Frumsýnir tónlistarmyndband: „Ég er að syngja um söguna mína“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. júní 2023 12:48 Herbert Guðmundsson frumsýnir hér glænýtt tónlistarmyndband við lagið Ástarbál. Ásta Kristjáns Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju tónlistarmyndbandi Herberts Guðmundssonar við lagið Ástarbál. Með laginu er Herbert að segja sögu sína en hann segist þakklátur fyrir jákvæð viðbrögð við tónlistinni sinni. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: Herbert Guðmunds - Ástarbál Syngur um sína sögu Lagið Ástarbál er unnið í samvinnu við tónlistarmanninn Thorstein Einarsson, Halldór Á. Björnsson pródúsent og textasmiðinn Friðrik Sturluson, Sálarmann. Herbert segir þetta vera þríeykið sem honum finnst gott að vinna með en þeir sömdu einnig með honum lagið Með Stjörnunum sem kom út fyrir tæpum tveimur árum. „Ég er að syngja söguna mína í þessu lagi,“ segir Herbert um nýja lagið, Ástarbál, og bætir við: „Að fá vindinn í fangið og ýmsa erfiðleika en samt stendur maður upp sem sigurvegari.“ Toppaði ferilinn um daginn Herbert ræddi við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í morgun þar sem hann fór meðal annars yfir feril sinn. „Ég svona eiginlega toppaði ferilinn minn um daginn. Þá var ég að syngja í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði. Þetta voru áttundi, níundi og tíundi bekkur sem pöntuðu mig og barnabarnið mitt var þarna. Og þau kunnu lögin mín.“ Herbert sló í gegn á níunda áratug síðustu aldar með sögulega smellinum Can't Walk Away. Hann segir ómetanlegt að geta unnið í tónlistinni og enn náð til fólks með henni en undanfarið hefur hann verið að koma fram á ýmsum viðburðum. „Ég er svo þakklátur. Þetta er ekki eitthvað sem maður bara hristir fram úr erminni. Það segir mér að það sé eitthvað vit í því sem ég er að gera.“ Hér má hlusta á viðtalið við Herbert Guðmundsson: Lagið er hljóðblandað í Austurríki af Lukas Hillebrand og masterað af Martin Scheer. Leikstjóri og framleiðandi myndbandsins er Þór Freysson. Myndataka var í höndum Sigurðar Más Davíðssonar, klipping eftir Guðna Halldórsson og eftirvinnslan eftir Kristján U. Kristjánsson. Tónlist Tengdar fréttir „Gleðjast og lifa lífinu í friði, sátt og samlyndi“ Herbert Guðmundsson er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum og býr yfir mikilli reynslu á því að koma fram. Hann er meðal þeirra sem spila á Þjóðhátíð í ár en þetta er þó hans fyrsta Þjóðhátíð frá upphafi. Áður en hann stígur á svið mun hann taka góða bæn og biðja fyrir að hátíðin fari vel fram. 27. júlí 2022 20:00 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: Herbert Guðmunds - Ástarbál Syngur um sína sögu Lagið Ástarbál er unnið í samvinnu við tónlistarmanninn Thorstein Einarsson, Halldór Á. Björnsson pródúsent og textasmiðinn Friðrik Sturluson, Sálarmann. Herbert segir þetta vera þríeykið sem honum finnst gott að vinna með en þeir sömdu einnig með honum lagið Með Stjörnunum sem kom út fyrir tæpum tveimur árum. „Ég er að syngja söguna mína í þessu lagi,“ segir Herbert um nýja lagið, Ástarbál, og bætir við: „Að fá vindinn í fangið og ýmsa erfiðleika en samt stendur maður upp sem sigurvegari.“ Toppaði ferilinn um daginn Herbert ræddi við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í morgun þar sem hann fór meðal annars yfir feril sinn. „Ég svona eiginlega toppaði ferilinn minn um daginn. Þá var ég að syngja í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði. Þetta voru áttundi, níundi og tíundi bekkur sem pöntuðu mig og barnabarnið mitt var þarna. Og þau kunnu lögin mín.“ Herbert sló í gegn á níunda áratug síðustu aldar með sögulega smellinum Can't Walk Away. Hann segir ómetanlegt að geta unnið í tónlistinni og enn náð til fólks með henni en undanfarið hefur hann verið að koma fram á ýmsum viðburðum. „Ég er svo þakklátur. Þetta er ekki eitthvað sem maður bara hristir fram úr erminni. Það segir mér að það sé eitthvað vit í því sem ég er að gera.“ Hér má hlusta á viðtalið við Herbert Guðmundsson: Lagið er hljóðblandað í Austurríki af Lukas Hillebrand og masterað af Martin Scheer. Leikstjóri og framleiðandi myndbandsins er Þór Freysson. Myndataka var í höndum Sigurðar Más Davíðssonar, klipping eftir Guðna Halldórsson og eftirvinnslan eftir Kristján U. Kristjánsson.
Tónlist Tengdar fréttir „Gleðjast og lifa lífinu í friði, sátt og samlyndi“ Herbert Guðmundsson er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum og býr yfir mikilli reynslu á því að koma fram. Hann er meðal þeirra sem spila á Þjóðhátíð í ár en þetta er þó hans fyrsta Þjóðhátíð frá upphafi. Áður en hann stígur á svið mun hann taka góða bæn og biðja fyrir að hátíðin fari vel fram. 27. júlí 2022 20:00 Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Gleðjast og lifa lífinu í friði, sátt og samlyndi“ Herbert Guðmundsson er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum og býr yfir mikilli reynslu á því að koma fram. Hann er meðal þeirra sem spila á Þjóðhátíð í ár en þetta er þó hans fyrsta Þjóðhátíð frá upphafi. Áður en hann stígur á svið mun hann taka góða bæn og biðja fyrir að hátíðin fari vel fram. 27. júlí 2022 20:00