Orkan úr Hvammsvirkjun fari ekki í rafmyntagröft Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 14:41 Hörður segir stefnu Landsvirkjunar skýra þegar kemur að rafmyntagreftri. Egill Aðalsteinsson Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að aldrei verði byggð virkjun fyrir rafmyntagröft. Rafmyntafyrirtæki hafi aðeins fengið afgangsorku og engin ný séu að koma inn á markaðinn. „Það hefur aldrei verið byggð virkjun fyrir rafmyntagröft og Landsvirkjun mun aldrei byggja virkjun fyrir rafmyntagröft. Orkan úr Hvammsvirkjun verður nýtt í mikla eftirspurn sem við sjáum í samfélaginu,“ segir Hörður. Stefna Landsvirkjunar sé skýr hvað þetta varðar. Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, hefur sagt málflutning Landsvirkjunar loðinn. Það er að Hörður hafi haldið því fram að Landsvirkjun byggi ekki virkjanir fyrir rafmyntagröft en síðan sagt að gagnaver muni fá orku úr óbyggðri Hvammsvirkjun. Samkvæmt norskri greiningu fari um 85 prósent orku gagnaveranna í að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Hörður staðfestir að orkan úr Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til rafmyntagraftar. Rafmyntafyrirtækin hafi fengið að nota orku sem annars hefði gufað upp í kerfinu. „Rafmyntafyrirtæki fengu afgangsorku í kerfinu sem myndaðist þegar stórnotendur voru ekki að fullnýta samninga. Þau hafa aldrei verið hluti af framtíðarviðskiptavinum Landsvirkjunar,“ segir Hörður. Gröftur AtNorth fasaður út hratt Þá bendir hann á að hinar norsku tölur séu ekki alveg nýjar og verið sé að fasa út gröftinn. „Þessi þrjú gagnaver sem eru hérna eru smám saman að fara út úr þessum rafmyntagreftri og þau fá ekki framlengingu á forgangsorku frá okkur,“ segir hann. Besta dæmið um þetta sé hjá gagnaverinu Verne þar sem greftri hefur veri hætt. Gagnaver sem séu alfarið komin yfir í fjölþætta reiknifreka starfsemi séu eftirsóttir viðskiptavinir. Það taki hins vegar tíma að byggja upp fjölþætta erlenda viðskiptavini. Dæmi um þetta er nýopnað gagnaver AtNorth á Norðurlandi. Að sögn Harðar er það gagnaver með rafmyntagröft til þess að ná stórnotendaviðmiðum upp á flutningstaxta. En það verður fasað út hratt. „Fyrir norðan er orka laus. Það er eingöngu verið að nýta orku sem annars hefði verið ónotuð,“ segir Hörður. Dregur yfirlýsingu Bit Digital í efa Aðspurður um yfirlýst aukin umsvif rafmyntafyrirtækisins Bit Digital segist Hörður efast um að þau séu sönn. Fyrirtækið fái að minnsta kosti ekki orku frá Landsvirkjun. „Það eru engir nýir aðilar að koma inn á markaðinn,“ segir hann. Að sögn Harðar er skýr forgangsröðun orkusölu hjá Landsvirkjun. Númer eitt sé að styðja við orkuskiptin og almennan vöxt í hagkerfinu. Síðan að styðja við núverandi viðskiptavini og fjölbreyttan grænan iðnað, svo sem matvælaiðnað, laxeldi, gróðurhús og gagnaver sem eru ekki í rafmyntagreftri. Landsvirkjun selur ekki rafmyntagröft, nýja stóriðju eða til útlanda að svo komnu máli. Orkumál Umhverfismál Landsvirkjun Rafmyntir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
„Það hefur aldrei verið byggð virkjun fyrir rafmyntagröft og Landsvirkjun mun aldrei byggja virkjun fyrir rafmyntagröft. Orkan úr Hvammsvirkjun verður nýtt í mikla eftirspurn sem við sjáum í samfélaginu,“ segir Hörður. Stefna Landsvirkjunar sé skýr hvað þetta varðar. Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, hefur sagt málflutning Landsvirkjunar loðinn. Það er að Hörður hafi haldið því fram að Landsvirkjun byggi ekki virkjanir fyrir rafmyntagröft en síðan sagt að gagnaver muni fá orku úr óbyggðri Hvammsvirkjun. Samkvæmt norskri greiningu fari um 85 prósent orku gagnaveranna í að grafa eftir rafmyntinni bitcoin. Hörður staðfestir að orkan úr Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til rafmyntagraftar. Rafmyntafyrirtækin hafi fengið að nota orku sem annars hefði gufað upp í kerfinu. „Rafmyntafyrirtæki fengu afgangsorku í kerfinu sem myndaðist þegar stórnotendur voru ekki að fullnýta samninga. Þau hafa aldrei verið hluti af framtíðarviðskiptavinum Landsvirkjunar,“ segir Hörður. Gröftur AtNorth fasaður út hratt Þá bendir hann á að hinar norsku tölur séu ekki alveg nýjar og verið sé að fasa út gröftinn. „Þessi þrjú gagnaver sem eru hérna eru smám saman að fara út úr þessum rafmyntagreftri og þau fá ekki framlengingu á forgangsorku frá okkur,“ segir hann. Besta dæmið um þetta sé hjá gagnaverinu Verne þar sem greftri hefur veri hætt. Gagnaver sem séu alfarið komin yfir í fjölþætta reiknifreka starfsemi séu eftirsóttir viðskiptavinir. Það taki hins vegar tíma að byggja upp fjölþætta erlenda viðskiptavini. Dæmi um þetta er nýopnað gagnaver AtNorth á Norðurlandi. Að sögn Harðar er það gagnaver með rafmyntagröft til þess að ná stórnotendaviðmiðum upp á flutningstaxta. En það verður fasað út hratt. „Fyrir norðan er orka laus. Það er eingöngu verið að nýta orku sem annars hefði verið ónotuð,“ segir Hörður. Dregur yfirlýsingu Bit Digital í efa Aðspurður um yfirlýst aukin umsvif rafmyntafyrirtækisins Bit Digital segist Hörður efast um að þau séu sönn. Fyrirtækið fái að minnsta kosti ekki orku frá Landsvirkjun. „Það eru engir nýir aðilar að koma inn á markaðinn,“ segir hann. Að sögn Harðar er skýr forgangsröðun orkusölu hjá Landsvirkjun. Númer eitt sé að styðja við orkuskiptin og almennan vöxt í hagkerfinu. Síðan að styðja við núverandi viðskiptavini og fjölbreyttan grænan iðnað, svo sem matvælaiðnað, laxeldi, gróðurhús og gagnaver sem eru ekki í rafmyntagreftri. Landsvirkjun selur ekki rafmyntagröft, nýja stóriðju eða til útlanda að svo komnu máli.
Orkumál Umhverfismál Landsvirkjun Rafmyntir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Rafmyntafyrirtæki eykur umsvif þrátt fyrir orkuskort Kínverskt rafmyntafyrirtæki segist ætla að auka umsvif sín á Íslandi. Íslensk raforkufyrirtæki segja ekki rúm fyrir aukningu rafmyntagraftar. 19. maí 2023 14:59