Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júní 2023 21:01 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var fjallað um vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en Verðgáttin var gerð aðgengileg almenningi. Í Verðgáttinni er hægt að bera saman verð nokkurra vara í verslunum Bónus, Krónunnar og Nettó. Sagði þar Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, að gögnin bentu á svokallaða verðþjöppun í verði á umræddum vörum áður en Verðgáttin fór í loftið. „Ég vil byrja á því að benda á að við fengum sendan þennan lista með þessum vörum sirka mánuði síðan. Ég tók eftir því að frá því að listinn kom út að samkeppnisaðilar fóru að lækka verð sín á þessum vörum og færðu sig nær Bónus,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, en gögnin sýna að oftar en ekki var verð sem benti til verðþjöppunar aðlagað að verði Bónus. Hann bendir á að vörurnar sem finna má í Verðgáttinni samsvari af tíu prósent af heildarveltu Bónus. Þá sé framleiðni þessara vara einnig um tíu prósent. „Það segir okkur það að Bónus ber ábyrgð á tíu prósent af endanlegu útsöluverði vörunnar. Tæplega níutíu prósent skýrast af öðrum þáttum eins og álagningu birgja og álagningu framleiðanda,“ segir Guðmundur. Klippa: Tók eftir lækkun hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda Verðgáttarinnar Í skriflegu svari til fréttastofu vísar Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó, ásökunum um verðsamráð á bug. Forsvarsmenn verslunarinnar séu mjög ánægðir með Verðgáttina þar sem hún auðveldi neytendum að gera verðsamanburð með einföldum hætti. „Markmið okkar hjá Nettó er ávallt að uppfylla þjónustuloforð okkar til viðskiptavina sem er að bjóða samkeppnishæf verð og við vinnum að því alla daga – það þýðir að verðin okkar taka stöðugum breytingum og við fylgjumst vel með samkeppninni til þess að tryggja að við séum að ná markmiðum okkar um að vera samkeppnishæf. Tíðar verðbreytingar endurspegla þvert á móti raunverulega og mjög virka samkeppni á markaðnum,“ segir í svari Heiðars. Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var fjallað um vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en Verðgáttin var gerð aðgengileg almenningi. Í Verðgáttinni er hægt að bera saman verð nokkurra vara í verslunum Bónus, Krónunnar og Nettó. Sagði þar Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, að gögnin bentu á svokallaða verðþjöppun í verði á umræddum vörum áður en Verðgáttin fór í loftið. „Ég vil byrja á því að benda á að við fengum sendan þennan lista með þessum vörum sirka mánuði síðan. Ég tók eftir því að frá því að listinn kom út að samkeppnisaðilar fóru að lækka verð sín á þessum vörum og færðu sig nær Bónus,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, en gögnin sýna að oftar en ekki var verð sem benti til verðþjöppunar aðlagað að verði Bónus. Hann bendir á að vörurnar sem finna má í Verðgáttinni samsvari af tíu prósent af heildarveltu Bónus. Þá sé framleiðni þessara vara einnig um tíu prósent. „Það segir okkur það að Bónus ber ábyrgð á tíu prósent af endanlegu útsöluverði vörunnar. Tæplega níutíu prósent skýrast af öðrum þáttum eins og álagningu birgja og álagningu framleiðanda,“ segir Guðmundur. Klippa: Tók eftir lækkun hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda Verðgáttarinnar Í skriflegu svari til fréttastofu vísar Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó, ásökunum um verðsamráð á bug. Forsvarsmenn verslunarinnar séu mjög ánægðir með Verðgáttina þar sem hún auðveldi neytendum að gera verðsamanburð með einföldum hætti. „Markmið okkar hjá Nettó er ávallt að uppfylla þjónustuloforð okkar til viðskiptavina sem er að bjóða samkeppnishæf verð og við vinnum að því alla daga – það þýðir að verðin okkar taka stöðugum breytingum og við fylgjumst vel með samkeppninni til þess að tryggja að við séum að ná markmiðum okkar um að vera samkeppnishæf. Tíðar verðbreytingar endurspegla þvert á móti raunverulega og mjög virka samkeppni á markaðnum,“ segir í svari Heiðars.
Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira