„Dagurinn sem ég geng í raðir besta knattspyrnufélags í sögu leiksins“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júní 2023 12:31 Jude Bellingham var kynntur til leiks hjá Real Madrid í dag. Florencia Tan Jun/Getty Images Jude Bellingham var í dag kynntur til leiks sem nýr leikmaður spænska stórveldisins Real Madrid. Eins og greint var frá hér á Vísi í gær staðfesti Real Madrid það sem lengi hafði legið í loftinu. Englendingurinn Jude Bellingham, einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims, er genginn í raðir félagsins frá Borussia Dortmund. Eins og venjan er hjá Real Madrid var Bellingham formlega kynntur til leiks á Santiago Bernabéu, heimavelli Madrídinga, í dag. „Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem eru mættir og öllum þeim sem fylgjast með á netinu fyrir að fylgja mér í gegnum stoltasta dag lífs míns. Daginn sem ég geng í raðir besta knattspyrnufélags í sögu leiksins,“ sagði Bellingham á blaðamannafundi eftir kynninguna. „Það eru ekki margir leikmenn sem fá tækifæri til að spila með jafn mögnuðu félagi, jafn sögufrægu félagi, þannig að ég er virkilega þakklátur,“ bætti Bellingham við. Peningar ekki ástæðan og fær fimmuna hans Zidane Englendingurinn segir einnig að það hafi ekki verið peningar sem lokkuðu hann til Real Madrid. „Peningar eru ekki það sem heillar mig. Ég hugsa nákvæmlega ekkert um peninga þegar ég tek þessar ákvarðanir. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ég spila leikinn einfaldlega af því ég elska það.“ Þá mun Bellingham klæðast tryju númer fimm hjá Real Madrid og segir hann að það sé gert af virðingu við fyrrverandi leikmann og þjálfara liðsins, Zinedine Zidane. „Ég geri það af virðingu við leikmann sem ég horfði upp til þegar ég var að alast upp. Hann var magnaður leikmaður, sá besti, en ég er að reyna að feta mína eigin leið og framlengja arfleifð tölunnar frekar en að reyna að fylgja honum.“ 🗣️ "I'm not trying to be the same as [Zidane], I'm just trying to be Jude."Jude Bellingham says it's an honour to wear the number 5 shirt at Real Madrid 🙌5️⃣ pic.twitter.com/a28QIv4G6f— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 15, 2023 Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Eins og greint var frá hér á Vísi í gær staðfesti Real Madrid það sem lengi hafði legið í loftinu. Englendingurinn Jude Bellingham, einn eftirsóttasti ungi leikmaður heims, er genginn í raðir félagsins frá Borussia Dortmund. Eins og venjan er hjá Real Madrid var Bellingham formlega kynntur til leiks á Santiago Bernabéu, heimavelli Madrídinga, í dag. „Ég vil byrja á því að þakka öllum þeim sem eru mættir og öllum þeim sem fylgjast með á netinu fyrir að fylgja mér í gegnum stoltasta dag lífs míns. Daginn sem ég geng í raðir besta knattspyrnufélags í sögu leiksins,“ sagði Bellingham á blaðamannafundi eftir kynninguna. „Það eru ekki margir leikmenn sem fá tækifæri til að spila með jafn mögnuðu félagi, jafn sögufrægu félagi, þannig að ég er virkilega þakklátur,“ bætti Bellingham við. Peningar ekki ástæðan og fær fimmuna hans Zidane Englendingurinn segir einnig að það hafi ekki verið peningar sem lokkuðu hann til Real Madrid. „Peningar eru ekki það sem heillar mig. Ég hugsa nákvæmlega ekkert um peninga þegar ég tek þessar ákvarðanir. Ég hef aldrei gert það og mun aldrei gera það. Ég spila leikinn einfaldlega af því ég elska það.“ Þá mun Bellingham klæðast tryju númer fimm hjá Real Madrid og segir hann að það sé gert af virðingu við fyrrverandi leikmann og þjálfara liðsins, Zinedine Zidane. „Ég geri það af virðingu við leikmann sem ég horfði upp til þegar ég var að alast upp. Hann var magnaður leikmaður, sá besti, en ég er að reyna að feta mína eigin leið og framlengja arfleifð tölunnar frekar en að reyna að fylgja honum.“ 🗣️ "I'm not trying to be the same as [Zidane], I'm just trying to be Jude."Jude Bellingham says it's an honour to wear the number 5 shirt at Real Madrid 🙌5️⃣ pic.twitter.com/a28QIv4G6f— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 15, 2023
Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira