Kjarabót fyrir öryrkja muni ekki setja þjóðarbúið á hliðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2023 12:41 Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður ÖBÍ. Vísir/Vilhelm Formaður ÖBÍ segir pólitískan vilja það eina sem þurfi til að kaupmáttur þeirra sem höllustum fæti standa verði varinn. Aðgerir ríkisstjórnarinnar dugi ekki til. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem fyrirhuguð tveggja komma fimm prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga, sem er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við verðbólgu, er ekki ekki sögð duga til að verja kaupmátt öryrkja og fatlaðra. Formaður ÖBÍ segir kröfu bandalagsins um fjögurra komma tveggja prósenta hækkun miða að því að raunverulega verja kaupmáttinn. Í fjárlögum sé gert ráð fyrir núll komma fimm prósenta kaupmáttaraukningu hjá fötluðu fólki. „En til þess að þessi kaupmáttur aukist og staðið verði við það, þá þarf lífeyrir að hækka meira en verðlag. Það er ekki að gerast með 2,5 prósenta hækkun sem nú er boðuð. Við settumst niður og skoðuðum þetta og förum fram með mjög hóflegar kröfur þegar við förum fram á 4,2 prósenta hækkun,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. 2,5 prósent ekki það sama og 2,5 prósent Í aðgerðum ríkisstjórnarinnar felst einnig að dregið verður úr fyrirhugaðri launahækkun æðstu ráðamanna næstu mánaðamót. Launin hækka um tvö komma fimm prósent í stað sex prósenta. Þannig á að hækka lífeyrinn um sama hlutfall og laun ráðamanna. Þuríður bendir á að þarna sé mikill munur á. ÖBÍ bendir á að krónutölumunurinn á 2,5 prósenta hækkun lífeyris annars vegar og launa þingmanna og annarra ráðamanna hins vegar sé mikill.ÖBÍ „Það er bara gríðarlega mikilvægt að fátækasta fólkið í þessu samfélagi, því sé lyft meira. Það ger gríðarlegur munur á því hvort þú ert að fá 7.000 krónur á mánuði eða 33.000 krónur á mánuði, eða meira.“ „Ef það er raunverulegur pólitískur vilji fyrir því að bæta stöðu þess hóps sem verst stendur í samfélaginu, þá er það vel mögulegt og það er ekki eitthvað sem mun setja samfélagið eða þjóðarbúið á annan endann.“ Félagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segja 2,5 prósent ekki duga til og krefjast hækkunar upp á 4,2 prósent Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að lífeyrir almannatrygginga hækki um 4,2 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þau 2,5 prósent sem ríkisstjórnin leggur til í aðgerðapakka sínum dugi ekki til að vega upp á móti þrálátri verðbólgu og verja kaupmátt. 9. júní 2023 08:32 Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. 6. júní 2023 13:01 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem fyrirhuguð tveggja komma fimm prósenta hækkun á lífeyri almannatrygginga, sem er hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til að bregðast við verðbólgu, er ekki ekki sögð duga til að verja kaupmátt öryrkja og fatlaðra. Formaður ÖBÍ segir kröfu bandalagsins um fjögurra komma tveggja prósenta hækkun miða að því að raunverulega verja kaupmáttinn. Í fjárlögum sé gert ráð fyrir núll komma fimm prósenta kaupmáttaraukningu hjá fötluðu fólki. „En til þess að þessi kaupmáttur aukist og staðið verði við það, þá þarf lífeyrir að hækka meira en verðlag. Það er ekki að gerast með 2,5 prósenta hækkun sem nú er boðuð. Við settumst niður og skoðuðum þetta og förum fram með mjög hóflegar kröfur þegar við förum fram á 4,2 prósenta hækkun,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. 2,5 prósent ekki það sama og 2,5 prósent Í aðgerðum ríkisstjórnarinnar felst einnig að dregið verður úr fyrirhugaðri launahækkun æðstu ráðamanna næstu mánaðamót. Launin hækka um tvö komma fimm prósent í stað sex prósenta. Þannig á að hækka lífeyrinn um sama hlutfall og laun ráðamanna. Þuríður bendir á að þarna sé mikill munur á. ÖBÍ bendir á að krónutölumunurinn á 2,5 prósenta hækkun lífeyris annars vegar og launa þingmanna og annarra ráðamanna hins vegar sé mikill.ÖBÍ „Það er bara gríðarlega mikilvægt að fátækasta fólkið í þessu samfélagi, því sé lyft meira. Það ger gríðarlegur munur á því hvort þú ert að fá 7.000 krónur á mánuði eða 33.000 krónur á mánuði, eða meira.“ „Ef það er raunverulegur pólitískur vilji fyrir því að bæta stöðu þess hóps sem verst stendur í samfélaginu, þá er það vel mögulegt og það er ekki eitthvað sem mun setja samfélagið eða þjóðarbúið á annan endann.“
Félagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Segja 2,5 prósent ekki duga til og krefjast hækkunar upp á 4,2 prósent Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að lífeyrir almannatrygginga hækki um 4,2 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þau 2,5 prósent sem ríkisstjórnin leggur til í aðgerðapakka sínum dugi ekki til að vega upp á móti þrálátri verðbólgu og verja kaupmátt. 9. júní 2023 08:32 Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. 6. júní 2023 13:01 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Segja 2,5 prósent ekki duga til og krefjast hækkunar upp á 4,2 prósent Öryrkjabandalag Íslands krefst þess að lífeyrir almannatrygginga hækki um 4,2 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Þau 2,5 prósent sem ríkisstjórnin leggur til í aðgerðapakka sínum dugi ekki til að vega upp á móti þrálátri verðbólgu og verja kaupmátt. 9. júní 2023 08:32
Verðbólguaðgerðirnar afar litlir plástrar á stór sár Verðbólguaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru mikil vonbrigði og afar litlir plástrar á stór sár fyrir fátækasta hópinn segir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. 6. júní 2023 13:01