Bjarni boðar ráðherraskipti á allra næstu dögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2023 11:00 Bjarni Benediktsson segir ekkert óvænt í pípunum varðandi ráðherraskipti. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, verði ráðherra á allra næstu dögum. Hann segir ekki óvæntra tíðinda að vænta þegar kemur að ráðherraskiptum. Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var kynnt til leiks þann 28. nóvember 2021 að loknum alþingiskosningum. Þá kom fram að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum eftir átján mánuði í starfi. Einhver skjálfti hefur verið meðal Sjálfstæðisfólks í Suðurkjördæmi um að Bjarni stæði ekki við gefin loforð, sem hann ítrekaði þó í Pallborðinu á Vísir í nóvember síðastliðnum. Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar að honum fyndist ekkert sniðugt að skipta um hest í miðri á. Guðrún Hafsteinsdóttir tjáði Vísi í morgun að hún hefði ekkert heyrt frá formanninum um skipulagsbreytingar sem væru tímabærar. Fram kom í yfirlýsingu stjórnar kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að Bjarni ætti að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Staða Sjálfstæðisflokksins var hvergi sterkari en í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en staða flokksins í kjördæminu hefur verið sterk um árabil. Bjarni var spurður út í kröfuna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Hún er bara sjálfsögð og ég bara óska Guðrúnu Hafsteinsdóttur til hamingju með góðan stuðning úr kjördæminu. Fyrir mér hefur nákvæmlega ekkert breyst. Mörgum finnst sem átján mánuðir hafa verið lengi að líða. Það er fyrst núna sem þeir eru liðnir. Þess vegna er komið að því að Guðrún komi inn í ríkisstjórnina,“ segir Bjarni. Það muni ekki gerast í dag en á næstu dögum. „Nei, það er auðvitað augljóst að til þess að ráðherraskipti eigi sér stað þarf að kalla til ríkisráðs fundar. Gæti orðið í þessum mánuði.“ Bjarni sagði í Pallborðinu í nóvember að Guðrún færi í dómsmálaráðuneytið og ekki stæði til að flytja Jón til í ráðherraembætti. Hann ætli að ræða við þingflokkinn og svo við fjölmiðla eftir að niðurstaða liggi fyrir um tillögu hans til flokksins. „Ég held það verði engin óvænt tíðindi varðandi ráðherraskipti hjá okkur. Það er dagaspursmál hvenær að því verður komin.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans staddir erlendis. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var kynnt til leiks þann 28. nóvember 2021 að loknum alþingiskosningum. Þá kom fram að Jón Gunnarsson yrði dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum eftir átján mánuði í starfi. Einhver skjálfti hefur verið meðal Sjálfstæðisfólks í Suðurkjördæmi um að Bjarni stæði ekki við gefin loforð, sem hann ítrekaði þó í Pallborðinu á Vísir í nóvember síðastliðnum. Jón sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar að honum fyndist ekkert sniðugt að skipta um hest í miðri á. Guðrún Hafsteinsdóttir tjáði Vísi í morgun að hún hefði ekkert heyrt frá formanninum um skipulagsbreytingar sem væru tímabærar. Fram kom í yfirlýsingu stjórnar kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi að Bjarni ætti að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Staða Sjálfstæðisflokksins var hvergi sterkari en í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum en staða flokksins í kjördæminu hefur verið sterk um árabil. Bjarni var spurður út í kröfuna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Hún er bara sjálfsögð og ég bara óska Guðrúnu Hafsteinsdóttur til hamingju með góðan stuðning úr kjördæminu. Fyrir mér hefur nákvæmlega ekkert breyst. Mörgum finnst sem átján mánuðir hafa verið lengi að líða. Það er fyrst núna sem þeir eru liðnir. Þess vegna er komið að því að Guðrún komi inn í ríkisstjórnina,“ segir Bjarni. Það muni ekki gerast í dag en á næstu dögum. „Nei, það er auðvitað augljóst að til þess að ráðherraskipti eigi sér stað þarf að kalla til ríkisráðs fundar. Gæti orðið í þessum mánuði.“ Bjarni sagði í Pallborðinu í nóvember að Guðrún færi í dómsmálaráðuneytið og ekki stæði til að flytja Jón til í ráðherraembætti. Hann ætli að ræða við þingflokkinn og svo við fjölmiðla eftir að niðurstaða liggi fyrir um tillögu hans til flokksins. „Ég held það verði engin óvænt tíðindi varðandi ráðherraskipti hjá okkur. Það er dagaspursmál hvenær að því verður komin.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans staddir erlendis.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira