti markaskorari sem hefur leikið í efstu deild hér á Íslandi. Eins og áður segir er hún sjöundi markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi með 132 mörk í 183 leikjum. Þá skoraði hún einnig 16 mörk í 62 A-landsleikjum og er tíunda markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. Hún var hluti af íslenska hópnum sem tók þátt á EM í Englandi síðasta sumar og kom inn af varamannabekknum í lokaleik riðlakeppninnar gegn Frakklandi. Seinustu landsleikir hennar voru gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM í september á síðasta ári þar sem hún kom inn á sem varamaður í báðum leikjum. Það er því ljóst að ef þær sögusagnir um mögulega endurkomu Elínar Mettu reynast sannar yrði það happafengur fyrir Stjörnuna, og raunar hvaða lið sem er í deildinni. Stjörnukonu sitja eins og er í sjötta sæti Bestu-deildar kvenna með 11 stig eftir níu umferðir og titilbaráttan sem liðinu var spáð í fyrir tímabilið virðist vera að breytast í fjarlægan draum.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Stjarnan Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Sjá meira