Mögnuð tölfræði Gísla Þorgeirs sem var bestur á ögurstundu Smári Jökull Jónsson skrifar 21. júní 2023 07:30 Gísli Þorgeir var frábær í Meistaradeildinni í vetur. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábæran vetur fyrir Magdeburg í Meistaradeildinni í handbolta. Tölfræði sýnir að Gísli var bestur á ögurstundu í leikjum liðsins. Magdeburg tryggði sér um helgina sigur í Meistaradeildinni í handknattleik eftir sigur á Kielce í æsispennandi úrslitaleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti maður úrslitahelgarinnar og tölfræði vetrarins sýnir að hann er einn besti handknattleiksmaður heims um þessar mundir. Leikir Magdeburg í Köln um helgina voru bæðir æsispennandi. Í grein sem birtist á vef EHF í dag er farið í saumana á frábærri frammistöðu Gísla Þorgeirs. Ef tekið er inn í myndina að í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona fór Gísli úr axlarlið þá er frammistaða hans í raun óskiljanleg, svo góð er hún. Hann átti góðan leik gegn Barca þar sem hann skoraði fimm mörk úr átta skotum. Hann tapaði boltanum þrisvar sinnum en í úrslitaleiknum tapaði hann engum bolta sem er ótrúleg tölfræði fyrir mann sem er prímusmótor í sóknarleik Magdeburg og að um úrslitaleik er að ræða. Bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir átti hins vegar ekki bara góða úrslitahelgi fyrir Evrópumeistarana. Hann skoraði flest mörk utan af velli fyrir liðið í Meistaradeildinni í vetur eða 5,1 að meðaltali í leik. Ef skoðaðir eru leikmenn sem tóku að minnsta kosti 4,5 skot í leik að meðaltali var Gísli Þorgeir með fimmtu bestu skotnýtinguna (75,2%) og af þeim sem tóku 6,5 skot eða meira var hann í öðru sæti. Það er hins vegar tölfræði hans á lokamínútum leikja sem er einna áhugaverðust. Lokamínútur leikja eru skilgreindar þannig að um er að ræða síðustu sex mínúturnar í hverjum leik og framlenging og aðeins eru taldar þær mínútur þar sem munar tveimur mörkum eða minna. Gísli Þorgeir er ekki aðeins sá leikmaður sem skoraði flest mörk utan af velli á lokamínútunum heldur klikkaði hann aðeins á einu skoti á þessum mínútum. Hann var því með 92,3% skotnýtingu sem er það langbesta hjá leikmönnum sem tóku að minnsta kosti átta skot á lokamínútum leikja í vetur. Í úrslitaleiknum gegn Kielce skoraði Gísli Þorgeir tvö mörk úr tveimur tilraunum á lokamínútum leikisns auk þess að næla í víti. Kóngurinn í sókninni Sóknarleikur Magdeburg er nánast klæðskerasniðinn að Hafnfirðingnum Gísla Þorgeiri. Síendurtekið er búið að einangra varnarmenn andstæðingana svo Gísli geti gert sínar baneitruðu árásir sem skila oftar en ekki marki, víti eða brottvísun. Í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar enduðu 25,4% sókna Magdeburg með skoti, töpuðum bolta eða vítakasti þar sem búið var að einangra varnarmann. Þetta er langhæsta hlutfall liða í Meistaradeildinni og þeir eru eina liðið þar sem einangrun varnarmanna er algengasta sóknarafbrigðið. Gísli Þorgeir býr sömuleiðis til pláss fyrir samherja sína þegar hann keyrir á varnarmenn einn á einn. Ef þessar sóknir eru teknar með í reikninginn eykst hlutfall sóknarafbrigðisins í 35,1% sem einnig er það hæsta í Meistaradeildinni. Meira en helmingur (52,2%) skota, tapaðra bolta og fiskaðra víta Gísla í útsláttarkeppninni komu eftir sóknir þar sem búið var að einangra varnarmenn andstæðingana. Þetta er það mesta á meðal leikmanna Meistaradeildarinnar og hann var þar að auki einn skilvirkasti leikmaðurinn með 32,3 mörk sköpuð í hverjum 50 sóknum., aðeins á eftir Miha Zarabec leikmanni Wisla Plock. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Magdeburg tryggði sér um helgina sigur í Meistaradeildinni í handknattleik eftir sigur á Kielce í æsispennandi úrslitaleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn besti maður úrslitahelgarinnar og tölfræði vetrarins sýnir að hann er einn besti handknattleiksmaður heims um þessar mundir. Leikir Magdeburg í Köln um helgina voru bæðir æsispennandi. Í grein sem birtist á vef EHF í dag er farið í saumana á frábærri frammistöðu Gísla Þorgeirs. Ef tekið er inn í myndina að í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona fór Gísli úr axlarlið þá er frammistaða hans í raun óskiljanleg, svo góð er hún. Hann átti góðan leik gegn Barca þar sem hann skoraði fimm mörk úr átta skotum. Hann tapaði boltanum þrisvar sinnum en í úrslitaleiknum tapaði hann engum bolta sem er ótrúleg tölfræði fyrir mann sem er prímusmótor í sóknarleik Magdeburg og að um úrslitaleik er að ræða. Bestur á ögurstundu Gísli Þorgeir átti hins vegar ekki bara góða úrslitahelgi fyrir Evrópumeistarana. Hann skoraði flest mörk utan af velli fyrir liðið í Meistaradeildinni í vetur eða 5,1 að meðaltali í leik. Ef skoðaðir eru leikmenn sem tóku að minnsta kosti 4,5 skot í leik að meðaltali var Gísli Þorgeir með fimmtu bestu skotnýtinguna (75,2%) og af þeim sem tóku 6,5 skot eða meira var hann í öðru sæti. Það er hins vegar tölfræði hans á lokamínútum leikja sem er einna áhugaverðust. Lokamínútur leikja eru skilgreindar þannig að um er að ræða síðustu sex mínúturnar í hverjum leik og framlenging og aðeins eru taldar þær mínútur þar sem munar tveimur mörkum eða minna. Gísli Þorgeir er ekki aðeins sá leikmaður sem skoraði flest mörk utan af velli á lokamínútunum heldur klikkaði hann aðeins á einu skoti á þessum mínútum. Hann var því með 92,3% skotnýtingu sem er það langbesta hjá leikmönnum sem tóku að minnsta kosti átta skot á lokamínútum leikja í vetur. Í úrslitaleiknum gegn Kielce skoraði Gísli Þorgeir tvö mörk úr tveimur tilraunum á lokamínútum leikisns auk þess að næla í víti. Kóngurinn í sókninni Sóknarleikur Magdeburg er nánast klæðskerasniðinn að Hafnfirðingnum Gísla Þorgeiri. Síendurtekið er búið að einangra varnarmenn andstæðingana svo Gísli geti gert sínar baneitruðu árásir sem skila oftar en ekki marki, víti eða brottvísun. Í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar enduðu 25,4% sókna Magdeburg með skoti, töpuðum bolta eða vítakasti þar sem búið var að einangra varnarmann. Þetta er langhæsta hlutfall liða í Meistaradeildinni og þeir eru eina liðið þar sem einangrun varnarmanna er algengasta sóknarafbrigðið. Gísli Þorgeir býr sömuleiðis til pláss fyrir samherja sína þegar hann keyrir á varnarmenn einn á einn. Ef þessar sóknir eru teknar með í reikninginn eykst hlutfall sóknarafbrigðisins í 35,1% sem einnig er það hæsta í Meistaradeildinni. Meira en helmingur (52,2%) skota, tapaðra bolta og fiskaðra víta Gísla í útsláttarkeppninni komu eftir sóknir þar sem búið var að einangra varnarmenn andstæðingana. Þetta er það mesta á meðal leikmanna Meistaradeildarinnar og hann var þar að auki einn skilvirkasti leikmaðurinn með 32,3 mörk sköpuð í hverjum 50 sóknum., aðeins á eftir Miha Zarabec leikmanni Wisla Plock.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira