Kosning ógilt af því bæjarstjórinn fór í bíltúr með kjörkassann Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. júní 2023 15:30 Nákvæmlega svona leit kjörkassinn út sem bæjarstjórinn í Puerto Seguro fór með í bíltúr á kjördag. Joaquin Gomez Sastre/Getty Images Bæjarstjóri á Spáni fór í bíltúr með kjörkassann þegar sveitarstjórnarkosningarnar fóru fram í lok síðasta mánaðar. Hann segist bara hafa verið að aðstoða farlama konu að nýta sér kosningarétt sinn. Endurtaka þarf kosningarnar í bænum. Ætlaði bara að vera liðlegur við farlama konu Bæjarstjórinn í Puerto Seguro í nágrenni við Salamanca á mið-Spáni ætlaði bara að vera liðlegur við gamla konu sem ekki var fótafær þegar sveitastjórnarkosningarnar fóru fram í lok síðasta mánaðar. Enda þekkjast allir í þessu 60 manna þorpi. Hún hringdi og spurði hann hvort hann gæti ekki gert henni mögulegt að kjósa. Hann hélt það nú, vippaði kjörkassanum út í bíl, skottaðist heim til gömlu konunnar og sagði henni að vera snögg. Hún var svo snögg að honum gafst ekki einu sinni tími til að reykja hálfa sígarettu. Þá fór hann og skilaði kjörkassanum aftur. Þetta voru ekki nema einhverjar fimm mínútur, segir Evaristo Montero, bæjarstjóri. Sósíalistar kærðu kosningarnar Oddviti Sósíalistaflokksins var í göngutúr við kirkjuna þegar hann sá kjörkassann skjótast framhjá sér í aftursæti bæjarstjórans. Honum fannst eitthvað bogið við þetta og hringdi á lögregluna. Kjörstjórn hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé svo alvarlegt brot á kosningalögum að kjósa verði aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður gert. Bæjarstjórinn, sem hefur gegnt embættinu í 12 ár, segist vera miður sín og að auðvitað hefði hann ekki átt að gera þetta. Kjörstjórnin í Borgarnesi hefði nú líka getað sagt honum að svona gera menn ekki. Breytir ekki miklu... en lög eru lög Heldur ólíklegt verður að teljast að nýjar kosningar breyti miklu til eða frá, því Lýðflokkurinn burstaði kosningarnar um daginn, hlaut 32 atkvæði á móti 13 atkvæðum sósíalista. En það er alveg sama, lög eru lög… segja sumir. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Ætlaði bara að vera liðlegur við farlama konu Bæjarstjórinn í Puerto Seguro í nágrenni við Salamanca á mið-Spáni ætlaði bara að vera liðlegur við gamla konu sem ekki var fótafær þegar sveitastjórnarkosningarnar fóru fram í lok síðasta mánaðar. Enda þekkjast allir í þessu 60 manna þorpi. Hún hringdi og spurði hann hvort hann gæti ekki gert henni mögulegt að kjósa. Hann hélt það nú, vippaði kjörkassanum út í bíl, skottaðist heim til gömlu konunnar og sagði henni að vera snögg. Hún var svo snögg að honum gafst ekki einu sinni tími til að reykja hálfa sígarettu. Þá fór hann og skilaði kjörkassanum aftur. Þetta voru ekki nema einhverjar fimm mínútur, segir Evaristo Montero, bæjarstjóri. Sósíalistar kærðu kosningarnar Oddviti Sósíalistaflokksins var í göngutúr við kirkjuna þegar hann sá kjörkassann skjótast framhjá sér í aftursæti bæjarstjórans. Honum fannst eitthvað bogið við þetta og hringdi á lögregluna. Kjörstjórn hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé svo alvarlegt brot á kosningalögum að kjósa verði aftur. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður gert. Bæjarstjórinn, sem hefur gegnt embættinu í 12 ár, segist vera miður sín og að auðvitað hefði hann ekki átt að gera þetta. Kjörstjórnin í Borgarnesi hefði nú líka getað sagt honum að svona gera menn ekki. Breytir ekki miklu... en lög eru lög Heldur ólíklegt verður að teljast að nýjar kosningar breyti miklu til eða frá, því Lýðflokkurinn burstaði kosningarnar um daginn, hlaut 32 atkvæði á móti 13 atkvæðum sósíalista. En það er alveg sama, lög eru lög… segja sumir.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira