Hefur meiri áhyggjur af mismunun en útrýmingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 08:22 Vestager segir hættuna á mismunun verulega. epa/Olivier Hoslet Margarethe Vestager, sem fer fyrir málefnum er varða stafræna framþróun og samkeppni hjá Evrópusambandinu, segir mismunun meira áhyggjuefni þegar kemur að gervigreind en möguleg endalok mannkynsins. Hún segir nauðsynlegt að setja reglur um notkun gervigreindar, ekki síst þar sem gervigreindin er og verður notuð til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks, til dæmis þegar fólk er að sækja um lán. Evrópuþingið mun í dag greiða atkvæði um reglur um gervigreind en þær eru ekki taldar munu taka gildi fyrr en árið 2025. Sumir sérfræðingar hafa varað við því að ofurgreind gæti leitt til útrýmingar mannkynsins en Vestager segir að jafnvel þótt mögulega sé einhver hætta á því séu líkurnar litlar. Hún segir mun líklegra að fólk gæti orðið fyrir mismunun af hálfu gervigreindar sem hefur tekið yfir störf sem manneskjur sinntu áður. „Ef þetta er banki sem er að nota hana til að ákveða hvort ég get fengið lán eða ekki, eða félagsþjónustan í hverfinu þínu, þá verðum við að vera viss um að það sé ekki verið að mismuna þér á grundvelli kyns eða litarhafts eða póstnúmers,“ segir Vestager í samtali við BBC. Hún segir að setja þurfi regluverk um gervigreind á heimsvísu en að forgangsraða ætti samvinnu svipað þenkjandi þjóða áður en þess verður freistað að fá aðra að borðinu, til að mynda Kína. Hefja ætti vinnu við regluverk á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en einnig stíga strax þau skref sem hægt væri að stíga. Vestager segir ekki raunhæft að segja vinnu við gervigreind á bið. Hins vegar ættu þeir sem vinna að þróun hennar að reyna að komast að samkomulagi um reglur til að takmarka áhættu af völdum hennar. Hún segir verulega hættu á að gervigreind verði notuð til að hafa áhrif á kosningar. „Ef það er hægt að skanna samfélagsmiðlana þína til að fá heildarmynd af þér þá er hættan á misnotkun stórkostleg og ef við endum uppi með ástand þar sem við trúum engu er gjörsamlega búið að grafa undan samfélaginu.“ Evrópusambandið Gervigreind Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Hún segir nauðsynlegt að setja reglur um notkun gervigreindar, ekki síst þar sem gervigreindin er og verður notuð til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks, til dæmis þegar fólk er að sækja um lán. Evrópuþingið mun í dag greiða atkvæði um reglur um gervigreind en þær eru ekki taldar munu taka gildi fyrr en árið 2025. Sumir sérfræðingar hafa varað við því að ofurgreind gæti leitt til útrýmingar mannkynsins en Vestager segir að jafnvel þótt mögulega sé einhver hætta á því séu líkurnar litlar. Hún segir mun líklegra að fólk gæti orðið fyrir mismunun af hálfu gervigreindar sem hefur tekið yfir störf sem manneskjur sinntu áður. „Ef þetta er banki sem er að nota hana til að ákveða hvort ég get fengið lán eða ekki, eða félagsþjónustan í hverfinu þínu, þá verðum við að vera viss um að það sé ekki verið að mismuna þér á grundvelli kyns eða litarhafts eða póstnúmers,“ segir Vestager í samtali við BBC. Hún segir að setja þurfi regluverk um gervigreind á heimsvísu en að forgangsraða ætti samvinnu svipað þenkjandi þjóða áður en þess verður freistað að fá aðra að borðinu, til að mynda Kína. Hefja ætti vinnu við regluverk á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en einnig stíga strax þau skref sem hægt væri að stíga. Vestager segir ekki raunhæft að segja vinnu við gervigreind á bið. Hins vegar ættu þeir sem vinna að þróun hennar að reyna að komast að samkomulagi um reglur til að takmarka áhættu af völdum hennar. Hún segir verulega hættu á að gervigreind verði notuð til að hafa áhrif á kosningar. „Ef það er hægt að skanna samfélagsmiðlana þína til að fá heildarmynd af þér þá er hættan á misnotkun stórkostleg og ef við endum uppi með ástand þar sem við trúum engu er gjörsamlega búið að grafa undan samfélaginu.“
Evrópusambandið Gervigreind Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira