Ólafur Kristjánsson fékk stjörnu Slóvaka til liðs við sig 2015 Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 11:37 Stanislav Lobotka lék undir stjórn Ólafs Kristjánssonar í Nordsjælland Vísir/Getty Ein stærsta stjarna Slóvaka er miðjumaðurinn Stanislav Lobotka sem varð ítalskur meistari með Napoli á dögunum. Ólafur Kristjánsson þekkir vel til Lobotka en hann fékk leikmanninn til Nordsjælland 2015, þá 21 árs gamlan. Ólafur ber Lobotka vel söguna. Hann sé afskaplega mikill fagmaður og hafi þróast mikið sem leikmaður undanfarin ár. Lobotka hefur leikið 45 landsleiki fyrir Slóvakíu og lék alla leiki í öllum keppnum fyrir Napólí á nýliðnu keppnistímabili. „Fyrst og fremst frábær drengur. Mjög hógvær og lítillátur. Duglegur. Æfir vel, gerir það sem honum er sagt að gera, eða beðinn um að gera. Sem leikmaður hefur hann þroskast mikið síðan 2015-16 þegar hann var hjá mér í Nordsjælland. Kemur til okkar frá Trenčín í Slóvakíu ungur, fær knattspyrnumaður.“ „Við vorum að binda vonir við að hann væri millisvæðisspilari framarlega á miðju en hefur þróast í að vera sexa, aftarlega á miðjunni. Í gegnum Celta Vigo og svo Napoli orðinn bara virkilega góður leikmaður.“ En hvernig á Ísland að fara að því að stoppa Lobotka? „Hann er fyrst og fremst öryggisventill aftarlega á miðjunni. Hann les leikinn vel, góður að loka svæðum og getur „coverað“ mikið pláss á miðjunni. Auðvitað þarf að fara í gegnum hann. Þetta slóvakíska lið er gott, margir góðir leikmenn. Varðandi sóknarleikinn þá setur hann leikinn svolítið af stað, tengir á milli. Fer ekki mikið fyrir honum en hann gerir þessa einföldu hluti.“ Ólafur er þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn og spáir Íslandi sigri í hörkuleik. „Ég vona að sjálfsögðu að við vinnum leikinn. Ég held að þetta verði barningur. Eigum við ekki að segja að hjartað segi 2-1 fyrir okkar menn.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Ólafur ber Lobotka vel söguna. Hann sé afskaplega mikill fagmaður og hafi þróast mikið sem leikmaður undanfarin ár. Lobotka hefur leikið 45 landsleiki fyrir Slóvakíu og lék alla leiki í öllum keppnum fyrir Napólí á nýliðnu keppnistímabili. „Fyrst og fremst frábær drengur. Mjög hógvær og lítillátur. Duglegur. Æfir vel, gerir það sem honum er sagt að gera, eða beðinn um að gera. Sem leikmaður hefur hann þroskast mikið síðan 2015-16 þegar hann var hjá mér í Nordsjælland. Kemur til okkar frá Trenčín í Slóvakíu ungur, fær knattspyrnumaður.“ „Við vorum að binda vonir við að hann væri millisvæðisspilari framarlega á miðju en hefur þróast í að vera sexa, aftarlega á miðjunni. Í gegnum Celta Vigo og svo Napoli orðinn bara virkilega góður leikmaður.“ En hvernig á Ísland að fara að því að stoppa Lobotka? „Hann er fyrst og fremst öryggisventill aftarlega á miðjunni. Hann les leikinn vel, góður að loka svæðum og getur „coverað“ mikið pláss á miðjunni. Auðvitað þarf að fara í gegnum hann. Þetta slóvakíska lið er gott, margir góðir leikmenn. Varðandi sóknarleikinn þá setur hann leikinn svolítið af stað, tengir á milli. Fer ekki mikið fyrir honum en hann gerir þessa einföldu hluti.“ Ólafur er þokkalega bjartsýnn fyrir leikinn og spáir Íslandi sigri í hörkuleik. „Ég vona að sjálfsögðu að við vinnum leikinn. Ég held að þetta verði barningur. Eigum við ekki að segja að hjartað segi 2-1 fyrir okkar menn.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira